Varð fyrir ælu á Baggalút Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 9. desember 2023 13:34 Lífið og gleðin var í fyrirrúmi á föstudagskvöldi þó sumir hafi kannski tekið aðeins of hressilega á því á Baggalút. Jólatónleikatímabilið er farið af stað með allri sinni gleði og einstaka uppkasti eins og gestur á tónleikum Baggalúts í Háskólabíó fékk að kynnast í gærkvöldi. Víða var tekið á því á köldu föstudagskvöldi. Baggalútur hefur árum saman fyllt Háskólabíó með jólatónleikum sínum sem fjölmargir sækja á hverju ári. Borið hefur á ölvun á tónleikunum enda mikið stuð á fólki. Flestir hafa þó komist heim í hreinum fötum. Erlendur S. Þorsteinsson var meðal gesta í Háskólabíó í gærkvöldi og lenti í þeirri miður skemmtilegu lífsreynslu að kastað var upp á hann. Erlendur sem er reiknifræðingur, reiknaði það út að konan ætti við drykkjuvandamál að stríða, enda kastaði hún upp á bak Erlends fyrir hlé. Hann upplýsir að konan hafi verið fjarlægð úr tónleikasalnum. Kona góð, ef þú ert að æla á bakið á mér fyrir hlé, fyrir hlé!, á Baggalútstónleikum að þá átt þú við drykkjuvandamál að stríða.— Erlendur (@erlendur) December 8, 2023 Meðal annarra gesta í salnum voru Hreggviður Jónsson fjárfestir og stór eigandi í Veritas ásamt samstarfsfélögum. Nú þegar Vítalíumálið er að baki er tilefni til að sletta aðeins úr klaufunum og fagna jólunum. En það var víðar djammað í gærkvöldi. Útvarpsmaðurinn og TikTok-stjarnan Gústi B hélt tryllt afmælisteiti í kartöfluskúrunum í Ártúnsbrekkunni. Fallegi strákurinn Patrik Atlason tryllti lýðinn sem var í flestum tilfellum rétt yfir tvítugt ef frá er talinn fyrrnefndur Patrik og útvarpskonurnar Þórdís Valsdóttir og Ósk Gunnarsdóttir. Af myndböndum að dæma gáfu þær yngra fólkinu ekkert eftir. Davíð Másson fjárfestir skellti sér út að borða á veitingastaðinn Nebraska í gær. Með í för voru meðal annars hjónin Anna Sigríður Arnarsdóttir hjá Spildu og Pétur Blöndal fjölmiðlamaður. Davíð er sérstaklega brúnn og sætur þessa dagana eftir ferðalög erlendis þar sem hann naut lífsins meðal annars í Namibíu og á fallegri eyju í Venesúela með sinni heittelskuðu Lilju Einars. Davíð Másson fjallmyndarlegur á Nebraska. En svo eru það þeir sem nýttu föstudaginn til að rækta líkama og sál. Leikaraparið Vala Kristín Eiríksdóttir og Hilmir Snær Guðnason hnykkluðu vöðvana í Laugum og fóru yfir málin með Benedikt Erlingssyni leikara. Hilmir steig svo á svið í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi í leikritinu Mátulegir, örugglega vel gíraður eftir góða rækt. Og svo eru það þau sem ákváðu að skilja við hasarinn á aðventunni og halda á hlýrri og spennandi slóðir. Leikarahjónin Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir eru mætt til Brasilíu þar sem Jesústyttan fræga í Ríó tók á móti þeim. Gísli Örn hefur meðal annars hitt óvæntan aðdáanda hans úr Ragnarökum auk þess sem þau skelltu sér á fótboltaleik í mekka fótboltans. Hjónin virðast hafa skemmt sér konunglega. Rakaði Dagur á sér bringuna? Síðast en ekki síst ber að nefna tryllt starfsmannapartý í ráðhúsi Reykjavíkur og í húsakynnum Ríkisútvarpsins í Efstaleiti. Íþróttafréttamenn héldu jólaspurningakeppni og þá kepptu starfsmenn sín á milli í því hver ætti bestu jólaskreytinguna. Hápunktur kvöldsins í ráðhúsinu var svo líklega þegar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sem á rétt rúman mánuð eftir í starfi, mætti sem Skíða-Ken í ráðhúsið. Það var vel við hæfi, enda Barbie þema. Sérstaka athygli vekur bringan á Degi en svo virðist vera sem borgarstjórinn hafi rakað hana í tilefni kvöldsins. Dagur var hrókur alls fagnaðar í teitinu, enda líklega í besta búningnum. Næturlíf Tónleikar á Íslandi Reykjavík Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Baggalútur hefur árum saman fyllt Háskólabíó með jólatónleikum sínum sem fjölmargir sækja á hverju ári. Borið hefur á ölvun á tónleikunum enda mikið stuð á fólki. Flestir hafa þó komist heim í hreinum fötum. Erlendur S. Þorsteinsson var meðal gesta í Háskólabíó í gærkvöldi og lenti í þeirri miður skemmtilegu lífsreynslu að kastað var upp á hann. Erlendur sem er reiknifræðingur, reiknaði það út að konan ætti við drykkjuvandamál að stríða, enda kastaði hún upp á bak Erlends fyrir hlé. Hann upplýsir að konan hafi verið fjarlægð úr tónleikasalnum. Kona góð, ef þú ert að æla á bakið á mér fyrir hlé, fyrir hlé!, á Baggalútstónleikum að þá átt þú við drykkjuvandamál að stríða.— Erlendur (@erlendur) December 8, 2023 Meðal annarra gesta í salnum voru Hreggviður Jónsson fjárfestir og stór eigandi í Veritas ásamt samstarfsfélögum. Nú þegar Vítalíumálið er að baki er tilefni til að sletta aðeins úr klaufunum og fagna jólunum. En það var víðar djammað í gærkvöldi. Útvarpsmaðurinn og TikTok-stjarnan Gústi B hélt tryllt afmælisteiti í kartöfluskúrunum í Ártúnsbrekkunni. Fallegi strákurinn Patrik Atlason tryllti lýðinn sem var í flestum tilfellum rétt yfir tvítugt ef frá er talinn fyrrnefndur Patrik og útvarpskonurnar Þórdís Valsdóttir og Ósk Gunnarsdóttir. Af myndböndum að dæma gáfu þær yngra fólkinu ekkert eftir. Davíð Másson fjárfestir skellti sér út að borða á veitingastaðinn Nebraska í gær. Með í för voru meðal annars hjónin Anna Sigríður Arnarsdóttir hjá Spildu og Pétur Blöndal fjölmiðlamaður. Davíð er sérstaklega brúnn og sætur þessa dagana eftir ferðalög erlendis þar sem hann naut lífsins meðal annars í Namibíu og á fallegri eyju í Venesúela með sinni heittelskuðu Lilju Einars. Davíð Másson fjallmyndarlegur á Nebraska. En svo eru það þeir sem nýttu föstudaginn til að rækta líkama og sál. Leikaraparið Vala Kristín Eiríksdóttir og Hilmir Snær Guðnason hnykkluðu vöðvana í Laugum og fóru yfir málin með Benedikt Erlingssyni leikara. Hilmir steig svo á svið í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi í leikritinu Mátulegir, örugglega vel gíraður eftir góða rækt. Og svo eru það þau sem ákváðu að skilja við hasarinn á aðventunni og halda á hlýrri og spennandi slóðir. Leikarahjónin Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir eru mætt til Brasilíu þar sem Jesústyttan fræga í Ríó tók á móti þeim. Gísli Örn hefur meðal annars hitt óvæntan aðdáanda hans úr Ragnarökum auk þess sem þau skelltu sér á fótboltaleik í mekka fótboltans. Hjónin virðast hafa skemmt sér konunglega. Rakaði Dagur á sér bringuna? Síðast en ekki síst ber að nefna tryllt starfsmannapartý í ráðhúsi Reykjavíkur og í húsakynnum Ríkisútvarpsins í Efstaleiti. Íþróttafréttamenn héldu jólaspurningakeppni og þá kepptu starfsmenn sín á milli í því hver ætti bestu jólaskreytinguna. Hápunktur kvöldsins í ráðhúsinu var svo líklega þegar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, sem á rétt rúman mánuð eftir í starfi, mætti sem Skíða-Ken í ráðhúsið. Það var vel við hæfi, enda Barbie þema. Sérstaka athygli vekur bringan á Degi en svo virðist vera sem borgarstjórinn hafi rakað hana í tilefni kvöldsins. Dagur var hrókur alls fagnaðar í teitinu, enda líklega í besta búningnum.
Næturlíf Tónleikar á Íslandi Reykjavík Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“