„Við munum að sjálfsögðu krefjast þess að sitja í þessum hópi“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 16. desember 2023 12:27 Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ réttindasamtaka segir stöðuna afar alvarlega þegar kemur að börnum þessara hópa. Vísir/Ívar Fannar Formaður ÖBÍ segir nýtt samkomulag ríkis og sveitarfélaga um breytingu í þjónustu sveitarfélaga við fatlaða í gær fagnaðarefni. Samkomulagið eigi að tryggja fötluðum lögbundna þjónustu frá sveitarfélögum sem hingað til hafi reynst erfitt. Ríki og sveitarfélög náðu loks samkomulagi í gær um breytingu á fjárhagsramma þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Frá því að yfirfærsla á þjónustu við fatlað fólk átti sér stað frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 hefur fjármögnun við málaflokkinn verið mikið þrætuepli á milli ríkis og sveitarfélaga. Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ, segir samkomulagið vera gleðiefni. „Þetta ætti allavega að tryggja að þessi lögbundna þjónusta og skylda sem hvílir á sveitarfélögum náist í veitingu,“ segir Alma og bætir við að það sé auðvitað fagnaðarefni. „Líka bara það að fatlað fólk geti þá gengið að því vísu að það fái þá þjónustu sem því ber. Það hefur verið að reyndin að sveitarfélögin hafa ekki getað staðið við þessar skuldbindingar sínar sem er náttúrulega agalegt fyrir alla aðila.“ Samkomulagið felur í sér að útsvarsprósenta sveitarfélaga hækkar um 0,23 prósent með samsvarandi lækkun tekjuskattprósentu ríkisins. Hækkunin nemur um sex milljörðum króna miðað við næsta ár. Þá á jafnframt að stofna sérstakan framtíðarhóp fulltrúa ríkis og sveitarfélaga sem mun vinna að þróun og nýsköpun í þjónustu við fatlað fólk. Alma segir að ÖBÍ muni gera þá kröfu að fá sæti við borðið í þessum framtíðarhópi. „Það er mjög mikilvægt að hagsmunasamtökin fái það tækifæri. Það erum við sem veitum aðhald og krefjumst svara við erfiðum spurningum. Þannig að við munum að sjálfsögðu krefjast þess að sitja í þessum hópi,“ segir hún. Málefni fatlaðs fólks Sveitarstjórnarmál Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Ríki og sveitarfélög náðu loks samkomulagi í gær um breytingu á fjárhagsramma þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk. Frá því að yfirfærsla á þjónustu við fatlað fólk átti sér stað frá ríki til sveitarfélaga árið 2011 hefur fjármögnun við málaflokkinn verið mikið þrætuepli á milli ríkis og sveitarfélaga. Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður ÖBÍ, segir samkomulagið vera gleðiefni. „Þetta ætti allavega að tryggja að þessi lögbundna þjónusta og skylda sem hvílir á sveitarfélögum náist í veitingu,“ segir Alma og bætir við að það sé auðvitað fagnaðarefni. „Líka bara það að fatlað fólk geti þá gengið að því vísu að það fái þá þjónustu sem því ber. Það hefur verið að reyndin að sveitarfélögin hafa ekki getað staðið við þessar skuldbindingar sínar sem er náttúrulega agalegt fyrir alla aðila.“ Samkomulagið felur í sér að útsvarsprósenta sveitarfélaga hækkar um 0,23 prósent með samsvarandi lækkun tekjuskattprósentu ríkisins. Hækkunin nemur um sex milljörðum króna miðað við næsta ár. Þá á jafnframt að stofna sérstakan framtíðarhóp fulltrúa ríkis og sveitarfélaga sem mun vinna að þróun og nýsköpun í þjónustu við fatlað fólk. Alma segir að ÖBÍ muni gera þá kröfu að fá sæti við borðið í þessum framtíðarhópi. „Það er mjög mikilvægt að hagsmunasamtökin fái það tækifæri. Það erum við sem veitum aðhald og krefjumst svara við erfiðum spurningum. Þannig að við munum að sjálfsögðu krefjast þess að sitja í þessum hópi,“ segir hún.
Málefni fatlaðs fólks Sveitarstjórnarmál Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira