Mögulegt gáleysi að láta leigutaka ekki vita af mölflugum Lovísa Arnardóttir skrifar 15. desember 2023 13:00 Breki segir mikilvægt að neytendur leiti réttar síns þegar þau lenda í tjóni. Vísir/Egill Formaður Neytendasamtakanna segir að skoða verði hvort leiga á geymslu falli undir þjónustusamning en ekki húsaleigusamning. Kona sótti búslóð sína úr geymslu fyrr á árinu og hefur frá því barist við mölflugur á heimilinu. Hún segir tjónið verulegt. Búslóð Steinunnar S. Þorsteinsdóttur hafði verið í geymslu í um tíu mánuði þegar hún sótti hana í upphafi árs. Tveimur vikum síðar varð hún vör við mölflugurnar. Frá því hefur hún þurft að henda fatnaði og dóti sem annað hvort hefur verið étið af mölflugulirfum eða þakið eggjum. Hún hefur eitrað og varið þúsundum í gildrur og þrif. Eignatjónið hleypur á tugum þúsunda, en er auk þess tilfinningalegt. Eftir að Steinunn varð vör við mölflugurnar hafði hún samband við geymslufyrirtækið sem tjáði henni að það hefði verið eitrað. Þau vísa svo á skilmála húsaleigusamnings og að það sé á ábyrgð leigutaka að tryggja það sem þau geyma. Sem Steinunn gerði en fékk svo þau svör frá tryggingafélaginu að þau bæti ekki tjón vegna mölflugna. Formaður Neytendasamtakanna, Breki Karlsson, segir mikilvægt að slík mál séu skoðuð betur. „Það þyrfti að skoða það líka hvort þetta sé raunverulegur húsaleigusamningur eða hvort lög um þjónustusamninga eigi við. við þurfum bara að skoða þetta mál betur til að geta farið með það,“ segir Breki með þeim fyrirvara að hann eigi eftir að skoða málið í þaula. Eitt af því sem kemur fram í viðtali við Steinunni er að hún er mjög ósátt við það að aðrir leigutakar hafi ekki, og séu ekki, látnir vita af mölflugunum, hættu á þeim og að það hafi verið eitrað á geymslusvæðinu. En fyrirtækið lét aðeins þá leigutaka vita sem voru með dót í geymslu á þeim tíma sem var eitrað. „Það gæti verið vanræksla af þeirra hálfu og það gæti líka verið gáleysi að láta fólk ekki vita,“ segir Breki. Fólk geti leitað réttar síns Hvað varðar tryggingafélögin segir Breki að yfirleitt sé það skýrt í skilmálum hvað sé tryggt og hvað ekki. En þrátt fyrir það séu ýmsar leiðir fyrir fólk til að sækja rétt sinn. „Það er úrskurðarnefnd um vátryggingamál sem hægt er að leita til ef tryggjendur eða neytendur eru ósáttir við það hvernig tryggingafélögin halda á málum þegar þau lenda í vandræðum.“ Hann segir nefndina taka fyrir um 400 mál á hverju ári og að einnig sé hægt að leita til kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. „Við hvetjum fólk sem lendir í svona hræðilegum atburðum að hafa samband við Neytendasamtökin. Við tökum við svona málum og könnum hvort fólk eigi rétt, og hjálpum því að sækja hann. Við fáum um átta þúsund mál á ári á okkar borð þar sem neytendur lenda í vandræðum með sín mál og reynum að aðstoða þau að leita réttar síns í þeim öllum.“ Neytendur Tryggingar Skordýr Leigumarkaður Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Sjá meira
Búslóð Steinunnar S. Þorsteinsdóttur hafði verið í geymslu í um tíu mánuði þegar hún sótti hana í upphafi árs. Tveimur vikum síðar varð hún vör við mölflugurnar. Frá því hefur hún þurft að henda fatnaði og dóti sem annað hvort hefur verið étið af mölflugulirfum eða þakið eggjum. Hún hefur eitrað og varið þúsundum í gildrur og þrif. Eignatjónið hleypur á tugum þúsunda, en er auk þess tilfinningalegt. Eftir að Steinunn varð vör við mölflugurnar hafði hún samband við geymslufyrirtækið sem tjáði henni að það hefði verið eitrað. Þau vísa svo á skilmála húsaleigusamnings og að það sé á ábyrgð leigutaka að tryggja það sem þau geyma. Sem Steinunn gerði en fékk svo þau svör frá tryggingafélaginu að þau bæti ekki tjón vegna mölflugna. Formaður Neytendasamtakanna, Breki Karlsson, segir mikilvægt að slík mál séu skoðuð betur. „Það þyrfti að skoða það líka hvort þetta sé raunverulegur húsaleigusamningur eða hvort lög um þjónustusamninga eigi við. við þurfum bara að skoða þetta mál betur til að geta farið með það,“ segir Breki með þeim fyrirvara að hann eigi eftir að skoða málið í þaula. Eitt af því sem kemur fram í viðtali við Steinunni er að hún er mjög ósátt við það að aðrir leigutakar hafi ekki, og séu ekki, látnir vita af mölflugunum, hættu á þeim og að það hafi verið eitrað á geymslusvæðinu. En fyrirtækið lét aðeins þá leigutaka vita sem voru með dót í geymslu á þeim tíma sem var eitrað. „Það gæti verið vanræksla af þeirra hálfu og það gæti líka verið gáleysi að láta fólk ekki vita,“ segir Breki. Fólk geti leitað réttar síns Hvað varðar tryggingafélögin segir Breki að yfirleitt sé það skýrt í skilmálum hvað sé tryggt og hvað ekki. En þrátt fyrir það séu ýmsar leiðir fyrir fólk til að sækja rétt sinn. „Það er úrskurðarnefnd um vátryggingamál sem hægt er að leita til ef tryggjendur eða neytendur eru ósáttir við það hvernig tryggingafélögin halda á málum þegar þau lenda í vandræðum.“ Hann segir nefndina taka fyrir um 400 mál á hverju ári og að einnig sé hægt að leita til kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. „Við hvetjum fólk sem lendir í svona hræðilegum atburðum að hafa samband við Neytendasamtökin. Við tökum við svona málum og könnum hvort fólk eigi rétt, og hjálpum því að sækja hann. Við fáum um átta þúsund mál á ári á okkar borð þar sem neytendur lenda í vandræðum með sín mál og reynum að aðstoða þau að leita réttar síns í þeim öllum.“
Neytendur Tryggingar Skordýr Leigumarkaður Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent