Sakar Rahm um að skemma golfið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2023 11:31 Rory McIlroy heldur áfram að bauna á LIV-hlaupana eins og Jon Rahm. getty/Waleed Tariq Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy hefur sakað Spánverjann Jon Rahm um að skemma golfíþróttina með því að semja við LIV. Rahm hefur gert sannkallaðan risasamning við LIV en samkvæmt bandarískum fjölmiðlum fær hann 560 milljónir dollara fyrir að semja við sádi-arabísku mótaröðina. Ekki eru allir sáttir við þessi vistaskipti Rahms og meðal þeirra er McIlroy sem er harður andstæðingur LIV. Hann er hræddur um að gjá myndist í golfíþróttinni. „Ég óttast að færri horfi á íþróttina þegar mótaraðirnar eru í samkeppni. Sumir velja LIV en meirihlutinn PGA mótaröðina en ef LIV heldur áfram að fá til sín fleiri leikmenn veldur það sundrungu og það er ekki gott fyrir neinn,“ sagði McIlroy. „Þú ert eiginlega að skemma fyrir íþróttinni, svipað eins og boxið hefur gert með öllum mismunandi samtökunum. Fyrir mér er best að hafa alla bestu kylfingana undir sama hatti upp á framtíðina að gera því það er það sem fólkið vill.“ McIlroy kveðst hræddur um að þessi þróun leiði til þess að fólk fylgist bara með golfi fjórum sinnum á ári, í kringum risamótin, og það sé íþróttinni ekki til heilla. „Við þurfum að fá alla saman og reyna að gleyma fortíðinni. Slíðrum sverðin og höldum áfram saman. Ég held að það sé best fyrir íþróttina,“ sagði McIlroy. Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rahm hefur gert sannkallaðan risasamning við LIV en samkvæmt bandarískum fjölmiðlum fær hann 560 milljónir dollara fyrir að semja við sádi-arabísku mótaröðina. Ekki eru allir sáttir við þessi vistaskipti Rahms og meðal þeirra er McIlroy sem er harður andstæðingur LIV. Hann er hræddur um að gjá myndist í golfíþróttinni. „Ég óttast að færri horfi á íþróttina þegar mótaraðirnar eru í samkeppni. Sumir velja LIV en meirihlutinn PGA mótaröðina en ef LIV heldur áfram að fá til sín fleiri leikmenn veldur það sundrungu og það er ekki gott fyrir neinn,“ sagði McIlroy. „Þú ert eiginlega að skemma fyrir íþróttinni, svipað eins og boxið hefur gert með öllum mismunandi samtökunum. Fyrir mér er best að hafa alla bestu kylfingana undir sama hatti upp á framtíðina að gera því það er það sem fólkið vill.“ McIlroy kveðst hræddur um að þessi þróun leiði til þess að fólk fylgist bara með golfi fjórum sinnum á ári, í kringum risamótin, og það sé íþróttinni ekki til heilla. „Við þurfum að fá alla saman og reyna að gleyma fortíðinni. Slíðrum sverðin og höldum áfram saman. Ég held að það sé best fyrir íþróttina,“ sagði McIlroy.
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Íslenski boltinn Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira