Sat inni í tuttugu ár fyrir að myrða börn sín en dómurinn ógiltur Árni Sæberg skrifar 14. desember 2023 08:37 Kathleen Folbigg er saklaus. DAN HIMBRECHTS /EPA Hæstiréttur Nýja Suður-Wales í Ástralíu hefur ógilt þrjátíu ára fangelsisdóm Kathleen Folbigg, sem afplánaði tuttugu ár af dómnum áður en hún var náðuð í sumar. Hún var dæmd í þrjátíu ára fangelsi árið 2003 fyrir að myrða þrjú barna sinna og valda dauða þess fjórða. Hæstiréttur taldi sönnunargögn sem notuð voru í máli hennar óáreiðanleg. Folbigg var lengi vel kölluð „versti kvenraðmorðingi Ástralíu“ en árið 2003 var hún dæmd í þrjátíu ára fangelsi fyrir að kæfa börn sín; Caleb, fæddan 1989, Patrick, fæddan 1990, Söruh, fædda 1992, og Lauru, fædda 1997. Framþróun í erfðarannsóknum varð hins vegar til þess að fólk fór að efast um sekt hennar árið 2021, en hún hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu. Virtir vísindamenn töldu eftir rannsókn að nýuppgötvuð stökkbreyting hafi líklega valdið dauða stúlknana tveggja, Söruh og Lauru. Stúlkurnar erfðu hið stökkbreytta gen, CALM2 G114R, frá móður sinni en breytingar á því eru þekktar fyrir að valda hjartastoppi, meðal annars hjá sofandi ungabörnum. Báðar stúlkurnar voru með sýkingu þegar þær létust, sem vísindamennirnir telja hafa orðið til þess að hjarta þeirra stöðvaðist. Þá voru drengirnir báðir með tvær breytingar á geninu BSN, sem vitað er að veldur banvænni flogaveiki hjá músum. Í júní síðastliðnum tóku yfirvöld í Ástralíu ákvörðun um að láta Folbigg lausa úr fangelsi og náða hana. Það var gert á grundvelli þess að verulegur vafi væri uppi um sekt hennar. Dómarinn Thomas Bathurst, sem fór fyrir rannsókninni á máli Folbigg, sagði óyggjandi að vafi léki á sekt Folbigg og að raunar væru líkur á að að minnsta kosti þrjú barna hennar hefðu í raun látist af náttúrulegum orsökum. Ekkert benti til annars en að Folbigg hefði verið umhyggjusöm móðir. Sönnunargögn hundsuð Nú hefur dómur yfir Folbigg formlega verið ógiltur og hún hreinsuð af öllum ásökunum. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í dag. Breska ríkisútvarpið hefur eftir henni að hún fagni þeirri ákvörðun en að sönnunargögn um sakleysi hennar hafi verið hundsuð og þeim vísað frá um áratugaskeið. Hún ræddi við fréttamenn fyrir utan dómsal í dag. „Kerfið ákvað að kenna mér um frekar en að sætta sig við það að stundum geta börn dáið skyndilega og óvænt á sorglegan hátt.“ Máli Folbigg hefur verið lýst sem alvarlegasta réttarmorði sögu Ástralíu og verjendur hennar hafa staðfest að bótakrafa verði gerð fyrir hennar hönd, en þeir hafa ekkert gefið upp um fjárhæð hennar. Ástralía Erlend sakamál Tengdar fréttir Hataðasti raðmorðingi Ástralíu er líklega saklaus Einn virtasti ónæmisfræðingur Spánar telur að kona sem setið hefur í fangelsi í Ástralíu í nær 20 ár fyrir að hafa myrt öll fjögur börnin sín, sé saklaus og að öll börnin hafi látist vegna erfðagalla. 90 vísindamenn, þar á meðal Nóbelsverðlaunahafar, hafa skorað á áströlsk stjórnvöld að sýkna konuna. 