Framkvæmdastjóri segir umbætur tryggðar en Einar vill stjórnina út Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 10. desember 2023 17:58 Einar segir fjölskylduna ekki hafa fengið afsökunarbeiðni frá stjórn SFL fyrr en hann hafði sjálfur samband. Aðsend/Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra segir hið leiðinlegasta mál að verið sé að hvetja til sniðgöngu Kærleikskúlunnar í ár. Hún segir starfsfólk Reykjadals þegar hafa gert það sem í þeirra valdi stendur til þess að fyrirbyggja að upp komi annað kynferðisbrotamál. Í skoðanagrein sem birtist á Vísi í morgun hvetur Einar Örn Jónsson, faðir stúlku sem varð fyrir kynferðisofbeldi í sumarbúðunum í Reykjadal, til sniðgöngu Kærleikskúlunnar í ljósi þess að ágóði hennar renni til sumarbúðanna í Reykjadal. Hann segir alvarlegan misbrest hafa verið á viðbrögðum starfsmanna og stjórnenda Reykjadals í kjölfar kynferðisbrotsins sem dóttir hans varð fyrir og verkferla hafi skort. Bergljót Borg tók við stöðu framkvæmdastjóra SFL í maí á þessu ári. Bergljót hafði litlu við málið að bæta þegar fréttastofa náði tali af henni. Hún sagði að um hið leiðinlegasta mál væri að ræða en vísaði í skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðamála þar sem komi fram að Styrktarfélagið hafi brugðist við öllum athugasemdum og allt mögulegt gert til að fyrirbyggja að slík mál kæmu upp aftur. Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að starfsmannafjöldi sumarbúðanna taki nú mið af umönnunarþyngd gesta og að skýrir verkferlar séu nú til staðar, meðal annars um fyrstu viðbrögð, sem starfsfólki beri að beita þegar grunur leikur á að kynferðisofbeldi hafi átt sér stað. Vill moka stjórninni út Fréttamaður náði tali af Einari fyrr í dag. Hann var á öðru máli og sagði að á meðan stjórn SFL sé sú sama og þegar dóttir hans varð fyrir ofbeldinu geti hann ekki borið traust til styrktarfélagsins. Því hvetji hann til sniðgöngu Kærleikskúlunnar. „Okkur var misboðið að sjá að Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra sé að leggja í einhvern fjölmiðlasirkús til að bæta ímynd sína og fegra hana á þessum tíma þegar það er ekki búið að gera almennilega hreint fyrir sínum dyrum varðandi þetta Reykjadalsmál,“ segir Einar. Að sjá umfjöllunina um Reykjadal í fjölmiðlum síðustu daga er að hans sögn eins og högg í magann. Einar segir málið enn á ákærusviði lögreglu og því langt frá því að vera útkljáð. „Svo er líka megnið af því fólki sem bar höfuðábyrgð á starfseminni á sínum tíma ennþá þarna við störf og í stjórn.“ Engum í stjórn sagt upp Einar segir Vilmund Gíslason þáverandi framkvæmdastjóra sem bar ábyrgð á öryggismálum hafa hætt í kjölfarið vegna aldurs, eftir því sem hann best veit. „En að okkar mati hefði náttúrlega bara átt að reka manninn með skömmum sama dag og þetta kom upp, en það var ekki gert,“ segir Einar. „Líka hefði ég viljað að forstjóri Reykjadals hefði verið rekinn með skömmum sama dag, það var ekki gert.“ Þá segir Einar að formaður stjórnar SLF hafi haldið málinu leyndu fyrir öðrum stjórnarmeðlimum og að aðeins örfáir í stjórninni hefðu vitað af því. „Við teljum að þeim hafi borið skylda til að upplýsa alla stjórnarmenn og líka alla foreldra barna sem voru í þessum sumarbúðum um hvað hafði gerst,“ segir Einar, og að stjórnin hefði ekki greint frá málinu fyrr en hann hefði sjálfur farið með málið í fjölmiðla. „Ef þetta hefði ekki komið fyrir mína dóttur heldur eitthvert annað barn og mín dóttir hefði sloppið við þetta, þá hefði ég samt viljað fá upplýsingar um þetta eins fljótt og mögulegt væri,“ segir Einar. Ekki beðin afsökunar strax Þá segist Einar ekki bera traust til starfsmanna og félagsins á meðan það fólk sem var í stjórn þess þegar málið kom upp sitji þar enn. Hann segir fjölskylduna ekki hafa fengið afsökunarbeiðni frá stjórn Reykjadals að fyrra bragði. „Við settum okkur í samband við stjórnina þegar við vissum að það væri von á skýrslu frá Gæða- og eftirlitsstofnun, bara til þess að ganga úr skuggum að þau myndu fá skýrsluna, ekki framkvæmdarstjórinn. Og við settum okkur í samband við þau í tölvupósti og þá fyrst fengum við einhverja ámátlega afsökunarbeiðni. Að öðru leyti ekki neitt.“ Bendir á Stígamót Aðspurður segir Einar tvíbent að ágóði kærleikskúlunnar renni til Reykjadals. Vissulega hafi margt gott gerst í Reykjadal en umrætt kynferðisbrotamál hafi verið í algjörum ólestri. Hvorki hafi viðbragðsáætlun við kynferðisbrotum né verkferlar um hvernig skyldi tekið á þeim verið til staðar. Þess vegna treysti þau ekki stjórnarmeðlimum SLF til þess að gegna því hlutverki áfram. „Við treystum ekki brennivörgunum til að sjá um slökkvistarfið. Það er bara einfaldlega þannig,“ segir Einar. Einar segist ekki hafa skoðun á því hvert ágóði kærleikskúlunnar ætti annars að renna. „Ég hef hvatt fólk sem hefur íhugað að kaupa kærleikskúluna að styrkja frekar Stígamót. Stígamót hafa reynst okkur vel í þessu máli og reynst fleira fólki vel í kynferðisbrotamálum,“ segir Einar. „Ég hvet líka félagsmenn í Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra til að moka út þessari stjórn og koma inn almennilegu fólki sem er hæft til að reka þessa starfsemi. Fara bara út með ruslið og gera hreint fyrir jólin.“ Málefni fatlaðs fólks Kynferðisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Í skoðanagrein sem birtist á Vísi í morgun hvetur Einar Örn Jónsson, faðir stúlku sem varð fyrir kynferðisofbeldi í sumarbúðunum í Reykjadal, til sniðgöngu Kærleikskúlunnar í ljósi þess að ágóði hennar renni til sumarbúðanna í Reykjadal. Hann segir alvarlegan misbrest hafa verið á viðbrögðum starfsmanna og stjórnenda Reykjadals í kjölfar kynferðisbrotsins sem dóttir hans varð fyrir og verkferla hafi skort. Bergljót Borg tók við stöðu framkvæmdastjóra SFL í maí á þessu ári. Bergljót hafði litlu við málið að bæta þegar fréttastofa náði tali af henni. Hún sagði að um hið leiðinlegasta mál væri að ræða en vísaði í skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðamála þar sem komi fram að Styrktarfélagið hafi brugðist við öllum athugasemdum og allt mögulegt gert til að fyrirbyggja að slík mál kæmu upp aftur. Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að starfsmannafjöldi sumarbúðanna taki nú mið af umönnunarþyngd gesta og að skýrir verkferlar séu nú til staðar, meðal annars um fyrstu viðbrögð, sem starfsfólki beri að beita þegar grunur leikur á að kynferðisofbeldi hafi átt sér stað. Vill moka stjórninni út Fréttamaður náði tali af Einari fyrr í dag. Hann var á öðru máli og sagði að á meðan stjórn SFL sé sú sama og þegar dóttir hans varð fyrir ofbeldinu geti hann ekki borið traust til styrktarfélagsins. Því hvetji hann til sniðgöngu Kærleikskúlunnar. „Okkur var