Krafturinn er kominn til baka OsteoStrong 13. desember 2023 09:05 Anna Einarsdóttir las viðtal við konu fyrir ári síðan sem hafði stundað OsteoStrong um árabil. Árangurssaga hennar varð til þess að hana langaði til að prófa sjálf. „Það sem heillaði mig strax frá fyrstu stundu var viðmót starfsfólksins,“ segir Anna. Myndir/Silla Pálsdóttir. Anna Einarsdóttir er brosmild kona sem var svo óheppin að fá vefjagigt og hefur þjáðst af stoðkerfisverkjum í mörg ár. Þrálátir seyðingsverkir voru farnir að hafa áhrif á hreyfifærni hennar og valda orkuleysi á morgnana. Hún fékk svimaköst í tíma og ótíma út af kristöllum í eyra sem ollu ógleðistilfinningu og miklum höfuðverk. „Ég er 65 ára, búin að ganga með fjögur börn, þar af tvíbura og farið í axlaraðgerð. Þrátt fyrir vefjagigtina hef ég alltaf reynt að halda mér í þjálfun. Ég hef stundað jóga og keypt mér nokkur kort í ræktina í gegnum tíðina. Einnig hef ég alltaf reynt á mig líkamlega án þess að hugsa mig um. Verið kröftug og viljug til verka. Ekki hikað við að lyfta upp þungum hlutum, né látið neitt stoppa mig þrátt fyrir stirðleikann og verkina. Ég tók bara inn verkjalyf og hélt áfram eins og dæmigerð íslensk valkyrja,“ segir Anna sem í dag nýtur þess sem aldrei fyrr að eyða tíma með eiginmanni sínum á suðrænum slóðum. Fannst eins og ég væri að missa máttinn En þrátt fyrir verki í stoðkerfi og stirðleikann þeim tengdum fannst henni þróttleysið verst og var það farið að valda henni áhyggjum. „Já mér fannst það verst, það var farið að há mér. Ég var farin að kvíða fyrir að lyfta upp þungum hlutum eða halda undir hjá öðrum sem voru til dæmis að færa til húsgögn. Ég átti líka orðið erfitt með að lyfta upp moldarpoka þegar ég var að vinna úti í beðunum á sumrin og það truflaði mig. Ég var að missa máttinn og alla þá þjálfun sem ég hafði verið að vinna að í gegnum árin og það olli mér áhyggjum,“ segir Anna. „Mér finnst mikill plús að hafa starfsmann sem fylgir manni eftir og passar upp á rétta líkamsstöðu við æfingarnar en það þekki ég ekki á öðrum heilsustöðvum," segir Anna. Jafnvægisæfingarnar hjá OsteoStrong gera gæfumuninn „Fyrir ári síðan las ég viðtal við konu sem hafði stundað OsteoStrong um árabil. Árangurssaga hennar varð til þess að mig langaði að prófa. Það sem heillaði mig strax frá fyrstu stundu var viðmót starfsfólksins. Mér finnst mikill plús að hafa starfsmann sem fylgir manni eftir og passar upp á rétta líkamsstöðu við æfingarnar en það þekki ég ekki á öðrum heilsustöðvum. Einnig var ég orðin það slæm að ég hreinlega lagði ekki í að fara í hefðbundinn tíma í líkamsrækt í 50 mínútur.“ OsteoStrong er með 20 mínútna vikulegt prógram sem er þægileg lausn og hentar henni mun betur. „Þetta er algjör snilld. Svo má ekki gleyma bylgjunum sem maður fær í lok æfinganna sem eru bólgulosandi og hjálpa til við vefjagigtina.“ Anna segir að hún sé allt önnur manneskja eftir að hún byrjaði að stunda OsteoStrong. „Síðast en ekki síst má ekki gleyma hvað æfingarnar hafa gert fyrir mig. Ég er bara breytt manneskja. Ég fór fljótt að byggja mig upp og fann hvernig ég varð sterkari og verkirnir minnkuðu. Eftir aðeins sex vikur var ég farin að finna mun á mér og þá sérstaklega eftir jafnvægisæfingarnar. Alveg magnað að finna hversu mikið jafnvægið jókst og nú hafa starfsmenn sérsniðið æfingarnar betur að mér því þeir vita hvað maður þarf aðstoð við. Æfingarnar hafa líka mjög góð áhrif á svimaköstin því þau hafa