Jólaljós á myrkum tímum Gunnar Theodór Eggertsson skrifar 9. desember 2023 07:00 Ég skil ekki hvernig á að vera hægt að halda jól í ár. Helmingurinn af því sem ég les á netinu er um þjóðarmorð, hinn helmingurinn um að hafa það kósí um jólin, og þar á milli ekkert nema öskrandi þögn og myrkur. Ég hef setið tvo barnamenningarviðburði nýlega, einn um bækur, hinn um bíómyndir, þar sem spurningin um muninn á að skrifa fyrir börn og fullorðna hefur komið upp. Á báðum stöðum, sama svarið: munurinn er von. Þegar maður skrifar fyrir börn er hægt að fjalla um allt það sama og þegar skrifað er fyrir eldri lesendur, allt þetta ljóta og myrka og ömurlega, nema það verður að halda í vonina. Ég gantaðist með það í spjalli hvað ég væri mikill bölsýnismaður, verandi barnabókahöfundur, og að stundum fyndist mér sjálfum erfitt að kveikja þennan vonarneista hjá lesendum. En ég hef fjallað um stríð í mínum barnabókum, um fólk á flótta, um náttúruhamfarir og eyðileggingu jarðar, um útrýmingu og ofbeldi gegn dýrum, og alltaf fundið leið til að sveipa það nógu miklum ævintýrablæ svo hægt sé að kyngja öllu þessu ljóta með lestrinum og koma erfiðum málefnum þannig inn í hugsanakerfi lesenda, því börn hugsa jú ekki síður um flókin mál heldur en fullorðnir, vilja og þurfa að ræða allt mögulegt. Og þótt það geti stundum verið strembið, þá finn ég alltaf vonina á endanum, farsæl ferðalok í söguheiminum. Ef það gengur illa og mér finnst ég vera að drukkna í neikvæðni gagnvart raunheimum, þá horfi ég bara framan í börnin mín. Þá er ekki annað hægt en að finna vonina. Það er bara ekki annað í boði. En aldrei hefur vonleysið verið eins íþyngjandi og síðustu vikur. Ég hef þolað það lengi hvernig heimurinn gerir lítið úr þjáningu annarra dýra og gefur skít í þau eins og dauða hluti. Það sama með náttúruna, plánetuna, heimili okkar allra. Við erum sjálfhverf tegund sem er orðin svo samdauna þjáningu að hún hefur engin áhrif lengur. Ekki einu sinni þegar börn eru stráfelld í beinni útsendingu. Jú, það hefur alltaf verið stríð og alltaf verið ógeð, en aldrei fyrr jafnaðgengilegt okkur sem heima sitjum. Heimurinn horfir á og gerir ekkert. Fylgist með og segir ekkert. Ég hef ekki getað útskýrt þetta öðruvísi fyrir mínum börnum en með því að grípa til líkingar um einelti sem enginn þorir að stoppa því hrekkjusvínið á svo stóra og sterka vini og hinir horfa bara á, rétt eins og við segjum börnunum að gera aldrei sjálf. Ég er ekki viss um að heimurinn muni jafna sig á þessu. Nú er eitthvað endanlega brostið. Samkenndin nær ekki lengra en þetta. Þá vitum við það. Samfélagið þjálfar okkur auðvitað vel í því að loka á samkenndina. Það byrjar allt með því að gera lítið úr lífum dýra, kenna okkur frá blautu barnsbeini að það sé allt í lagi að níðast á sumum, að hlutgera lifandi verur. Byrja að loka fyrir þessa opnu, fögru samkennd sem við búum yfir sem börn, með því að byrja að draga línur á milli hópa. Milli okkar og hinna. Svo breikkar bilið jafnt og þétt eftir því sem fleiri hópar eru færðir yfir línuna og það verður auðveldara að réttlæta og skilgreina og gera lítið úr þjáningum annarra. Á endanum er samkenndin bara fyrir þá sem okkur standa næst. Við sitjum aftur við varðeldinn, með okkar klani, og úti er bara myrkur og ófreskjur og annar hryllingur sem skiptir engu máli, svo fremi sem hann stígi ekki inn fyrir bjarmahringinn okkar. Nema við erum ekki lengur ein með okkar klani fyrir framan varðeldinn, við sitjum þar með farsímana í höndunum og dúmskrollum í gegnum endalausar myndir af útrýmingu – þjóðar, dýra, náttúru – og látum samt eins og það komi okkur ekki við. Og ekkert gerist. Heiminum stendur á sama. Hvar er vonin um frið og betri heim? Hvernig er hægt að halda jól? Ég leita að von fyrir börnin mín, held jól fyrir börnin mín, horfi framan í þau en sé um leið ásjónur mörg þúsund barna sem hafa verið myrt fyrir jólin og mér fallast hendur. Samkenndin! Þetta fallega tól taugavísindanna sem hefur haldið lífi í okkur sem dýrategund árþúsundum saman! Hvar værum við án hennar? Samkenndin er það sem heldur hópdýrum gangandi. Ekki eitthvað sá-sterkasti-lifir-af-kjaftæði, það er úrelt hugmynd sem á bara við um einmana rándýr sem vilja útrýma samkeppninni – nei, við mannaparnir erum hópdýr og styrkleiki okkar felst í að sjá um hvert annað, passa upp á hvert annað, hrista okkur saman. Samkenndin verður að ná út fyrir okkar nánasta umhverfi, því þótt það sé kannski að einhverju leyti eðlislægt að hugsa helst um sitt nánasta klan, þá höfum við búið til heim sem tengir öll lönd, heimsþorp sem framleiðir fyrir okkur ódýrt drasl til að setja í jólapakka, veraldarvef sem lævstrímar stríði og ofbeldi beint í æð. Þannig er veröldin sem við höfum skapað okkur og við getum ekki látið eins og við sitjum öll enn hvert við sinn varðeld, hver fjölskylda í sínu horni. Við höfum lagt rafmagnslínur út í myrkrið og verðum að fylgja þeim á leiðarenda. Við vitum líka að samkenndin nær langt út fyrir eigin faðm, annars værum við ekki að lifa okkur inn í bækur og bíómyndir og líf annarra. Þurfum við að bíða eftir að einhver geri verðlaunabíómynd eða metsölubók um börnin í Palestínu svo við getum öll grátið og verið ofboðslega sorrí eftirá? Samkenndin er einn mesti kraftur okkar dýrategundar og hún er tvíeggja vopn. Nauðsynleg til að lifa af en svo andskoti sár og erfið. Stundum er auðveldara að loka á hana heldur en að opna hjartað. Samkennd, samúð, hluttekning. Móðir mín talar svo fallega um þetta síðasta orð, „hluttekningu“, því þá þarf maður að taka hlut af sári hins og bera með sér. Þannig virkar líka samkenndin. Við smitumst af sársaukanum, þess vegna er svo erfitt að horfast í augu við hann. Náttúran segir: sjáðu þetta, skynjaðu þetta, lifðu þig inn í það, því þetta gæti líka komið fyrir þig. Við tökum inn hluta af sársaukanum og lærum af honum. Bæði lærum við að forðast hættuna sem hinn lenti í en ekki síður að hjálpa þeim sem er í vandræðum, því þannig lifir hópurinn af. Heildin. Ef við lærum ekki að hjálpa öðrum, hver kemur þá og hjálpar okkur? Beisik þróunarfræði, beisik jólaboðskapur. Helvítis samkenndin. Hún má ekki drífa svona stutt. Ég veit ekkert hvað skal gera, annað en að halda áfram að skrifa, að tala og benda út í óvissuna, aldrei hætta að öskra á skrímslin í myrkrinu og allt heimsins óréttlæti. Halda áfram dauðahaldi í einhvers konar von. Það er mín skylda sem barnabókahöfundur og skylda okkar allra sem hópdýr, félagsverur, manneskjur. Þegar vonleysið byrjar að buga mig hugsa ég til Tolkiens og Hringadróttinssögu, enda er ég fantasíulúði, ævintýrin mitt kirkjugólf, og þangað leitar hugur minn á erfiðum tímum. Heimsmynd Hringadróttinssögu er veröld í hnignun. The Long Defeat, eins og Galadriel álfadrottning kemst að orði. Allt er að deyja, hverfa, eyðileggjast. Ytri átök sögunnar snúast um stríðið um hringinn. Innri átökin snúast hins vegar um togstreituna á milli vonar og vonleysis. Það er lykilþráðurinn í öllu verkinu. Hetjur halda í vonina. Myrkrið er jú huggulegt en það gleypir allt á endanum. Þegar ég finn vonleysið nálgast, þá hugsa ég um Fróða að sligast með hringinn á síðustu metrunum, um öll skiptin sem hann langar að gefast upp en gerir það ekki. Það er freistandi að falla fyrir vonleysinu og sárt að halda í vonina, sérstaklega nú á dögum. Hvernig er hægt að halda jól? Ég sem hef alltaf verið mikið jólabarn og þykir einstaklega vænt um þann forna sið að halda ljósahátíð í svartasta myrkrinu. Að kveikja ljós og gleðjast yfir hækkandi sól. Að kveikja ljós og reka skuggana á brott. Þetta er ekki flókinn symbólismi en nú reynir virkilega á hann. Ég mun gera mitt besta til að halda gleðileg jól, þrátt fyrir allt, þótt mér þyki við ekki eiga það skilið í ár. Ég rígheld í dvínandi vonarglætu, innan um óreiðu og skeytingarleysi veraldarinnar, og þótt ég sé bæði bölsýnismaður og trúleysingi þá leyfi ég mér þó að trúa á tvennt, allavega þegar ég horfi framan í börnin mín og sé þar auglit allra heimsins barna endurspeglast: ég trúi á ást og samkennd. Það er það eina sem við höfum til að skapa merkingu og von í myrkrinu. Ást og samkennd, á öllum stigum, út fyrir öll endamörk. Án þess getum við rétt eins slökkt jólaljósin. Höfundur er barnabókahöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Sjá meira
Ég skil ekki hvernig á að vera hægt að halda jól í ár. Helmingurinn af því sem ég les á netinu er um þjóðarmorð, hinn helmingurinn um að hafa það kósí um jólin, og þar á milli ekkert nema öskrandi þögn og myrkur. Ég hef setið tvo barnamenningarviðburði nýlega, einn um bækur, hinn um bíómyndir, þar sem spurningin um muninn á að skrifa fyrir börn og fullorðna hefur komið upp. Á báðum stöðum, sama svarið: munurinn er von. Þegar maður skrifar fyrir börn er hægt að fjalla um allt það sama og þegar skrifað er fyrir eldri lesendur, allt þetta ljóta og myrka og ömurlega, nema það verður að halda í vonina. Ég gantaðist með það í spjalli hvað ég væri mikill bölsýnismaður, verandi barnabókahöfundur, og að stundum fyndist mér sjálfum erfitt að kveikja þennan vonarneista hjá lesendum. En ég hef fjallað um stríð í mínum barnabókum, um fólk á flótta, um náttúruhamfarir og eyðileggingu jarðar, um útrýmingu og ofbeldi gegn dýrum, og alltaf fundið leið til að sveipa það nógu miklum ævintýrablæ svo hægt sé að kyngja öllu þessu ljóta með lestrinum og koma erfiðum málefnum þannig inn í hugsanakerfi lesenda, því börn hugsa jú ekki síður um flókin mál heldur en fullorðnir, vilja og þurfa að ræða allt mögulegt. Og þótt það geti stundum verið strembið, þá finn ég alltaf vonina á endanum, farsæl ferðalok í söguheiminum. Ef það gengur illa og mér finnst ég vera að drukkna í neikvæðni gagnvart raunheimum, þá horfi ég bara framan í börnin mín. Þá er ekki annað hægt en að finna vonina. Það er bara ekki annað í boði. En aldrei hefur vonleysið verið eins íþyngjandi og síðustu vikur. Ég hef þolað það lengi hvernig heimurinn gerir lítið úr þjáningu annarra dýra og gefur skít í þau eins og dauða hluti. Það sama með náttúruna, plánetuna, heimili okkar allra. Við erum sjálfhverf tegund sem er orðin svo samdauna þjáningu að hún hefur engin áhrif lengur. Ekki einu sinni þegar börn eru stráfelld í beinni útsendingu. Jú, það hefur alltaf verið stríð og alltaf verið ógeð, en aldrei fyrr jafnaðgengilegt okkur sem heima sitjum. Heimurinn horfir á og gerir ekkert. Fylgist með og segir ekkert. Ég hef ekki getað útskýrt þetta öðruvísi fyrir mínum börnum en með því að grípa til líkingar um einelti sem enginn þorir að stoppa því hrekkjusvínið á svo stóra og sterka vini og hinir horfa bara á, rétt eins og við segjum börnunum að gera aldrei sjálf. Ég er ekki viss um að heimurinn muni jafna sig á þessu. Nú er eitthvað endanlega brostið. Samkenndin nær ekki lengra en þetta. Þá vitum við það. Samfélagið þjálfar okkur auðvitað vel í því að loka á samkenndina. Það byrjar allt með því að gera lítið úr lífum dýra, kenna okkur frá blautu barnsbeini að það sé allt í lagi að níðast á sumum, að hlutgera lifandi verur. Byrja að loka fyrir þessa opnu, fögru samkennd sem við búum yfir sem börn, með því að byrja að draga línur á milli hópa. Milli okkar og hinna. Svo breikkar bilið jafnt og þétt eftir því sem fleiri hópar eru færðir yfir línuna og það verður auðveldara að réttlæta og skilgreina og gera lítið úr þjáningum annarra. Á endanum er samkenndin bara fyrir þá sem okkur standa næst. Við sitjum aftur við varðeldinn, með okkar klani, og úti er bara myrkur og ófreskjur og annar hryllingur sem skiptir engu máli, svo fremi sem hann stígi ekki inn fyrir bjarmahringinn okkar. Nema við erum ekki lengur ein með okkar klani fyrir framan varðeldinn, við sitjum þar með farsímana í höndunum og dúmskrollum í gegnum endalausar myndir af útrýmingu – þjóðar, dýra, náttúru – og látum samt eins og það komi okkur ekki við. Og ekkert gerist. Heiminum stendur á sama. Hvar er vonin um frið og betri heim? Hvernig er hægt að halda jól? Ég leita að von fyrir börnin mín, held jól fyrir börnin mín, horfi framan í þau en sé um leið ásjónur mörg þúsund barna sem hafa verið myrt fyrir jólin og mér fallast hendur. Samkenndin! Þetta fallega tól taugavísindanna sem hefur haldið lífi í okkur sem dýrategund árþúsundum saman! Hvar værum við án hennar? Samkenndin er það sem heldur hópdýrum gangandi. Ekki eitthvað sá-sterkasti-lifir-af-kjaftæði, það er úrelt hugmynd sem á bara við um einmana rándýr sem vilja útrýma samkeppninni – nei, við mannaparnir erum hópdýr og styrkleiki okkar felst í að sjá um hvert annað, passa upp á hvert annað, hrista okkur saman. Samkenndin verður að ná út fyrir okkar nánasta umhverfi, því þótt það sé kannski að einhverju leyti eðlislægt að hugsa helst um sitt nánasta klan, þá höfum við búið til heim sem tengir öll lönd, heimsþorp sem framleiðir fyrir okkur ódýrt drasl til að setja í jólapakka, veraldarvef sem lævstrímar stríði og ofbeldi beint í æð. Þannig er veröldin sem við höfum skapað okkur og við getum ekki látið eins og við sitjum öll enn hvert við sinn varðeld, hver fjölskylda í sínu horni. Við höfum lagt rafmagnslínur út í myrkrið og verðum að fylgja þeim á leiðarenda. Við vitum líka að samkenndin nær langt út fyrir eigin faðm, annars