Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Fréttamaður og tökumaður fréttastofu segja að mikill fjöldi bíla sé nú á Reykjanesbrautinni.
Eldgos hófst norðan við Grindavík á ellefta tímanum í kvöld en samkvæmt upplýsingum virðist það vera staðsett nærri Hagafelli.
Þyrla Landhelgisgæslunnar fer í loftið til þess að staðfesta nákvæma staðsetningu og stærð eldgossins.
Uppfært:
Reykjanesbrautin er opin.