minnkað töluvert,“ bætir hún við. „Síðast en ekki síst má ekki gleyma hvað æfingarnar hafa gert fyrir mig. Ég er bara breytt manneskja," segir Anna. OsteoStrong er einföld leið til að bæta heilsuna Anna segir að margir í kringum hana hafi farið að stunda OsteoStrong eftir að heyra árangurssögu hennar, svo ekki sé minnst á sýnilega muninn sem orðið hefur á henni á tæpu ári. Hún hvetur því alla sem hafa svipaða sögu að segja, og vilja styrkja sig á einfaldan og þægilegan hátt, að prófa. „Ég hreinlega finn að ég er orkumeiri þegar ég mæti reglulega. Að finna kraftinn koma til baka er ólýsanlegt. Hann eykst bara eftir hvert skipti sem ég mæti. Ég finn að beinin hafa styrkst því nú smellur ekki og brakar í hnjánum á mér,“ segir Anna og hlær. „Nú erum við hjónin á leið til Torrevieja í nokkra mánuði. Ég er því harðákveðin að halda mér við og mæta í æfingarnar mínar hjá OsteoStrong þegar ég kem til baka, ekki spurning!“ segir Anna létt í bragði í lokin. Frír prufutími OsteoStrong býður upp á frían prufutíma þar sem fólk getur kynnst æfingunum og prófað tækin. OsteoStrong er í Hátúni 12, 105 Reykjavík og í Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi. Bóka má tíma á OsteoStrong.is og í síma 419 9200. Heilsa Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Maca jurtin styður einstaklega vel við hormónajafnvægi kvenna á breytingaskeiðinu Hvað leynist í jólapökkum starfsfólks? Fæturnir bera mig nú hraðar og lengra Vegleg afmælistilboð á gæðavörum í eldhús og baðherbergi Ég hætti að lifa bara af - og fór að LIFA, að vera þátttakandi í lífinu Valgerður fann fljótt mun á líðan sinni þökk sé Femarelle Hvað ef þú gætir breytt framtíð húðar þinnar? Bæta við upphæð viðskiptavina til styrktar Bleiku slaufunni Byltingarkennd nýjung fyrir blondínur frá JOHN FRIEDA Sykursalur orðinn einn vinsælasti veislusalur Reykjavíkur Ný vetrarlína Moomin væntanleg í takmörkuðu upplagi Sjá meira
„Ég er 65 ára, búin að ganga með fjögur börn, þar af tvíbura og farið í axlaraðgerð. Þrátt fyrir vefjagigtina hef ég alltaf reynt að halda mér í þjálfun. Ég hef stundað jóga og keypt mér nokkur kort í ræktina í gegnum tíðina. Einnig hef ég alltaf reynt á mig líkamlega án þess að hugsa mig um. Verið kröftug og viljug til verka. Ekki hikað við að lyfta upp þungum hlutum, né látið neitt stoppa mig þrátt fyrir stirðleikann og verkina. Ég tók bara inn verkjalyf og hélt áfram eins og dæmigerð íslensk valkyrja,“ segir Anna sem í dag nýtur þess sem aldrei fyrr að eyða tíma með eiginmanni sínum á suðrænum slóðum. Fannst eins og ég væri að missa máttinn En þrátt fyrir verki í stoðkerfi og stirðleikann þeim tengdum fannst henni þróttleysið verst og var það farið að valda henni áhyggjum. „Já mér fannst það verst, það var farið að há mér. Ég var farin að kvíða fyrir að lyfta upp þungum hlutum eða halda undir hjá öðrum sem voru til dæmis að færa til húsgögn. Ég átti líka orðið erfitt með að lyfta upp moldarpoka þegar ég var að vinna úti í beðunum á sumrin og það truflaði mig. Ég var að missa máttinn og alla þá þjálfun sem ég hafði verið að vinna að í gegnum árin og það olli mér áhyggjum,“ segir Anna. „Mér finnst mikill plús að hafa starfsmann sem fylgir manni eftir og passar upp á rétta líkamsstöðu við æfingarnar en það þekki ég ekki á öðrum heilsustöðvum," segir Anna. Jafnvægisæfingarnar hjá OsteoStrong gera gæfumuninn „Fyrir ári síðan las ég viðtal við konu sem hafði stundað OsteoStrong um árabil. Árangurssaga hennar varð til þess að mig langaði að prófa. Það sem heillaði mig strax frá fyrstu stundu var viðmót starfsfólksins. Mér finnst mikill plús að hafa starfsmann sem fylgir manni eftir og passar upp á rétta líkamsstöðu við æfingarnar en það þekki ég ekki á öðrum heilsustöðvum. Einnig var ég orðin það slæm að ég hreinlega lagði ekki í að fara í hefðbundinn tíma í líkamsrækt í 50 mínútur.“ OsteoStrong er með 20 mínútna vikulegt prógram sem er þægileg lausn og hentar henni mun betur. „Þetta er algjör snilld. Svo má ekki gleyma bylgjunum sem maður fær í lok æfinganna sem eru bólgulosandi og hjálpa til við vefjagigtina.“ Anna segir að hún sé allt önnur manneskja eftir að hún byrjaði að stunda OsteoStrong. „Síðast en ekki síst má ekki gleyma hvað æfingarnar hafa gert fyrir mig. Ég er bara breytt manneskja. Ég fór fljótt að byggja mig upp og fann hvernig ég varð sterkari og verkirnir minnkuðu. Eftir aðeins sex vikur var ég farin að finna mun á mér og þá sérstaklega eftir jafnvægisæfingarnar. Alveg magnað að finna hversu mikið jafnvægið jókst og nú hafa starfsmenn sérsniðið æfingarnar betur að mér því þeir vita hvað maður þarf aðstoð við. Æfingarnar hafa líka mjög góð áhrif á svimaköstin því þau hafa minnkað töluvert,“ bætir hún við. „Síðast en ekki síst má ekki gleyma hvað æfingarnar hafa gert fyrir mig. Ég er bara breytt manneskja," segir Anna. OsteoStrong er einföld leið til að bæta heilsuna Anna segir að margir í kringum hana hafi farið að stunda OsteoStrong eftir að heyra árangurssögu hennar, svo ekki sé minnst á sýnilega muninn sem orðið hefur á henni á tæpu ári. Hún hvetur því alla sem hafa svipaða sögu að segja, og vilja styrkja sig á einfaldan og þægilegan hátt, að prófa. „Ég hreinlega finn að ég er orkumeiri þegar ég mæti reglulega. Að finna kraftinn koma til baka er ólýsanlegt. Hann eykst bara eftir hvert skipti sem ég mæti. Ég finn að beinin hafa styrkst því nú smellur ekki og brakar í hnjánum á mér,“ segir Anna og hlær. „Nú erum við hjónin á leið til Torrevieja í nokkra mánuði. Ég er því harðákveðin að halda mér við og mæta í æfingarnar mínar hjá OsteoStrong þegar ég kem til baka, ekki spurning!“ segir Anna létt í bragði í lokin. Frír prufutími OsteoStrong býður upp á frían prufutíma þar sem fólk getur kynnst æfingunum og prófað tækin. OsteoStrong er í Hátúni 12, 105 Reykjavík og í Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi. Bóka má tíma á OsteoStrong.is og í síma 419 9200.
Frír prufutími OsteoStrong býður upp á frían prufutíma þar sem fólk getur kynnst æfingunum og prófað tækin. OsteoStrong er í Hátúni 12, 105 Reykjavík og í Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi. Bóka má tíma á OsteoStrong.is og í síma 419 9200.
Heilsa Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Maca jurtin styður einstaklega vel við hormónajafnvægi kvenna á breytingaskeiðinu Hvað leynist í jólapökkum starfsfólks? Fæturnir bera mig nú hraðar og lengra Vegleg afmælistilboð á gæðavörum í eldhús og baðherbergi Ég hætti að lifa bara af - og fór að LIFA, að vera þátttakandi í lífinu Valgerður fann fljótt mun á líðan sinni þökk sé Femarelle Hvað ef þú gætir breytt framtíð húðar þinnar? Bæta við upphæð viðskiptavina til styrktar Bleiku slaufunni Byltingarkennd nýjung fyrir blondínur frá JOHN FRIEDA Sykursalur orðinn einn vinsælasti veislusalur Reykjavíkur Ný vetrarlína Moomin væntanleg í takmörkuðu upplagi Sjá meira