„Þarna var gengið mun lengra en það sem við teljum ásættanlegt“ Bjarki Sigurðsson skrifar 11. desember 2023 11:25 Karl Steinar Valsson er sviðsstjóri öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Sviðsstjóri öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra segir atvik þar sem glimmeri var kastað yfir utanríkisráðherra vera eitthvað sem ekki er hægt að sætta sig við. Atvikið hefur áhrif á hvernig öryggisgæslu ráðherra er háttað. Á föstudaginn í síðustu viku var glimmeri kastað yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra þegar hann var viðstaddur fund vegna 75 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingarinnar. Mótmælendur voru ósáttir með aðgerðir íslenskra stjórnvalda hvað varðar átök Ísrael og Palestínu og kölluðu eftir viðskiptabanni og stjórnmálaslitum við Ísrael. Í gær sagði fyrrverandi utanríkisráðherra og samflokksmaður Bjarna, Guðlaugur Þór Þórðarson, að það væri hræðilegt ef setja þurfi öryggisgæslu fyrir ráðherra. „Við skulum ekki gleyma því að þetta svokallaða glimmer eða hvað þú vilt kalla þetta, það er hægt að nota ýmislegt annað. Þetta sló mig vægast sagt illa og mér fannst sorglegt að sjá þetta,“ sagði Guðlaugur. Óásættanlegt Karl Steinar Valsson, sviðsstjóri öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra, er á sama máli og Guðlaugur. Hann segir að þarna hafi verið stigin skref sem ekki sé hægt að sætta sig við. „Öryggismál í kringum æðstu stjórn eru mál sem við erum alltaf með í sífelldri skoðun og endurfærslu. Óneitanlega hefur þetta áhrif á það, þarna var gengið mun lengra en það sem við teljum ásættanlegt. Við erum bara að skoða það en eðlilega erum við ekkert sérstaklega að ræða það hvernig það er sem við bregðumst við því. En þetta er í sífelldri skoðun,“ segir Karl Steinar. Eitt að segja, annað að gera Lögreglan ber ábyrgð á öryggiseftirliti með ráðherrum og segir Karl Steinar að hingað til hafi fólk getað virt hefðbundinn samskiptamáta við þá. „Við höfum hingað til lifað í mjög friðsælu samfélagi þar sem fólk kemur almennilega fram og virðir mörk á því hvað er eðlilegt að segja og gera. Eitt er að segja hluti, annað er að bregðast við með öðrum hætti. Það er bara það sem hefur áhrif,“ segir Karl Steinar. Hefur ekki veitt viðtal Bjarni hefur ekki veitt fréttastofu viðtal vegna málsins enn sem komið er en á laugardaginn birti hann færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir að hann vilji ekki kynda undir mótmælendum. „Við þurfum að tryggja, að umræða um það framlag sem við Íslendingar getum haft, sem friðsæl þjóð þar sem staða mannréttindamála er sterk og fólk býr við meira öryggi og velsæld en flestir aðrir heimsbúar, fari fram á málefnalegan og lýðræðislegan hátt. Í því felst m.a. að leikreglum samfélagsins sé fylgt,“ skrifaði Bjarni. Dóttirin frétti af málinu á TikTok Þá sagði hann frá því að hann hafi þurft að útskýra fyrir tólf ára dóttur sinni hvað hafði gerst þarna eftir að hún sá færslu frá RÚV um atvikið á samfélagsmiðlinum TikTok. „Þar er hin dramatíska skvetta sem tekin var upp af mótmælendum send út af Ríkisútvarpinu á samfélagsmiðlinum. Við TikTok-fréttina eru athugasemdir skrifaðar af fjölmörgum. Ein þeirra er þessi: ,,...henda sýru en ekki glimmeri á BB næst takk,“ skrifaði Bjarni. Fleiri niðrandi athugasemdir voru ritaðar um Bjarna og hægt er að sjá einhverjar þeirra hér fyrir neðan. Flestar þeirra voru ritaðar af nafnlausum aðgöngum, það er að ekki er hægt að finna út hvaða einstaklingur er með aðganginn. Skjáskot af nokkrum ummælum undir TikTok-myndbandi RÚV. Þá hafa einhverjir skrifað svipað niðrandi athugasemdir um þá sem báru ábyrgð á mótmælunum. Nokkur ummæli frá einstaklingum sem ekki voru ánægðir með athæfið. