„Maður vissi ekkert hvar skotmaðurinn var“ Samúel Karl Ólason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 7. desember 2023 20:01 Hermann AP Hermann Þór Ragnarsson, nemandi við Háskóla Nevada í Las Vegas í Bandaríkjunum, segir nemendur við skólann í sjokki eftir skotárás á skólalóðinni í gær. Margir hafi ekki snúið aftur í skólann. Fjölmiðlar vestanhafs segja prófessor á sjötugsaldri hafa skotið þrjá til bana og sært einn alvarlega í skólanum í gær. Hann féll svo í kjölfarið í skotbardaga við lögreglu en fógetinn í Las Vegas segir mildi að ekki hafi farið verr. Skömmu eftir að fyrsta skothríðin heyrðist sendu forsvarsmenn skólans út skilaboð um skothríðina og sögðu nemendum að flýja, ef þeir gætu. „FLÝIÐ, FELIÐ YKKUR, BERJIST,“ stóð í skilaboðum skólans á X, áður Twitter. Hermann, sem spilar einnig með fótboltaliði skólans, var í ræktinni þegar skilaboðin bárust. Hann segir þetta hafa verið mikið sjokk. „Fyrst var maður ekki alveg að tengja við þetta,“ segir Hermann. Hann segist þó hafa byrjað að finna fyrir hræðslu þegar tilkynningar héldu áfram að berast frá skólanum. „Við fengum tilkynningar á svona fimm mínútna fresti. Þegar önnur og þriðja tilkynningin kom, þá var smá hræðsla komin í mann. Maður vissi ekkert hvar skotmaðurinn var. Hvað þetta var.“ Hermann reyndi að hringja í vini sína og ganga úr skugga um að þeir væru heilir á húfi. „Þetta er eitthvað sem ég hef aldrei upplifað áður og ég vonast til að upplifa það ekki aftur, ef ég segi alveg satt.“ Hermann segir marga nemendur hafa farið heim til sín eða fengið gistingu annarsstaðar. Margir hafi ekki snúið aftur á heimavist skólans. Þeir sem séu í skólanum haldi sig innandyra. „Það er allt lokað núna, til dæmis. Það er enginn úti eða neitt,“ segir Hermann. Þegar Hermann og aðrir sem voru í ræktinni fengu að fara þaðan, eftir um fjóra til fimm tíma, fóru þau af skólalóðinni og fengu sér að borða. „Þegar maður kom aftur, þá vissi ég að hættan væri yfirstaðin.“ Hann segir viðbúnað lögreglunnar hafa verið mikinn yfir nóttina. Hermann ræddi einnig stuttlega við Vísi skömmu eftir árásina í gær. Prófessor sem fékk ekki vinnu sagður árásarmaðurinn Maðurinn sem skaut þrjá til bana og særði þann fjórða í Háskóla Nevada í Las Vegas í gær, var prófessor sem hafði nýverið verið neitað um vinnu við skólann. Hann féll í skotbardaga við lögreglu. Heimildarmenn AP fréttaveitunnar segir prófessorinn heitra Anthony Polito og að hann hafi verið 67 ára gamall. Hann starfaði áður hjá Háskóla Austur-Karólínu, í Norður-Karólínu. Polito hóf skothríð sína í gær á fjórðu hæð í byggingu skólans þar sem viðskiptafræði er kennd. Hann fór svo milli hæða og mun hafa verið skotinn til bana af tveimur lögregluþjónum sem skiptust á skotum við hann fyrir utan bygginguna. Kevin McMahill, fógeti, hefur sagt að margir nemendur hafi verið fyrir utan bygginguna og mögulega hefði farið mun verr, hefðu lögregluþjónarnir ekki skotið Polito. Lögreglan hefur enn ekkert gefið upp um fórnarlömb Polito né hvers konar byssu hann notaði til árásarinnar. Þá hefur tilefni árásarinnar ekki verið staðfest en heimildarmann AP segja að svo virðist sem Polito hafi ekki ætlað sér að myrða nemendur skólans. Ein mannskæðasta skotárás Bandaríkjanna var gerð í Las Vegas árið 2017. Þá skaut maður sextíu manns til bana og særði hundruð til viðbótar, þegar hann skaut á tónleikagesti út um glugga á hóteli hans þar nærri. Manninum hafði tekist að koma miklum fjölda skotvopna upp á herbergi og hafði breytt mörgum þeirra svo þær virkuðu eins og vélbyssur. Tilefni þeirrar árásar liggur enn ekki fyrir. Rannsakendur fundu ekkert sem sagði til um af hverju maðurinn gerði árásina. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Íslendingar erlendis Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Fjölmiðlar vestanhafs segja prófessor á sjötugsaldri hafa skotið þrjá til bana og sært einn alvarlega í skólanum í gær. Hann féll svo í kjölfarið í skotbardaga við lögreglu en fógetinn í Las Vegas segir mildi að ekki hafi farið verr. Skömmu eftir að fyrsta skothríðin heyrðist sendu forsvarsmenn skólans út skilaboð um skothríðina og sögðu nemendum að flýja, ef þeir gætu. „FLÝIÐ, FELIÐ YKKUR, BERJIST,“ stóð í skilaboðum skólans á X, áður Twitter. Hermann, sem spilar einnig með fótboltaliði skólans, var í ræktinni þegar skilaboðin bárust. Hann segir þetta hafa verið mikið sjokk. „Fyrst var maður ekki alveg að tengja við þetta,“ segir Hermann. Hann segist þó hafa byrjað að finna fyrir hræðslu þegar tilkynningar héldu áfram að berast frá skólanum. „Við fengum tilkynningar á svona fimm mínútna fresti. Þegar önnur og þriðja tilkynningin kom, þá var smá hræðsla komin í mann. Maður vissi ekkert hvar skotmaðurinn var. Hvað þetta var.“ Hermann reyndi að hringja í vini sína og ganga úr skugga um að þeir væru heilir á húfi. „Þetta er eitthvað sem ég hef aldrei upplifað áður og ég vonast til að upplifa það ekki aftur, ef ég segi alveg satt.“ Hermann segir marga nemendur hafa farið heim til sín eða fengið gistingu annarsstaðar. Margir hafi ekki snúið aftur á heimavist skólans. Þeir sem séu í skólanum haldi sig innandyra. „Það er allt lokað núna, til dæmis. Það er enginn úti eða neitt,“ segir Hermann. Þegar Hermann og aðrir sem voru í ræktinni fengu að fara þaðan, eftir um fjóra til fimm tíma, fóru þau af skólalóðinni og fengu sér að borða. „Þegar maður kom aftur, þá vissi ég að hættan væri yfirstaðin.“ Hann segir viðbúnað lögreglunnar hafa verið mikinn yfir nóttina. Hermann ræddi einnig stuttlega við Vísi skömmu eftir árásina í gær. Prófessor sem fékk ekki vinnu sagður árásarmaðurinn Maðurinn sem skaut þrjá til bana og særði þann fjórða í Háskóla Nevada í Las Vegas í gær, var prófessor sem hafði nýverið verið neitað um vinnu við skólann. Hann féll í skotbardaga við lögreglu. Heimildarmenn AP fréttaveitunnar segir prófessorinn heitra Anthony Polito og að hann hafi verið 67 ára gamall. Hann starfaði áður hjá Háskóla Austur-Karólínu, í Norður-Karólínu. Polito hóf skothríð sína í gær á fjórðu hæð í byggingu skólans þar sem viðskiptafræði er kennd. Hann fór svo milli hæða og mun hafa verið skotinn til bana af tveimur lögregluþjónum sem skiptust á skotum við hann fyrir utan bygginguna. Kevin McMahill, fógeti, hefur sagt að margir nemendur hafi verið fyrir utan bygginguna og mögulega hefði farið mun verr, hefðu lögregluþjónarnir ekki skotið Polito. Lögreglan hefur enn ekkert gefið upp um fórnarlömb Polito né hvers konar byssu hann notaði til árásarinnar. Þá hefur tilefni árásarinnar ekki verið staðfest en heimildarmann AP segja að svo virðist sem Polito hafi ekki ætlað sér að myrða nemendur skólans. Ein mannskæðasta skotárás Bandaríkjanna var gerð í Las Vegas árið 2017. Þá skaut maður sextíu manns til bana og særði hundruð til viðbótar, þegar hann skaut á tónleikagesti út um glugga á hóteli hans þar nærri. Manninum hafði tekist að koma miklum fjölda skotvopna upp á herbergi og hafði breytt mörgum þeirra svo þær virkuðu eins og vélbyssur. Tilefni þeirrar árásar liggur enn ekki fyrir. Rannsakendur fundu ekkert sem sagði til um af hverju maðurinn gerði árásina.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Íslendingar erlendis Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira