Ten Hag: Við áttum tvö bestu færin Smári Jökull Jónsson skrifar 17. desember 2023 21:01 Erik Ten Hag lét vel í sér heyra í dag. Vísir/Getty Erik Ten Hag var stoltur af frammistöðu síns liðs í jafnteflinu gegn Liverpool í dag. hann sagði að hans menn hefðu getað ógnað liði Liverpool enn frekar. Liverpool og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liverpool var betri aðilinn í leiknum og var mun meira með boltann en bæði lið fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn. Erik Ten Hag knattspyrnustjóri United sagði að hann hefði getað hrósað öllu liðinu. „Ég get talað um alla leikmennina því þetta var öguð liðsframmistaða. Við hefðum getað ógnað andstæðingnum meira. Við þurfum að taka fram að við áttum tvö bestu færin, færi hjá Rasmus Höjlund og Alejandro Garnacho,“ sagði Ten Hag. Manchester United are: The first team not to lose at Anfield this season The first team to stop Liverpool scoring this season pic.twitter.com/a5LAvAW2Sd— B/R Football (@brfootball) December 17, 2023 Virgil Van Dijk fyrirliði Liverpool sagði eftir leik að aðeins annað liðið hefði reynt að vinna leikinn í dag. Ummæli sem Roy Keane, fyrrum leikmaður United, var ekki ánægður með eftir leik. Ten Hag gaf lítið fyrir þau orð og sagðist stoltur af sínu liði. „Það er hans skoðun. Ég sagði í búningsklefanum eftir leik að ég væri mjög stoltur af liðinu. Við þurfum að gera þetta oftar. Leikurinn gegn Newcastle var líka erfiður og þar gerum við ein mistök þar sem slokknar á okkur. Þegar maður heldur sér inni í leiknum og heldur sig við leikplanið þá opnast leikurinn oft. Þá þarftu að nýta tækifærin. Ef við náum nokkrum sendingum gegn fyrstu pressunni þá er hægt að skapa hættu.“ Hinn ungi Kobbie Manoo hefur heillað marga stuðningsmenn United að undanförnu en hann var í byrjunarliði liðsins í dag, aðeins 18 ára gamall. Roy Keane: "Virgil van Dijk had arrogance coming out of him, dishing Manchester United like that!" "He needs a reminder himself. He's playing for a club who have won one title in 30 odd years." "He's saying only one team wanted to win and that United are buzzing with a pic.twitter.com/pkTmqBzOaD— Football Tweet (@Football__Tweet) December 17, 2023 „Þegar þú ert nógu góður þá ertu nógu gamall og hann sannaði það. Þegar hann verður vanari að spila svona leikjum þá eigum við eftir að njóta hans enn frekar.“ Ten Hag sagðist hafa minnst á leik liðanna í fyrra við leikmenn sína fyrir leikinn í dag. Þeim leik lauk með 7-0 sigri Liverpool. „Við ræddum hann. Í fyrra spiluðum við þá þrisvar, unnum þá tvisvar og töpuðum einu sinni. Við getum unnið Liverpool og sýndum í dag hvað við getum. Ef við sýnum þetta í hverjum leik þá getum við unnið leiki og unnið stóra leiki.“ Enski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Sjá meira
Liverpool og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liverpool var betri aðilinn í leiknum og var mun meira með boltann en bæði lið fengu tækifæri til að tryggja sér sigurinn. Erik Ten Hag knattspyrnustjóri United sagði að hann hefði getað hrósað öllu liðinu. „Ég get talað um alla leikmennina því þetta var öguð liðsframmistaða. Við hefðum getað ógnað andstæðingnum meira. Við þurfum að taka fram að við áttum tvö bestu færin, færi hjá Rasmus Höjlund og Alejandro Garnacho,“ sagði Ten Hag. Manchester United are: The first team not to lose at Anfield this season The first team to stop Liverpool scoring this season pic.twitter.com/a5LAvAW2Sd— B/R Football (@brfootball) December 17, 2023 Virgil Van Dijk fyrirliði Liverpool sagði eftir leik að aðeins annað liðið hefði reynt að vinna leikinn í dag. Ummæli sem Roy Keane, fyrrum leikmaður United, var ekki ánægður með eftir leik. Ten Hag gaf lítið fyrir þau orð og sagðist stoltur af sínu liði. „Það er hans skoðun. Ég sagði í búningsklefanum eftir leik að ég væri mjög stoltur af liðinu. Við þurfum að gera þetta oftar. Leikurinn gegn Newcastle var líka erfiður og þar gerum við ein mistök þar sem slokknar á okkur. Þegar maður heldur sér inni í leiknum og heldur sig við leikplanið þá opnast leikurinn oft. Þá þarftu að nýta tækifærin. Ef við náum nokkrum sendingum gegn fyrstu pressunni þá er hægt að skapa hættu.“ Hinn ungi Kobbie Manoo hefur heillað marga stuðningsmenn United að undanförnu en hann var í byrjunarliði liðsins í dag, aðeins 18 ára gamall. Roy Keane: "Virgil van Dijk had arrogance coming out of him, dishing Manchester United like that!" "He needs a reminder himself. He's playing for a club who have won one title in 30 odd years." "He's saying only one team wanted to win and that United are buzzing with a pic.twitter.com/pkTmqBzOaD— Football Tweet (@Football__Tweet) December 17, 2023 „Þegar þú ert nógu góður þá ertu nógu gamall og hann sannaði það. Þegar hann verður vanari að spila svona leikjum þá eigum við eftir að njóta hans enn frekar.“ Ten Hag sagðist hafa minnst á leik liðanna í fyrra við leikmenn sína fyrir leikinn í dag. Þeim leik lauk með 7-0 sigri Liverpool. „Við ræddum hann. Í fyrra spiluðum við þá þrisvar, unnum þá tvisvar og töpuðum einu sinni. Við getum unnið Liverpool og sýndum í dag hvað við getum. Ef við sýnum þetta í hverjum leik þá getum við unnið leiki og unnið stóra leiki.“
Enski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Sjá meira