Koffínlímonaði dregur annan til dauða í Bandaríkjunum Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. desember 2023 00:17 Dennis Brown drakk vanalega ekki orkudrykki vegna hás blóðþrýstings og hefur sennilega ekki gert sér grein fyrir koffínmagninu í límonaðinu frá Panera. AP Límonaði bakarískeðjunnar Panera Bread er kennt um andlát manns í málsókn sem var höfðuð gegn keðjunni á mánudag. Maðurinn er annar til að deyja eftir að hafa drukkið límonaðið sem inniheldur um 390 millígrömm af koffíni. Í málsókninni segir að hinn 46 ára Dennis Brown, sem er frá Fleming Island í Flórída, hafi drukkið þrjú límonaði frá keðjunni þann 9. október síðastliðinn áður en hann fékk hjartaáfall á leið sinni heim frá bakaríinu. Dennis Brown var vanur að stoppa á Panera Bread eftir vinnu. Koffínmagn í límonaðinu sem kallast „Hlaðið límonaði“ (e. „Charged Lemonade“) er 390 millígrömm sem er álíka mikið koffín og í fjórum kaffibollum. Brown var með óskilgreindan litningagalla og var greindur með þroskahömlun að því er segir í málsóknin. Hann bjó einn og stoppaði gjarnan á Panera í nágrenninu eftir vinnu sína í stórmarkaði. Hann var með háan blóðþrýsting og drakk því vanalega ekki orkudrykki samkvæmt málsókninni. Ekki sá fyrsti til að deyja eftir neyslu límonaðisins Fjölskylda Brown höfðaði málsóknina tæplega tveimur mánuðum eftir að búið var að höfða málsókn gegn keðjunni í tengslum við andlát Söruh Katz, 21 árs gamals háskólanema við Univeristy of Pennsylvania. Sarah Katz var nemandi við Ivy League-skólann Penn þegar hún lést. Katz lést í september 2022 eftir að hafa drukkið límonaði frá Panera. Í þeirri málsókn var því haldið fram að Panera hefði ekki varað viðskiptavini sína nægilega við innihaldi drykksins. Panera hafa auglýst „Hlaðna límonaðið“ sem „hreinan drykk“ sem er að stofni til úr plöntum og inniheldur jafnmikið koffín og er í „dark roast“ kaffi keðjunnar. Hins vegar inniheldur límonaðið meira koffín en allir kaffidrykkir Panera, meira koffín en er til dæmis í þremur Nocco-dósum (einn Nocco innheldur 105 millígrömm af koffíni) og um þrjátíu teskeiðar af sykri. Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) segir að heilbrigðir fullorðnir einstaklingar geti drukkið 400 millígrömm af koffíni á dag án þess að verða meint af. Það er ekki ljóst hvort Brown hafi vitað hve mikið af koffíni var í límonaðinu sem var til sölu í sjálfsafgreiðslusölum Panera ásamt „öllum koffínlausum drykkjum verslunarinnar og drykkjum með minna koffínmagn,“ segir í málsókninni. Svona lítur „Hlaðna límonaðið“ út í auglýsingum Panera.Panera Bread Segja málsóknirnar tilhæfulausar Panera hefur vottað fjölskyldu Brown samúð sína en heldur þó því samt fram að vörur fyrirtækisins séu öruggar. „Samkvæmt rannsókn okkar trúum við því að andlát hans hafi ekki verið af völdum vöru fyrirtækisins,“ sagði í yfirlýsingu Panera um andlát Brown. „Við lítum þessa málsókn sömu augum og þá fyrri, sem var höfðuð af sömu lögmannsstofu og þær séu báðar tilhæfulausar. Panera stendur staðfastlega við öryggi vara okkar.“ Eftir fyrri málsóknina setti Panera frekari upplýsingar um „Hlaðna límonaðið“ á bæði vefsíðu sína og staði þar sem varað er við að drekka límonaðið í hófi og það sé ekki mælt með því fyrir börn, óléttar konur og þá sem eru viðkvæmir fyrir koffíni. Matur Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Í málsókninni segir að hinn 46 ára Dennis Brown, sem er frá Fleming Island í Flórída, hafi drukkið þrjú límonaði frá keðjunni þann 9. október síðastliðinn áður en hann fékk hjartaáfall á leið sinni heim frá bakaríinu. Dennis Brown var vanur að stoppa á Panera Bread eftir vinnu. Koffínmagn í límonaðinu sem kallast „Hlaðið límonaði“ (e. „Charged Lemonade“) er 390 millígrömm sem er álíka mikið koffín og í fjórum kaffibollum. Brown var með óskilgreindan litningagalla og var greindur með þroskahömlun að því er segir í málsóknin. Hann bjó einn og stoppaði gjarnan á Panera í nágrenninu eftir vinnu sína í stórmarkaði. Hann var með háan blóðþrýsting og drakk því vanalega ekki orkudrykki samkvæmt málsókninni. Ekki sá fyrsti til að deyja eftir neyslu límonaðisins Fjölskylda Brown höfðaði málsóknina tæplega tveimur mánuðum eftir að búið var að höfða málsókn gegn keðjunni í tengslum við andlát Söruh Katz, 21 árs gamals háskólanema við Univeristy of Pennsylvania. Sarah Katz var nemandi við Ivy League-skólann Penn þegar hún lést. Katz lést í september 2022 eftir að hafa drukkið límonaði frá Panera. Í þeirri málsókn var því haldið fram að Panera hefði ekki varað viðskiptavini sína nægilega við innihaldi drykksins. Panera hafa auglýst „Hlaðna límonaðið“ sem „hreinan drykk“ sem er að stofni til úr plöntum og inniheldur jafnmikið koffín og er í „dark roast“ kaffi keðjunnar. Hins vegar inniheldur límonaðið meira koffín en allir kaffidrykkir Panera, meira koffín en er til dæmis í þremur Nocco-dósum (einn Nocco innheldur 105 millígrömm af koffíni) og um þrjátíu teskeiðar af sykri. Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) segir að heilbrigðir fullorðnir einstaklingar geti drukkið 400 millígrömm af koffíni á dag án þess að verða meint af. Það er ekki ljóst hvort Brown hafi vitað hve mikið af koffíni var í límonaðinu sem var til sölu í sjálfsafgreiðslusölum Panera ásamt „öllum koffínlausum drykkjum verslunarinnar og drykkjum með minna koffínmagn,“ segir í málsókninni. Svona lítur „Hlaðna límonaðið“ út í auglýsingum Panera.Panera Bread Segja málsóknirnar tilhæfulausar Panera hefur vottað fjölskyldu Brown samúð sína en heldur þó því samt fram að vörur fyrirtækisins séu öruggar. „Samkvæmt rannsókn okkar trúum við því að andlát hans hafi ekki verið af völdum vöru fyrirtækisins,“ sagði í yfirlýsingu Panera um andlát Brown. „Við lítum þessa málsókn sömu augum og þá fyrri, sem var höfðuð af sömu lögmannsstofu og þær séu báðar tilhæfulausar. Panera stendur staðfastlega við öryggi vara okkar.“ Eftir fyrri málsóknina setti Panera frekari upplýsingar um „Hlaðna límonaðið“ á bæði vefsíðu sína og staði þar sem varað er við að drekka límonaðið í hófi og það sé ekki mælt með því fyrir börn, óléttar konur og þá sem eru viðkvæmir fyrir koffíni.
Matur Bandaríkin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira