Notkun hljóðbóka stóraukist en lestur dregist saman Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. desember 2023 17:38 Þetta er sjöunda árið sem Miðstöð íslenskra bókmennta kannar lestrarhegðun þjóðarinnar og viðhorf til lestrar og bókmenningar. Vísir/Arnar Notkun hljóðbóka hefur aukist um 145 prósent á síðustu sex árum hérlendis á meðan lestur bóka hefur dregist saman um sautján prósent samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar á vegum Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Í samantekt á niðurstöðum könnunarinnar, sem birt var á vef Stjórnarráðsins í dag kemur fram að helsta breyting á lestrarvenjum Íslendinga sé veruleg aukning í notkun hljóðbóka. Þau yngstu lesa meira en áður Samkvæmt niðurstöðum hlustar hver Íslendingur að meðaltali á 2,4 bækur á mánuði og ver til þess þrjátíu til sextíu mínútum á dag. Fram kemur að ekki sé marktækur munur á elsta og yngsta hópnum í lestri og hlustun á bókum en báðir hópar lesa eða hlusta á 2,2 bækur á mánuði. Þá segir að þau yngstu lesi meira en í fyrra en þau elstu minna. Að auki kom fram að næstum helmingur þjóðarinnar, eða 47 prósent, hafi nýtt sér þjónustu bókasafna undanfarið ár. Bókagjafir njóti enn mikillar hylli en 61 prósent gaf bók í gjöf á síðasta ári samkvæmt niðurstöðum. Loks segir í niðurstöðum að mikill meirihluti þjóðarinnar sé hlynntur opinberum stuðningi við íslenskar bókmenntir en 77 prósent svarenda töldu stuðninginn mikilvægan samanborið við 74 prósent í fyrra. Þetta er í sjöunda skiptið sem könnun á lestrarhegðun þjóðarinnar og viðhorf hennar til lestrar og bókmenningar er lögð fyrir þjóðina. Auk Miðstöðvar íslenskra bókmennta standa Borgarbókasafn Reykjavíkur, Félag íslenskra bókaútgefenda, Hagþenkir, Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn, Reykjavík – Bókmenntaborg UNESCO og Rithöfundasamband Íslands að könnuninni. Bókmenntir Menning Tækni Bókaútgáfa Neytendur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Í samantekt á niðurstöðum könnunarinnar, sem birt var á vef Stjórnarráðsins í dag kemur fram að helsta breyting á lestrarvenjum Íslendinga sé veruleg aukning í notkun hljóðbóka. Þau yngstu lesa meira en áður Samkvæmt niðurstöðum hlustar hver Íslendingur að meðaltali á 2,4 bækur á mánuði og ver til þess þrjátíu til sextíu mínútum á dag. Fram kemur að ekki sé marktækur munur á elsta og yngsta hópnum í lestri og hlustun á bókum en báðir hópar lesa eða hlusta á 2,2 bækur á mánuði. Þá segir að þau yngstu lesi meira en í fyrra en þau elstu minna. Að auki kom fram að næstum helmingur þjóðarinnar, eða 47 prósent, hafi nýtt sér þjónustu bókasafna undanfarið ár. Bókagjafir njóti enn mikillar hylli en 61 prósent gaf bók í gjöf á síðasta ári samkvæmt niðurstöðum. Loks segir í niðurstöðum að mikill meirihluti þjóðarinnar sé hlynntur opinberum stuðningi við íslenskar bókmenntir en 77 prósent svarenda töldu stuðninginn mikilvægan samanborið við 74 prósent í fyrra. Þetta er í sjöunda skiptið sem könnun á lestrarhegðun þjóðarinnar og viðhorf hennar til lestrar og bókmenningar er lögð fyrir þjóðina. Auk Miðstöðvar íslenskra bókmennta standa Borgarbókasafn Reykjavíkur, Félag íslenskra bókaútgefenda, Hagþenkir, Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn, Reykjavík – Bókmenntaborg UNESCO og Rithöfundasamband Íslands að könnuninni.
Bókmenntir Menning Tækni Bókaútgáfa Neytendur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira