Lífið samstarf

Ljúf jóla­stemning á Bylgjan óraf­mögnuð

Bylgjan
Lokaþáttur Bylgjan órafmögnuð verður sýndur á morgun en um er að ræða sérstakan jólaþátt. Þar munu flytjendur sem hafa tekið þátt flytja hver eitt jólalag ásamt því að taka létt jólaspjall við útvarpskonuna Völu Eiríks.  Myndir/Hulda Margrét.
Lokaþáttur Bylgjan órafmögnuð verður sýndur á morgun en um er að ræða sérstakan jólaþátt. Þar munu flytjendur sem hafa tekið þátt flytja hver eitt jólalag ásamt því að taka létt jólaspjall við útvarpskonuna Völu Eiríks.  Myndir/Hulda Margrét.

Lokatónleikarnir í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð verða sýndir á morgun fimmtudag en um er að ræða sérstakan jólaþátt.

Þar munu þeir flytjendur sem hafa tekið þátt flytja hver eitt jólalag ásamt því að taka létt jólaspjall við útvarpskonuna Völu Eiríks sem stýrt hefur tónleikaröðinni frá upphafi. „Mér fannst þessi þriðja tónleikaröð takast frábærlega. Allir fengu að skína og sýna sinn karakter, sem gerir mig hamingjusama. Það kom mér einnig skemmtilega á óvart í jólaþættinum hvað hann inniheldur fjölbreytt lagaval. Mér fannst val þeirra á jólalögum ekki vera fyrirsjáanleg sem gerði þáttinn bara enn skemmtilegri.“

Bylgjan órafmögnuð hófst á Bylgjunni, Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi í upphafi nóvember en þetta er þriðja árið í röð sem tónleikaröðin er haldin. Búið er að taka alla tónleikana upp sem fóru fram í Bæjarbíói í Hafnarfirði.

Lokaþátturinn var tekinn upp í október þegar fæstir eru að hugsa um jólin. Hvernig tókst að koma sér í jólagírinn á þeim tíma? „Ha ha ha, það var æði! Ég er svo mikið jólabarn að þetta hentaði mér vel.“

Þeir flytjendur sem komu fram í Bylgjan órafmögnuð í ár voru þau Jóhanna Guðrún, Klara Elías, Friðrik Dór, Una Torfa, Ragga Gísla og Jónas Sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.