Lífið

Njóttu að­ventunnar að hætti Lindu Pé

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Linda Pé hefur lært að meta litlu hlutina á aðventunni.
Linda Pé hefur lært að meta litlu hlutina á aðventunni. Skjáskot

Linda Pétursdóttir, fegurðardrottning og athafnakona, hvetur fólk að huga að því hvernig það verji tíma sínum á aðventunni. Hún kveðst mikið desemberbarn sem hefur lært að einföldu stundirnar gefa henni mest. 

„Ég er og hef alltaf verið mikið desemberbarn. Ég á afmæli á þessum mánuði og reyndar við öll systkinin. Ég hef alltaf haldið mikið upp á þennan tíma og aðventan er sá tími sem ég fyllist þakklæti og veit ekkert betra en að vera heima með fólkinu mínu í rólegheitum,“ segir Linda í færslu á Instagram. 

Að sögn Lindu hefur hún tileinkað sér rólegheit á aðventunni þrátt fyrir að hún þrífist vel í krefjandi verkefnum.

„Að njóta þess að slaka á og vera í núinu með góða bók, kertaljós og notalega tónlist er eitthvað sem ég elska. Ég hef lært að mínar bestu stundir eru í raun afar einfaldar en gefa mér svo mikið.“

Hlaupum of hratt í desember

Linda hvetur fylgjendur sína að huga að því hvernig þeir vilja verja aðventunni. 

„Okkur hættir til að hlaupa svo hratt í gegnum þennan tíma til að haka í box sem einhver annar bjó til. Skilgreindu fyrir sjálfan þig hvernig þú vilt verja þessum tíma og hvað þú vilt láta skipta þig máli“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×