Stöð 2 Sport
Skiptiborðið fer í loftið klukkan 19:10 en þar verður sýnt frá öllum leikjum kvöldsins í Subway-deild karla í körfubolta. Að leikjunum loknum hefjast síðan Tilþrifin en þar verður farið yfir úrslitin í leikjum deildarinnar.
Stöð 2 Sport 2
LASK og Toulouse mætast í Austurríki í Evrópudeildinni og verður sýnt beint frá leiknum klukkan 17:35. Franska liðið þarf stig til að tryggja sér sæti í næstu umferð.
Klukkan 19:50 hefst útsending frá leik Brighton og Marseille en bæði lið eru komin áfram í riðlinum.
Stöð 2 Sport 3
Ludogorets og Nordsjælland mætast i Sambandsdeildinni og hefst útsending 17:35. Klukkan 19:50 verður síðan sýnt beint frá leik Lille og Klaksvík þar sem Hákon Arnar Haraldsson verður í eldlínunni með Lille.
Stöð 2 Sport 5
Leikur Breiðabliks og Stjörnunnar í Subway-deild karla verður sýndur klukkan 17:40 og Grindavík og Haukar mætast síðan í sömu deild og hefst útsending 20:05.
Stöð 2 Esport
BLAST Premier heldur áfram í dag og hófst upphitun fyrir annan dag klukkan 5:45. Leikir dagsins verða síðan í beinni allt þar til klukkan 15:00 í dag en þá hefst síðasti leikur dagsins.
Vodafone Sport
Leikur Union og Liverpool hefst klukkan 17:35 og verður í beinni útsendingu en Liverpool er búið að tryggja sér efsta sæti riðilsins. Útsending frá leik Zorya og Breiðbliks hefst 19:50 en leikur liðanna fer fram í Póllandi. Þetta er síðasti leikur Blika í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.