Innlent

Vara börn við hættu­legum leik á Sauð­á

Jón Þór Stefánsson skrifar
„Nauðsynlegt er að ræða við börn um hættuna sem stafar af slíkum leik.“
„Nauðsynlegt er að ræða við börn um hættuna sem stafar af slíkum leik.“ Aðsend

Sauðá á Sauðárkróki er hættuleg um þessar mundir og börn eru vöruð við að leika sér á henni.

Mikill kuldi hefur verið síðustu daga og vikur og þar af leiðandi hefur verið mikil klakamyndun og ísing á ám og lækjum.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Skagafjarðar. Þar kemur jafnframt fram að talsvert sé af vatni sem sé farið að renna ofan á ísinn.

Þar er biðlað til foreldra og forráðamanna að brýna fyrir börnum að leika sér ekki á ísnum á Sauðá, né í kringum ána.

„Nauðsynlegt er að ræða við börn um hættuna sem stafar af slíkum leik,“ segir í tilkynningunni.

Mikil klakamyndun og ísing hefur orðið á ám og lækjum fyrir norðan.Aðsend



Fleiri fréttir

Sjá meira


×