Bjarni Þór býr í Geilo þar sem hann stundar nám og æfingar við skíðamenntaskóla (NTG). Gerði Bjarni Þór sér lítið fyrir og sigraði með yfirburðum á mótinu um helgina en alls tóku 125 keppendur þátt. Fyrir mótið fékk Bjarni 33.09 FIS punkta en það eru hans bestu punktar ferlinum.
A-landsliðsmennirnir Matthías Kristinsson og Tobias Hansen tóku einnig þátt. Matthías endaði í 5. sæti og Tobias í 35. sæti. Einnig voru fleiri landsliðsmenn sem tóku þátt en þeir luku því miður ekki keppni.
Nánar á vefsíðu Skíðasambands Íslands.