værum við ekki að lifa okkur inn í bækur og bíómyndir og líf annarra. Þurfum við að bíða eftir að einhver geri verðlaunabíómynd eða metsölubók um börnin í Palestínu svo við getum öll grátið og verið ofboðslega sorrí eftirá? Samkenndin er einn mesti kraftur okkar dýrategundar og hún er tvíeggja vopn. Nauðsynleg til að lifa af en svo andskoti sár og erfið. Stundum er auðveldara að loka á hana heldur en að opna hjartað. Samkennd, samúð, hluttekning. Móðir mín talar svo fallega um þetta síðasta orð, „hluttekningu“, því þá þarf maður að taka hlut af sári hins og bera með sér. Þannig virkar líka samkenndin. Við smitumst af sársaukanum, þess vegna er svo erfitt að horfast í augu við hann. Náttúran segir: sjáðu þetta, skynjaðu þetta, lifðu þig inn í það, því þetta gæti líka komið fyrir þig. Við tökum inn hluta af sársaukanum og lærum af honum. Bæði lærum við að forðast hættuna sem hinn lenti í en ekki síður að hjálpa þeim sem er í vandræðum, því þannig lifir hópurinn af. Heildin. Ef við lærum ekki að hjálpa öðrum, hver kemur þá og hjálpar okkur? Beisik þróunarfræði, beisik jólaboðskapur. Helvítis samkenndin. Hún má ekki drífa svona stutt. Ég veit ekkert hvað skal gera, annað en að halda áfram að skrifa, að tala og benda út í óvissuna, aldrei hætta að öskra á skrímslin í myrkrinu og allt heimsins óréttlæti. Halda áfram dauðahaldi í einhvers konar von. Það er mín skylda sem barnabókahöfundur og skylda okkar allra sem hópdýr, félagsverur, manneskjur. Þegar vonleysið byrjar að buga mig hugsa ég til Tolkiens og Hringadróttinssögu, enda er ég fantasíulúði, ævintýrin mitt kirkjugólf, og þangað leitar hugur minn á erfiðum tímum. Heimsmynd Hringadróttinssögu er veröld í hnignun. The Long Defeat, eins og Galadriel álfadrottning kemst að orði. Allt er að deyja, hverfa, eyðileggjast. Ytri átök sögunnar snúast um stríðið um hringinn. Innri átökin snúast hins vegar um togstreituna á milli vonar og vonleysis. Það er lykilþráðurinn í öllu verkinu. Hetjur halda í vonina. Myrkrið er jú huggulegt en það gleypir allt á endanum. Þegar ég finn vonleysið nálgast, þá hugsa ég um Fróða að sligast með hringinn á síðustu metrunum, um öll skiptin sem hann langar að gefast upp en gerir það ekki. Það er freistandi að falla fyrir vonleysinu og sárt að halda í vonina, sérstaklega nú á dögum. Hvernig er hægt að halda jól? Ég sem hef alltaf verið mikið jólabarn og þykir einstaklega vænt um þann forna sið að halda ljósahátíð í svartasta myrkrinu. Að kveikja ljós og gleðjast yfir hækkandi sól. Að kveikja ljós og reka skuggana á brott. Þetta er ekki flókinn symbólismi en nú reynir virkilega á hann. Ég mun gera mitt besta til að halda gleðileg jól, þrátt fyrir allt, þótt mér þyki við ekki eiga það skilið í ár. Ég rígheld í dvínandi vonarglætu, innan um óreiðu og skeytingarleysi veraldarinnar, og þótt ég sé bæði bölsýnismaður og trúleysingi þá leyfi ég mér þó að trúa á tvennt, allavega þegar ég horfi framan í börnin mín og sé þar auglit allra heimsins barna endurspeglast: ég trúi á ást og samkennd. Það er það eina sem við höfum til að skapa merkingu og von í myrkrinu. Ást og samkennd, á öllum stigum, út fyrir öll endamörk. Án þess getum við rétt eins slökkt jólaljósin. Höfundur er barnabókahöfundur.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun