Leikurinn endaði með markalausu jafntefli en löglegt mark Club Brugge fékk ekki að standa.
Á 72. mínútu skoraði Igor Thiago með skalla en markið var ranglega dæmt af vegna rangstöðu. Markið var ekki skoðað á myndbandi og því var dómnum ekki snúið við.
Club Brugge sendi inn formlega kvörtun til belgísku dómarasamtakanna sem sagði að mannleg mistök hefðu átt sér stað. Club Brugge finnst það ekki nóg og hefur óskað eftir því að leikurinn verði spilaður aftur.
„Það er okkur mikilvægt að þessi mistök eigi sér ekki stað án afleiðinga. Club Brugge getur sætt sig við að mannleg mistök eigi sér stað á vellinum. En þetta eru ekki mannleg mistök heldur tæknileg mistök,“ sagði Ronny Deila, knattspyrnustjóri Club Brugge.
Strákarnir hans Deilas eru í 6. sæti belgísku úrvalsdeildarinnar.