7. maí 2022 14:30 Sakfelld fyrir að drepa fjögur börn sín en óskar eftir náðun Hin 53 ára gamla Kathleen Folbigg hefur óskað eftir því hjá ríkisstjóra Nýja-Suður Wales-fylki í Ástralía að hún verði náðuð eftir árangurslausan málarekstur fyrir áfrýjunardómstólum. Folbigg afplánar nú þrjátíu ára fangelsisdóm eftir að hafa verið sakfelld fyrir að drepa fjögur börn sín á tíunda áratug síðustu aldar. 6. maí 2021 22:20 Erfðafræðin mun gjörbreyta læknisfræðinni: Ritrýndi „sakamála“-rannsókn á meintum raðmorðingja Það má spyrja sig að því hvort það sé ekki næg refsing að missa fjögur börn, segir hjartalæknirinn Davíð O. Arnar um mál Kathleen Folbigg, sem var dæmd í 30 ára fangelsi fyrir að myrða börnin sín. Vísindamenn telja hana mögulega saklausa. 23. mars 2021 07:42 Kathleen Folbigg náðuð og sleppt eftir 20 ár í fangelsi Kathleen Folbigg hefur verið náðuð og sleppt eftir 20 ár í fangelsi. Hún var dæmd í 25 ára fangelsi árið 2003 fyrir að myrða þrjú barna sinna og valda dauða þess fjórða. 5. júní 2023 07:45 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Folbigg var lengi vel kölluð „versti kvenraðmorðingi Ástralíu“ en árið 2003 var hún dæmd í þrjátíu ára fangelsi fyrir að kæfa börn sín; Caleb, fæddan 1989, Patrick, fæddan 1990, Söruh, fædda 1992, og Lauru, fædda 1997. Framþróun í erfðarannsóknum varð hins vegar til þess að fólk fór að efast um sekt hennar árið 2021, en hún hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu. Virtir vísindamenn töldu eftir rannsókn að nýuppgötvuð stökkbreyting hafi líklega valdið dauða stúlknana tveggja, Söruh og Lauru. Stúlkurnar erfðu hið stökkbreytta gen, CALM2 G114R, frá móður sinni en breytingar á því eru þekktar fyrir að valda hjartastoppi, meðal annars hjá sofandi ungabörnum. Báðar stúlkurnar voru með sýkingu þegar þær létust, sem vísindamennirnir telja hafa orðið til þess að hjarta þeirra stöðvaðist. Þá voru drengirnir báðir með tvær breytingar á geninu BSN, sem vitað er að veldur banvænni flogaveiki hjá músum. Í júní síðastliðnum tóku yfirvöld í Ástralíu ákvörðun um að láta Folbigg lausa úr fangelsi og náða hana. Það var gert á grundvelli þess að verulegur vafi væri uppi um sekt hennar. Dómarinn Thomas Bathurst, sem fór fyrir rannsókninni á máli Folbigg, sagði óyggjandi að vafi léki á sekt Folbigg og að raunar væru líkur á að að minnsta kosti þrjú barna hennar hefðu í raun látist af náttúrulegum orsökum. Ekkert benti til annars en að Folbigg hefði verið umhyggjusöm móðir. Sönnunargögn hundsuð Nú hefur dómur yfir Folbigg formlega verið ógiltur og hún hreinsuð af öllum ásökunum. Úrskurður þess efnis var kveðinn upp í dag. Breska ríkisútvarpið hefur eftir henni að hún fagni þeirri ákvörðun en að sönnunargögn um sakleysi hennar hafi verið hundsuð og þeim vísað frá um áratugaskeið. Hún ræddi við fréttamenn fyrir utan dómsal í dag. „Kerfið ákvað að kenna mér um frekar en að sætta sig við það að stundum geta börn dáið skyndilega og óvænt á sorglegan hátt.“ Máli Folbigg hefur verið lýst sem alvarlegasta réttarmorði sögu Ástralíu og verjendur hennar hafa staðfest að bótakrafa verði gerð fyrir hennar hönd, en þeir hafa ekkert gefið upp um fjárhæð hennar.
Ástralía Erlend sakamál Tengdar fréttir Hataðasti raðmorðingi Ástralíu er líklega saklaus Einn virtasti ónæmisfræðingur Spánar telur að kona sem setið hefur í fangelsi í Ástralíu í nær 20 ár fyrir að hafa myrt öll fjögur börnin sín, sé saklaus og að öll börnin hafi látist vegna erfðagalla. 90 vísindamenn, þar á meðal Nóbelsverðlaunahafar, hafa skorað á áströlsk stjórnvöld að sýkna konuna. 7. maí 2022 14:30 Sakfelld fyrir að drepa fjögur börn sín en óskar eftir náðun Hin 53 ára gamla Kathleen Folbigg hefur óskað eftir því hjá ríkisstjóra Nýja-Suður Wales-fylki í Ástralía að hún verði náðuð eftir árangurslausan málarekstur fyrir áfrýjunardómstólum. Folbigg afplánar nú þrjátíu ára fangelsisdóm eftir að hafa verið sakfelld fyrir að drepa fjögur börn sín á tíunda áratug síðustu aldar. 6. maí 2021 22:20 Erfðafræðin mun gjörbreyta læknisfræðinni: Ritrýndi „sakamála“-rannsókn á meintum raðmorðingja Það má spyrja sig að því hvort það sé ekki næg refsing að missa fjögur börn, segir hjartalæknirinn Davíð O. Arnar um mál Kathleen Folbigg, sem var dæmd í 30 ára fangelsi fyrir að myrða börnin sín. Vísindamenn telja hana mögulega saklausa. 23. mars 2021 07:42 Kathleen Folbigg náðuð og sleppt eftir 20 ár í fangelsi Kathleen Folbigg hefur verið náðuð og sleppt eftir 20 ár í fangelsi. Hún var dæmd í 25 ára fangelsi árið 2003 fyrir að myrða þrjú barna sinna og valda dauða þess fjórða. 5. júní 2023 07:45 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Hataðasti raðmorðingi Ástralíu er líklega saklaus Einn virtasti ónæmisfræðingur Spánar telur að kona sem setið hefur í fangelsi í Ástralíu í nær 20 ár fyrir að hafa myrt öll fjögur börnin sín, sé saklaus og að öll börnin hafi látist vegna erfðagalla. 90 vísindamenn, þar á meðal Nóbelsverðlaunahafar, hafa skorað á áströlsk stjórnvöld að sýkna konuna. 7. maí 2022 14:30
Sakfelld fyrir að drepa fjögur börn sín en óskar eftir náðun Hin 53 ára gamla Kathleen Folbigg hefur óskað eftir því hjá ríkisstjóra Nýja-Suður Wales-fylki í Ástralía að hún verði náðuð eftir árangurslausan málarekstur fyrir áfrýjunardómstólum. Folbigg afplánar nú þrjátíu ára fangelsisdóm eftir að hafa verið sakfelld fyrir að drepa fjögur börn sín á tíunda áratug síðustu aldar. 6. maí 2021 22:20
Erfðafræðin mun gjörbreyta læknisfræðinni: Ritrýndi „sakamála“-rannsókn á meintum raðmorðingja Það má spyrja sig að því hvort það sé ekki næg refsing að missa fjögur börn, segir hjartalæknirinn Davíð O. Arnar um mál Kathleen Folbigg, sem var dæmd í 30 ára fangelsi fyrir að myrða börnin sín. Vísindamenn telja hana mögulega saklausa. 23. mars 2021 07:42
Kathleen Folbigg náðuð og sleppt eftir 20 ár í fangelsi Kathleen Folbigg hefur verið náðuð og sleppt eftir 20 ár í fangelsi. Hún var dæmd í 25 ára fangelsi árið 2003 fyrir að myrða þrjú barna sinna og valda dauða þess fjórða. 5. júní 2023 07:45