Gervigreindin gefur ráð: Svona færðu draumastarfið þitt Rakel Sveinsdóttir skrifar 15. desember 2023 07:01 Við báðum gervigreindina AI Chat að gefa okkur góð ráð um það hvernig best væri að næla sér í draumastarfið okkar. Niðurstaðan eru sex atriði sem gervigreindin mælir með að við vinnum að. Vísir/Getty Að sjálfsögðu leitar Atvinnulífið í AI Chat þegar það á við og auðvitað klárum við ekki árið nema að athuga hvað gervigreindin segir okkur með starfsframann og draumastarfið. Samkvæmt AI Chat eru nokkur skref sem við getum fylgt til að næla okkur í draumastarfið okkar. Þessi skref eru þá helst: 1. Sjálfsrýni Að byrja á því að rýna í okkar eigin hæfileika: Þekkingu og reynslu. Velta fyrir okkur hvort það vanti eitthvað upp á hjá okkur sjálfum miðað við þá hugmynd sem við erum með um draumastarfið okkar. Skrifa niður lista yfir þau atriði sem við búum yfir og eru sérstaklega góðir eiginleikar fyrir tiltekið starf. 2. Vinnumarkaðurinn Næst er að skoða hvað er í boði á vinnumarkaðinum og hver staðan er þar. Eru störf í boði í samræmi við þær hugmyndir sem við erum með um draumastarfið? Eða hvaða störf komast næst því? Hvaða hæfniskröfur eru listaðar upp í auglýsingum um störf sem við teljum spennandi. Hvernig passar reynslan okkar, menntun og hæfni við þær kröfur? 3. Markmið Það getur verið að til þess að næla okkur í draumastarfið okkar, þurfi eitthvað meira til. Til dæmis menntun eða meiri starfsreynsla. Það sem okkur er ætlað að gera næst, er að setja okkur markmið um hvernig við ætlum að næla okkur í draumastarfið þannig að við séum líkleg til að komast í atvinnuviðtal og helst ráðningu, þegar við förum af stað að sækja um. Gott er að hafa þennan markmiðalista sýnilegan okkur því mikilvægt er að halda fókus og vera meðvituð um það hvernig við ætlum að vinna að starfsframanum okkar. 4. Ferilskráin Það skiptir engu máli hvort við erum að fara að sækja um draumastarfið okkar núna eða ekki. Gott er að leggja góða vinnu í ferilskránna og sjá til þess að hún uppfærist reglulega eftir því hvernig okkur miðar áfram. Eins er gott að æfa sig í að skrifa góð kynningarbréf til að láta fylgja með ferilskrá þegar sótt er um störf. 5. Tengslanetið Næst er að rýna í tengslanetið og þá sérstaklega með draumastarfið í huga. Ert þú í tengslaneti sem tengist þessu starfi? Ef já, er um að gera að vera svolítið meðvituð um það að rækta þetta tengslanet enn betur og nýta okkur það þegar að því kemur að við sækjum um eða förum á fullt að leita af draumastarfinu. Ef tengslanetið okkar er ekki mjög sterkt fyrir þetta draumastarf, er um að gera að velta fyrir sér með hvaða leiðum við getum eflt þetta net þannig að það nýtist okkur þegar fram í sækir. 6. Þjálfun og æfingar Loks er það að vera dugleg að æfa okkur. Til dæmis að æfa okkur í að kynna okkur sjálf, fá aðila til að undirbúa okkur undir atvinnuviðtal, sækja námskeið og fleira sem mögulega kæmi vel út að hafa bætt við okkur og/eða að nýta aðrar leiðir til að þjálfa okkur og æfa fyrir þetta draumastarf. Bent er á að vanmeta ekki þennan lið því að æfingin skapar meistarann. Starfsframi Tækni Vinnumarkaður Góðu ráðin Gervigreind Tengdar fréttir Að langa til að skipta um vinnu en þora ekki Það fylgir mannlegu eðli að hræðast stundum óvissuna eða eitthvað nýtt. Þessi ótti má þó ekki yfirtaka neitt hjá okkur, enda kemur oftast í ljós að hann er óþarfur með öllu. 25. júlí 2022 08:01 Atvinnuviðtalið: „Mikilvægt að spá vel í söguna sem maður er að selja“ „Að komast í atvinnuviðtalið eða draumastarfið snýst oft um undirbúninginn. Því sá sem situr hinum megin við borðið er kannski aðili að lesa hundrað ferilskrár og þín ferilskrá er því aðeins að fara að fá nokkrar sekúndur til að ná í gegn,“ segir Sturla Jóhann Hreinsson framkvæmdastjóri Vertu Betri ráðningaráðgjafar og vinnusálfræðingur. 19. október 2022 07:01 Sjálfið okkar: Að takast á við höfnun í kjölfar atvinnuviðtala Það myndu allir vinir og vandamenn segja það sama við þig ef þú færir í atvinnuviðtal sem síðan kæmi í ljós að hefði ekki gengið eftir sem skyldi: 15. september 2023 07:01 Góð ráð: Aftur á vinnumarkaðinn eftir langt hlé Það getur verið kvíðvænleg tilhugsun að vera að fara aftur á vinnumarkaðinn eftir langt hlé. En svo sem ekkert óalgengt ef stutt er á milli barneigna og/eða þær aðstæður hafa komið upp hjá fjölskyldunni að par ákveður að annað foreldrið sé heimavinnandi um tíma. 10. ágúst 2023 07:00 Að undirbúa uppsögn og nýja vinnu Eitt af því sem einkennir árstíðir hjá okkur er að við oft veljum að bíða með hluti fram að ákveðnum tíma. Að byrja í líkamsræktarátaki eða megrun í janúar er eflaust eitt af þekktari fyrirbærum. 2. ágúst 2023 07:02 Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Sjá meira
Samkvæmt AI Chat eru nokkur skref sem við getum fylgt til að næla okkur í draumastarfið okkar. Þessi skref eru þá helst: 1. Sjálfsrýni Að byrja á því að rýna í okkar eigin hæfileika: Þekkingu og reynslu. Velta fyrir okkur hvort það vanti eitthvað upp á hjá okkur sjálfum miðað við þá hugmynd sem við erum með um draumastarfið okkar. Skrifa niður lista yfir þau atriði sem við búum yfir og eru sérstaklega góðir eiginleikar fyrir tiltekið starf. 2. Vinnumarkaðurinn Næst er að skoða hvað er í boði á vinnumarkaðinum og hver staðan er þar. Eru störf í boði í samræmi við þær hugmyndir sem við erum með um draumastarfið? Eða hvaða störf komast næst því? Hvaða hæfniskröfur eru listaðar upp í auglýsingum um störf sem við teljum spennandi. Hvernig passar reynslan okkar, menntun og hæfni við þær kröfur? 3. Markmið Það getur verið að til þess að næla okkur í draumastarfið okkar, þurfi eitthvað meira til. Til dæmis menntun eða meiri starfsreynsla. Það sem okkur er ætlað að gera næst, er að setja okkur markmið um hvernig við ætlum að næla okkur í draumastarfið þannig að við séum líkleg til að komast í atvinnuviðtal og helst ráðningu, þegar við förum af stað að sækja um. Gott er að hafa þennan markmiðalista sýnilegan okkur því mikilvægt er að halda fókus og vera meðvituð um það hvernig við ætlum að vinna að starfsframanum okkar. 4. Ferilskráin Það skiptir engu máli hvort við erum að fara að sækja um draumastarfið okkar núna eða ekki. Gott er að leggja góða vinnu í ferilskránna og sjá til þess að hún uppfærist reglulega eftir því hvernig okkur miðar áfram. Eins er gott að æfa sig í að skrifa góð kynningarbréf til að láta fylgja með ferilskrá þegar sótt er um störf. 5. Tengslanetið Næst er að rýna í tengslanetið og þá sérstaklega með draumastarfið í huga. Ert þú í tengslaneti sem tengist þessu starfi? Ef já, er um að gera að vera svolítið meðvituð um það að rækta þetta tengslanet enn betur og nýta okkur það þegar að því kemur að við sækjum um eða förum á fullt að leita af draumastarfinu. Ef tengslanetið okkar er ekki mjög sterkt fyrir þetta draumastarf, er um að gera að velta fyrir sér með hvaða leiðum við getum eflt þetta net þannig að það nýtist okkur þegar fram í sækir. 6. Þjálfun og æfingar Loks er það að vera dugleg að æfa okkur. Til dæmis að æfa okkur í að kynna okkur sjálf, fá aðila til að undirbúa okkur undir atvinnuviðtal, sækja námskeið og fleira sem mögulega kæmi vel út að hafa bætt við okkur og/eða að nýta aðrar leiðir til að þjálfa okkur og æfa fyrir þetta draumastarf. Bent er á að vanmeta ekki þennan lið því að æfingin skapar meistarann.
Starfsframi Tækni Vinnumarkaður Góðu ráðin Gervigreind Tengdar fréttir Að langa til að skipta um vinnu en þora ekki Það fylgir mannlegu eðli að hræðast stundum óvissuna eða eitthvað nýtt. Þessi ótti má þó ekki yfirtaka neitt hjá okkur, enda kemur oftast í ljós að hann er óþarfur með öllu. 25. júlí 2022 08:01 Atvinnuviðtalið: „Mikilvægt að spá vel í söguna sem maður er að selja“ „Að komast í atvinnuviðtalið eða draumastarfið snýst oft um undirbúninginn. Því sá sem situr hinum megin við borðið er kannski aðili að lesa hundrað ferilskrár og þín ferilskrá er því aðeins að fara að fá nokkrar sekúndur til að ná í gegn,“ segir Sturla Jóhann Hreinsson framkvæmdastjóri Vertu Betri ráðningaráðgjafar og vinnusálfræðingur. 19. október 2022 07:01 Sjálfið okkar: Að takast á við höfnun í kjölfar atvinnuviðtala Það myndu allir vinir og vandamenn segja það sama við þig ef þú færir í atvinnuviðtal sem síðan kæmi í ljós að hefði ekki gengið eftir sem skyldi: 15. september 2023 07:01 Góð ráð: Aftur á vinnumarkaðinn eftir langt hlé Það getur verið kvíðvænleg tilhugsun að vera að fara aftur á vinnumarkaðinn eftir langt hlé. En svo sem ekkert óalgengt ef stutt er á milli barneigna og/eða þær aðstæður hafa komið upp hjá fjölskyldunni að par ákveður að annað foreldrið sé heimavinnandi um tíma. 10. ágúst 2023 07:00 Að undirbúa uppsögn og nýja vinnu Eitt af því sem einkennir árstíðir hjá okkur er að við oft veljum að bíða með hluti fram að ákveðnum tíma. Að byrja í líkamsræktarátaki eða megrun í janúar er eflaust eitt af þekktari fyrirbærum. 2. ágúst 2023 07:02 Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Sjá meira
Að langa til að skipta um vinnu en þora ekki Það fylgir mannlegu eðli að hræðast stundum óvissuna eða eitthvað nýtt. Þessi ótti má þó ekki yfirtaka neitt hjá okkur, enda kemur oftast í ljós að hann er óþarfur með öllu. 25. júlí 2022 08:01
Atvinnuviðtalið: „Mikilvægt að spá vel í söguna sem maður er að selja“ „Að komast í atvinnuviðtalið eða draumastarfið snýst oft um undirbúninginn. Því sá sem situr hinum megin við borðið er kannski aðili að lesa hundrað ferilskrár og þín ferilskrá er því aðeins að fara að fá nokkrar sekúndur til að ná í gegn,“ segir Sturla Jóhann Hreinsson framkvæmdastjóri Vertu Betri ráðningaráðgjafar og vinnusálfræðingur. 19. október 2022 07:01
Sjálfið okkar: Að takast á við höfnun í kjölfar atvinnuviðtala Það myndu allir vinir og vandamenn segja það sama við þig ef þú færir í atvinnuviðtal sem síðan kæmi í ljós að hefði ekki gengið eftir sem skyldi: 15. september 2023 07:01
Góð ráð: Aftur á vinnumarkaðinn eftir langt hlé Það getur verið kvíðvænleg tilhugsun að vera að fara aftur á vinnumarkaðinn eftir langt hlé. En svo sem ekkert óalgengt ef stutt er á milli barneigna og/eða þær aðstæður hafa komið upp hjá fjölskyldunni að par ákveður að annað foreldrið sé heimavinnandi um tíma. 10. ágúst 2023 07:00
Að undirbúa uppsögn og nýja vinnu Eitt af því sem einkennir árstíðir hjá okkur er að við oft veljum að bíða með hluti fram að ákveðnum tíma. Að byrja í líkamsræktarátaki eða megrun í janúar er eflaust eitt af þekktari fyrirbærum. 2. ágúst 2023 07:02