„Eitthvað sem gerist einu sinni á ævinni“ Smári Jökull Jónsson skrifar 17. desember 2023 08:01 Jurgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool eru í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Vísir/Getty Jurgen Klopp segir að hann sé ekki hrifinn af því þegar lið Manchester United sé talað niður fyrir leiki þess gegn lærisveinum hans í Liverpool. Liðin mætast á heimavelli Liverpool í dag. 7-0 sigur Liverpool á United í fyrra er öllum knattspyrnuáhugamönnum enn í fersku minni. Liverpool hefur gengið vel gegn erkifjendum sínum á síðustu árum og eru sigurstranglegri aðilinn fyrir leik liðanna á Anfield í dag. Jurgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool segist þó ekki hrifinn af því þegar talað er um að United sé ekki gott lið. „Ég kann aldrei við þegar fyrirsagnirnar um United eru á þennan hátt fyrir leik gegn okkur. Þá gæti þetta orðið leikur þar sem þeir ná öllu réttu,“ sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn í gær. Jurgen Klopp og Erik Ten Hag fyrir leik liðanna á Anifeld í fyrra sem Liverpool vann 7-0.Vísir/Getty „Því meira slæmt sem er sagt um þá, þeim mun sterkari munu þeir koma. Það er alltaf þannig og ég kann ekki við það. Ég fylgist ekki nógu vel með þeim til að vita hver vandamál þeirra eru. Ég sá hins vegar að Erik Ten Hag var stjóri mánaðarins í nóvember og liðið var að ná í úrslit. Ég skil ekki hvernig allt getur verið í rugli? Ég bara skil það ekki,“ sagði Klopp en United féll meðal annars úr keppni í Meistaradeildinni í vikunni. Hann segir ekki skipta máli hvernig gengur hjá United því fyrir honum skipti einungis máli hvernig hans lið nái að undirbúa sig. „Ég reyni að skilja stöðu andstæðingana fyrir leiki. Því það er mikilvægt að vita hvernig þeir koma stemmdir. Stundum segi ég leikmönnunum mína skoðun og stundum geri ég það ekki.“ Mesti áhorfendafjöldi í 50 ár Á morgun verður Anfield fullsetinn í fyrsta sinn á tímabilinu. Framkvæmdir við eina stúku vallarins drógust verulega á langinn og á morgun verða í fyrsta sinn áhorfendur í þeirri stúku. Búist er við 57.000 áhorfendum á leikinn sem verður mesti fjöldi á leik í Anfield í 50 ár. Fyrir leik liðanna á Anfield í fyrra hafði United verið við það að blanda sér í titilbaráttuna en nú er liðið 10 stigum á eftir LIverpool sem situr á toppi deildarinnar. Klopp segir það ekki skipta máli hvort sigurinn á morgun geri út um vonir United um að berjast um titilinn. „Það er eitt sem skiptir máli og það er að sækja þrjú stig á leikdegi. Ef þetta væri undir lok tímabilsins og við værum að taka stórt skref í átt að einhverju frábæru með sigri, þá myndi ég kannski tala um það.“ „Við vitum að 7-0 sigurinn voru einhver fáránleg úrslit sem gerast einu sinni á ævinni. Ef það hjálpar einhverjum fyrir næsta leik á eftir þá er það liðinu sem tapaði 7-0 en ekki liðinu sem vann. Enski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Sjá meira
7-0 sigur Liverpool á United í fyrra er öllum knattspyrnuáhugamönnum enn í fersku minni. Liverpool hefur gengið vel gegn erkifjendum sínum á síðustu árum og eru sigurstranglegri aðilinn fyrir leik liðanna á Anfield í dag. Jurgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool segist þó ekki hrifinn af því þegar talað er um að United sé ekki gott lið. „Ég kann aldrei við þegar fyrirsagnirnar um United eru á þennan hátt fyrir leik gegn okkur. Þá gæti þetta orðið leikur þar sem þeir ná öllu réttu,“ sagði Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn í gær. Jurgen Klopp og Erik Ten Hag fyrir leik liðanna á Anifeld í fyrra sem Liverpool vann 7-0.Vísir/Getty „Því meira slæmt sem er sagt um þá, þeim mun sterkari munu þeir koma. Það er alltaf þannig og ég kann ekki við það. Ég fylgist ekki nógu vel með þeim til að vita hver vandamál þeirra eru. Ég sá hins vegar að Erik Ten Hag var stjóri mánaðarins í nóvember og liðið var að ná í úrslit. Ég skil ekki hvernig allt getur verið í rugli? Ég bara skil það ekki,“ sagði Klopp en United féll meðal annars úr keppni í Meistaradeildinni í vikunni. Hann segir ekki skipta máli hvernig gengur hjá United því fyrir honum skipti einungis máli hvernig hans lið nái að undirbúa sig. „Ég reyni að skilja stöðu andstæðingana fyrir leiki. Því það er mikilvægt að vita hvernig þeir koma stemmdir. Stundum segi ég leikmönnunum mína skoðun og stundum geri ég það ekki.“ Mesti áhorfendafjöldi í 50 ár Á morgun verður Anfield fullsetinn í fyrsta sinn á tímabilinu. Framkvæmdir við eina stúku vallarins drógust verulega á langinn og á morgun verða í fyrsta sinn áhorfendur í þeirri stúku. Búist er við 57.000 áhorfendum á leikinn sem verður mesti fjöldi á leik í Anfield í 50 ár. Fyrir leik liðanna á Anfield í fyrra hafði United verið við það að blanda sér í titilbaráttuna en nú er liðið 10 stigum á eftir LIverpool sem situr á toppi deildarinnar. Klopp segir það ekki skipta máli hvort sigurinn á morgun geri út um vonir United um að berjast um titilinn. „Það er eitt sem skiptir máli og það er að sækja þrjú stig á leikdegi. Ef þetta væri undir lok tímabilsins og við værum að taka stórt skref í átt að einhverju frábæru með sigri, þá myndi ég kannski tala um það.“ „Við vitum að 7-0 sigurinn voru einhver fáránleg úrslit sem gerast einu sinni á ævinni. Ef það hjálpar einhverjum fyrir næsta leik á eftir þá er það liðinu sem tapaði 7-0 en ekki liðinu sem vann.
Enski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Sjá meira