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Samfélagsmiðlar Lögreglan Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Á föstudaginn í síðustu viku var glimmeri kastað yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra þegar hann var viðstaddur fund vegna 75 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingarinnar. Mótmælendur voru ósáttir með aðgerðir íslenskra stjórnvalda hvað varðar átök Ísrael og Palestínu og kölluðu eftir viðskiptabanni og stjórnmálaslitum við Ísrael. Í gær sagði fyrrverandi utanríkisráðherra og samflokksmaður Bjarna, Guðlaugur Þór Þórðarson, að það væri hræðilegt ef setja þurfi öryggisgæslu fyrir ráðherra. „Við skulum ekki gleyma því að þetta svokallaða glimmer eða hvað þú vilt kalla þetta, það er hægt að nota ýmislegt annað. Þetta sló mig vægast sagt illa og mér fannst sorglegt að sjá þetta,“ sagði Guðlaugur. Óásættanlegt Karl Steinar Valsson, sviðsstjóri öryggis- og greiningarsviðs ríkislögreglustjóra, er á sama máli og Guðlaugur. Hann segir að þarna hafi verið stigin skref sem ekki sé hægt að sætta sig við. „Öryggismál í kringum æðstu stjórn eru mál sem við erum alltaf með í sífelldri skoðun og endurfærslu. Óneitanlega hefur þetta áhrif á það, þarna var gengið mun lengra en það sem við teljum ásættanlegt. Við erum bara að skoða það en eðlilega erum við ekkert sérstaklega að ræða það hvernig það er sem við bregðumst við því. En þetta er í sífelldri skoðun,“ segir Karl Steinar. Eitt að segja, annað að gera Lögreglan ber ábyrgð á öryggiseftirliti með ráðherrum og segir Karl Steinar að hingað til hafi fólk getað virt hefðbundinn samskiptamáta við þá. „Við höfum hingað til lifað í mjög friðsælu samfélagi þar sem fólk kemur almennilega fram og virðir mörk á því hvað er eðlilegt að segja og gera. Eitt er að segja hluti, annað er að bregðast við með öðrum hætti. Það er bara það sem hefur áhrif,“ segir Karl Steinar. Hefur ekki veitt viðtal Bjarni hefur ekki veitt fréttastofu viðtal vegna málsins enn sem komið er en á laugardaginn birti hann færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann segir að hann vilji ekki kynda undir mótmælendum. „Við þurfum að tryggja, að umræða um það framlag sem við Íslendingar getum haft, sem friðsæl þjóð þar sem staða mannréttindamála er sterk og fólk býr við meira öryggi og velsæld en flestir aðrir heimsbúar, fari fram á málefnalegan og lýðræðislegan hátt. Í því felst m.a. að leikreglum samfélagsins sé fylgt,“ skrifaði Bjarni. Dóttirin frétti af málinu á TikTok Þá sagði hann frá því að hann hafi þurft að útskýra fyrir tólf ára dóttur sinni hvað hafði gerst þarna eftir að hún sá færslu frá RÚV um atvikið á samfélagsmiðlinum TikTok. „Þar er hin dramatíska skvetta sem tekin var upp af mótmælendum send út af Ríkisútvarpinu á samfélagsmiðlinum. Við TikTok-fréttina eru athugasemdir skrifaðar af fjölmörgum. Ein þeirra er þessi: ,,...henda sýru en ekki glimmeri á BB næst takk,“ skrifaði Bjarni. Fleiri niðrandi athugasemdir voru ritaðar um Bjarna og hægt er að sjá einhverjar þeirra hér fyrir neðan. Flestar þeirra voru ritaðar af nafnlausum aðgöngum, það er að ekki er hægt að finna út hvaða einstaklingur er með aðganginn. Skjáskot af nokkrum ummælum undir TikTok-myndbandi RÚV. Þá hafa einhverjir skrifað svipað niðrandi athugasemdir um þá sem báru ábyrgð á mótmælunum. Nokkur ummæli frá einstaklingum sem ekki voru ánægðir með athæfið.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Átök í Ísrael og Palestínu Samfélagsmiðlar Lögreglan Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira