Penn glatar 100 milljón dala gjöf vegna svara forsetans um þjóðarmorð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. desember 2023 08:06 Svör Magill fyrir þingnefndinni hafa vakið mikla reiði. AP/Mark Schiefelbein University of Pennsylvania í Bandaríkjunum hefur tapað 100 milljón dala gjöf eftir vitnisburð forseta skólans fyrir þingnefnd á þriðjudag. Elizabeth Magill, Claudine Gay, forseti Harvard, og Sally Kornbluth, forseti MIT, mættu saman fyrir þingnefndina og svöruðu spurningum um gyðingaandúð í háskólum. Það vakti mikla reiði þegar allar komu sér undan því að svara því hvernig viðurlögum yrði háttað gegn þeim nemendum sem kölluðu eftir þjóðarmorði í gyðingum. Vaxandi spennu hefur gætt í háskólum í Bandaríkjunum í kjölfar árása Hamas á Ísrael og árásir Ísraelsmanna á Gasa. Efnt hefur verið til fjölda mótmæla. Ross Stevens, stofnandi og framkvæmdastjóri Stone Ridge Asset Management greindi frá því í erindi til skólans að honum hefði ofboðið svör Magill fyrir þingnefndinni og að hann teldi sig nú í fullum rétti að afturkalla gjöf sína til Penn; 100 milljónir dala í hlutabréfum í Stone Ridge. Penn, eins og skólinn er jafnan kallaður, er einn elsti háskóli Bandaríkjanna og í deild með skólum á borð við Harvard, Yale og Columbia. Þá er Wharton, einn virtasti viðskiptaháskóli heims, starfræktur við Penn. Framganga forsetanna fyrir þingnefndinni hefur, líkt og fyrr segir, vakið mikla reiði. Allir komu sér undan því að svara spurningu þingkonunnar Elise Stefanik, sem spurði hvort það bryti gegn reglum skólanna ef nemendur kölluðu eftir þjóðarmorði á gyðingum. Sagðist hún vilja já eða nei svar en forsetarnir komu sér undan því og sögðu, hver á sinn hátt, að samhengið skipti máli. Magill hefur sent frá sér myndskeið þar sem hún biðst afsökunar á svörum sínum en segist hafa verið að einblína á reglur skólans, sem séu til samræmis við stjórnarskrá landsins. Þannig sé ekki refsivert að nýta sér málfrelsið. Þess í stað hefði hún átt að sjá og endurspegla það í svörum sínum að það að kalla eftir þjóðarmorði á gyðingum væri að hvetja til hræðilegasta ofbeldisins sem maðurinn væri fær um að fremja. Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Tjáningarfrelsi Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Elizabeth Magill, Claudine Gay, forseti Harvard, og Sally Kornbluth, forseti MIT, mættu saman fyrir þingnefndina og svöruðu spurningum um gyðingaandúð í háskólum. Það vakti mikla reiði þegar allar komu sér undan því að svara því hvernig viðurlögum yrði háttað gegn þeim nemendum sem kölluðu eftir þjóðarmorði í gyðingum. Vaxandi spennu hefur gætt í háskólum í Bandaríkjunum í kjölfar árása Hamas á Ísrael og árásir Ísraelsmanna á Gasa. Efnt hefur verið til fjölda mótmæla. Ross Stevens, stofnandi og framkvæmdastjóri Stone Ridge Asset Management greindi frá því í erindi til skólans að honum hefði ofboðið svör Magill fyrir þingnefndinni og að hann teldi sig nú í fullum rétti að afturkalla gjöf sína til Penn; 100 milljónir dala í hlutabréfum í Stone Ridge. Penn, eins og skólinn er jafnan kallaður, er einn elsti háskóli Bandaríkjanna og í deild með skólum á borð við Harvard, Yale og Columbia. Þá er Wharton, einn virtasti viðskiptaháskóli heims, starfræktur við Penn. Framganga forsetanna fyrir þingnefndinni hefur, líkt og fyrr segir, vakið mikla reiði. Allir komu sér undan því að svara spurningu þingkonunnar Elise Stefanik, sem spurði hvort það bryti gegn reglum skólanna ef nemendur kölluðu eftir þjóðarmorði á gyðingum. Sagðist hún vilja já eða nei svar en forsetarnir komu sér undan því og sögðu, hver á sinn hátt, að samhengið skipti máli. Magill hefur sent frá sér myndskeið þar sem hún biðst afsökunar á svörum sínum en segist hafa verið að einblína á reglur skólans, sem séu til samræmis við stjórnarskrá landsins. Þannig sé ekki refsivert að nýta sér málfrelsið. Þess í stað hefði hún átt að sjá og endurspegla það í svörum sínum að það að kalla eftir þjóðarmorði á gyðingum væri að hvetja til hræðilegasta ofbeldisins sem maðurinn væri fær um að fremja.
Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Tjáningarfrelsi Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira