Net- og símasambandslaust var á svæðinu í allan gærdag sem gerir allt hjálparstarf enn erfiðara en ella. Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna mun síðar í dag funda með forystumönnum heimastjórnar Palestínu á Vesturbakkanum en í hitti hann Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels. Sullivan og Joe Biden Bandaríkjaforseti hafa verið að reyna að fá Ísraela til að halda aftur af sér í sprengjuárásunum á Gasa en Netanjahú ítrekaði við Sullivan í gær að stríðinu verði haldið áfram uns algjör sigur sé í höfn.
Í morgun tilkynnti ísraelski herinn um að lík eins gíslsins sem tekinn var höndum 7. október síðastliðinn hafi fundist á Gasa. Þar var um að ræða hinn 28 ára gamla Elia Toledo sem hafði verið að skemmta sér á tónlistarhátíð þegar árásin var gerð. Honum var rænt ásamt vinkonu sinni sem var á meðal þeirra sem fengu frelsi í fangaskiptum á dögunum.