Lífið

Eva Ruza fjórði sendi­herrann

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eliza Reid, Hera Björk, Eva og Rúrik Gíslason eru öll sendiherrar SOS barnaþorpa.
Eliza Reid, Hera Björk, Eva og Rúrik Gíslason eru öll sendiherrar SOS barnaþorpa. Friðrik Páll Schram

Eva Ruza Miljevic er nýr velgjörðasendiherra SOS Barnaþorpanna og tók hún formlega við hlutverkinu í dag. Fyrir í hópi sendiherra SOS voru Eliza Reid, Hera Björk Þórhallsdóttir og Rúrik Gíslason, og bætist Eva í þennan glæsilega hóp.

„Eva Ruza er fjölhæfur og landsþekktur skemmtikraftur, eiginkona og tveggja barna móðir sem endurspeglar gildi SOS Barnaþorpanna um mikilvægi þess að ala börn upp í kærleiksríkri fjölskyldu. Hún kemur úr stórri og samheldinni fjölskyldu sem öll styrkir börn hjá SOS Barnaþorpunum,“ segir Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS.

Eva Ruza tók formlega við hlutverkinu í dag. Friðrik Páll Schram

„Það er sannur heiður að taka við þessari útnefningu og því sem felst í því að vera velgjörðarsendiherra SOS Barnaþorpanna. Ég hef í mörg ár verið SOS-foreldri og á nú tvö börn úti í heimi sem eiga fallegt líf í SOS barnaþorpinu sínu, og því stendur þessi titill nálægt hjarta mínu. Ég hlakka til að halda áfram að deila þessu fallega starfi sem SOS Barnaþorpin vinna og vona að flestir taki eftir,“ sagði Eva við þetta tilefni.

SOS Children´s Villages eru stærstu óháðu hjálparsamtök heims sem einblína á börn án foreldraumsjár og ósjálfbjarga barnafjölskyldur. Samtökin hafa einnig frá stofnun árið 1949 sinnt almennu mannúðarstarfi, svo sem neyðar-, þróunaraðstoð og umbótaverkefnum, allt í þágu barna og velferðar þeirra.


Tengdar fréttir

„Það sprakk eitt­hvað inní mér og tárin bara hrundu niður“

Eva Ruza Milijevic, skemmtikraftur, veistustýra og lífskúnstner er stödd um þessar mundir í hinu heimalandi sínu, Króatíu. Þar er hún, ásamt systrum sínum, að heimsækja styrktarbarnið sitt í SOS barnaþorpi. Hún segir upplifunina einstaka. 

„Þetta breytir al­gjör­lega sýn manns á lífið“

Hinn fjölhæfi Rúrik Gíslason ber marga hatta. Síðustu fjögur ár hefur hann gegnt hlutverki velgjörðaherra SOS Barnaþorpa. Hann segir starfið hafa gjörbreytt sýn sinni á lífið og nýtir hann hvert tækifæri til þess að láta gott af sér leiða í þágu samtakanna.

Hamagangi Rúriks við orgelið lauk með brothljóði

SOS Barnaþorpunum á Ís­landi hafa und­an­farna mán­uði borist pen­inga­greiðsl­ur frá sjón­varps­stöðv­um í Þýskalandi sem nema sam­tals tæp­lega 2,2 millj­ón­um króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.