misboðið að sjá að Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra sé að leggja í einhvern fjölmiðlasirkús til að bæta ímynd sína og fegra hana á þessum tíma þegar það er ekki búið að gera almennilega hreint fyrir sínum dyrum varðandi þetta Reykjadalsmál,“ segir Einar. Að sjá umfjöllunina um Reykjadal í fjölmiðlum síðustu daga er að hans sögn eins og högg í magann. Einar segir málið enn á ákærusviði lögreglu og því langt frá því að vera útkljáð. „Svo er líka megnið af því fólki sem bar höfuðábyrgð á starfseminni á sínum tíma ennþá þarna við störf og í stjórn.“ Engum í stjórn sagt upp Einar segir Vilmund Gíslason þáverandi framkvæmdastjóra sem bar ábyrgð á öryggismálum hafa hætt í kjölfarið vegna aldurs, eftir því sem hann best veit. „En að okkar mati hefði náttúrlega bara átt að reka manninn með skömmum sama dag og þetta kom upp, en það var ekki gert,“ segir Einar. „Líka hefði ég viljað að forstjóri Reykjadals hefði verið rekinn með skömmum sama dag, það var ekki gert.“ Þá segir Einar að formaður stjórnar SLF hafi haldið málinu leyndu fyrir öðrum stjórnarmeðlimum og að aðeins örfáir í stjórninni hefðu vitað af því. „Við teljum að þeim hafi borið skylda til að upplýsa alla stjórnarmenn og líka alla foreldra barna sem voru í þessum sumarbúðum um hvað hafði gerst,“ segir Einar, og að stjórnin hefði ekki greint frá málinu fyrr en hann hefði sjálfur farið með málið í fjölmiðla. „Ef þetta hefði ekki komið fyrir mína dóttur heldur eitthvert annað barn og mín dóttir hefði sloppið við þetta, þá hefði ég samt viljað fá upplýsingar um þetta eins fljótt og mögulegt væri,“ segir Einar. Ekki beðin afsökunar strax Þá segist Einar ekki bera traust til starfsmanna og félagsins á meðan það fólk sem var í stjórn þess þegar málið kom upp sitji þar enn. Hann segir fjölskylduna ekki hafa fengið afsökunarbeiðni frá stjórn Reykjadals að fyrra bragði. „Við settum okkur í samband við stjórnina þegar við vissum að það væri von á skýrslu frá Gæða- og eftirlitsstofnun, bara til þess að ganga úr skuggum að þau myndu fá skýrsluna, ekki framkvæmdarstjórinn. Og við settum okkur í samband við þau í tölvupósti og þá fyrst fengum við einhverja ámátlega afsökunarbeiðni. Að öðru leyti ekki neitt.“ Bendir á Stígamót Aðspurður segir Einar tvíbent að ágóði kærleikskúlunnar renni til Reykjadals. Vissulega hafi margt gott gerst í Reykjadal en umrætt kynferðisbrotamál hafi verið í algjörum ólestri. Hvorki hafi viðbragðsáætlun við kynferðisbrotum né verkferlar um hvernig skyldi tekið á þeim verið til staðar. Þess vegna treysti þau ekki stjórnarmeðlimum SLF til þess að gegna því hlutverki áfram. „Við treystum ekki brennivörgunum til að sjá um slökkvistarfið. Það er bara einfaldlega þannig,“ segir Einar. Einar segist ekki hafa skoðun á því hvert ágóði kærleikskúlunnar ætti annars að renna. „Ég hef hvatt fólk sem hefur íhugað að kaupa kærleikskúluna að styrkja frekar Stígamót. Stígamót hafa reynst okkur vel í þessu máli og reynst fleira fólki vel í kynferðisbrotamálum,“ segir Einar. „Ég hvet líka félagsmenn í Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra til að moka út þessari stjórn og koma inn almennilegu fólki sem er hæft til að reka þessa starfsemi. Fara bara út með ruslið og gera hreint fyrir jólin.“
Málefni fatlaðs fólks Kynferðisofbeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira