Hafrún Rakel í Bröndby: „Passa mjög vel inn í leikstíl liðsins“ Sindri Sverrisson skrifar 11. desember 2023 13:19 Hafrún Rakel Halldórsdóttir er orðin leikmaður Bröndby. VÍSIR/VILHELM Hafrún Rakel Halldórsdóttir, landsliðskona í fótbolta, hefur skrifað undir samning til tveggja ára við danska félagið Bröndby. Hafrún Rakel, sem er 21 árs gömul, kemur frítt til Bröndby eftir að hafa spilað með Breiðabliki frá árinu 2020. Hún er uppalin hjá Aftureldingu og lék sína fyrstu meistaraflokksleiki með liðinu. Í tilkynningu á heimasíðu Bröndby er bent á að Hafrún Rakel hafi meðal annars spilað tíu leiki í Meistaradeild Evrópu og leikið 26 leiki fyrir yngri landslið Íslands, en fengið fyrsta tækifærið með A-landsliðinu í apríl 2021. Hafrún Rakel var einmitt með A-landsliðinu í 1-0 sigrinum gegn Danmörku í Þjóðadeildinni fyrir viku síðan. View this post on Instagram A post shared by Brøndby IF Women (@brondbywomen) Hafrún kemur til móts við sína nýju liðsfélaga eftir jólafríið. Þar á meðal er Kristín Dís Árnadóttir sem einnig lék áður með Breiðabliki. „Mér fannst ég vera tilbúin að taka næsta skref á ferlinum, og ég held að Bröndby geti hjálpað við að þroska mig enn frekar sem leikmann. Ég held að ég passi mjög vel inn í leikstíl liðsins, og þessi sókndjarfi stíll þar sem liðið heldur boltanum hentar mér mjög vel,“ sagði Hafrún Rakel við heimasíðu Bröndby. Bröndby hafnaði í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, á eftir Köge, en er sem stendur í efsta sæti eftir 13 umferðir á yfirstandandi leiktíð, með fjögurra stiga forskot á Köge og Fortuna Hjörring. „Ég veit að Bröndby hefur náð mjög góðum árangri í Danmörku og er alltaf að reyna að bæta sig. Ég vonast til að leggja mitt að mörkum til að vinnum deildina, og komum okkur í Meistaradeild Evrópu,“ sagði Hafrún Rakel. Danski boltinn Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira
Hafrún Rakel, sem er 21 árs gömul, kemur frítt til Bröndby eftir að hafa spilað með Breiðabliki frá árinu 2020. Hún er uppalin hjá Aftureldingu og lék sína fyrstu meistaraflokksleiki með liðinu. Í tilkynningu á heimasíðu Bröndby er bent á að Hafrún Rakel hafi meðal annars spilað tíu leiki í Meistaradeild Evrópu og leikið 26 leiki fyrir yngri landslið Íslands, en fengið fyrsta tækifærið með A-landsliðinu í apríl 2021. Hafrún Rakel var einmitt með A-landsliðinu í 1-0 sigrinum gegn Danmörku í Þjóðadeildinni fyrir viku síðan. View this post on Instagram A post shared by Brøndby IF Women (@brondbywomen) Hafrún kemur til móts við sína nýju liðsfélaga eftir jólafríið. Þar á meðal er Kristín Dís Árnadóttir sem einnig lék áður með Breiðabliki. „Mér fannst ég vera tilbúin að taka næsta skref á ferlinum, og ég held að Bröndby geti hjálpað við að þroska mig enn frekar sem leikmann. Ég held að ég passi mjög vel inn í leikstíl liðsins, og þessi sókndjarfi stíll þar sem liðið heldur boltanum hentar mér mjög vel,“ sagði Hafrún Rakel við heimasíðu Bröndby. Bröndby hafnaði í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, á eftir Köge, en er sem stendur í efsta sæti eftir 13 umferðir á yfirstandandi leiktíð, með fjögurra stiga forskot á Köge og Fortuna Hjörring. „Ég veit að Bröndby hefur náð mjög góðum árangri í Danmörku og er alltaf að reyna að bæta sig. Ég vonast til að leggja mitt að mörkum til að vinnum deildina, og komum okkur í Meistaradeild Evrópu,“ sagði Hafrún Rakel.
Danski boltinn Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira