„Stundum verður maður bara að kyngja svona löguðu“ Jakob Bjarnar skrifar 19. desember 2023 00:01 Ólafur segir að honum hafi ekki verið nein launung á því, hann var á heimleið. Hélt að þetta væri búið. Fjölmargir hringdu í hann í dag og í kvöld og þökkuðu honum fyrir en svo snarfækkaði í þeim hópi. vísir/stöð2 „Ég segi nú ekkert gott. Ég sit hér og horfi á gos,“ segir Ólafur Benedikt Arnberg Þórðarson fyrrverandi skipstjóri og nú veitingamaður. Sem fylgist nú með gosinu - úr hæfilegri fjarlægð. Ólafur vakti talsverða athygli í dag, í hádegisfréttum Bylgunnar og á Vísi, þegar hann sagðist vilja gista í Grindavík. Hann væri orðin þreyttur á að Grindvíkingar fengju ekki að gista í heimabæ sínum nú þegar jarðskjálftamælar hreyfðust varla og líkur á eldgosi væru sáralitlar sem engar. Margir hringdu og þökkuðu honum fyrir Ólafi var hótað handtöku þegar hann sagðist vilja gista. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Úlfar Lúðvíksson, sagði við sama tækifæri að hann teldi líkur á að Grindvíkingar gætu haldið jól í heimabæ sínum. Það verður ekki. En, hvar ertu núna? „Ég er í Ölfusborgum. Við fórum þangað í dag. Við hættum við. Við vorum á heimleið, það er engin launung á því. Við héldum að þetta væri búið. Ég og Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur,“ segir Ólafur og hlær við, þó honum sé ekki hlátur í huga. „Stundum verður maður bara að kyngja svona löguðu. Þeir voru margir sem hringdu í mig í dag og í kvöld og þökkuðu mér fyrir að vilja berja þetta í gegn. En það hefur snarfækkað í þeim hópi núna. En svona er þetta bara,“ segir Ólafur. Vorkennir Haraldi eldfjallafræðingi Hann segir sig og sína á ágætum stað núna. Fjölskyldan fylgist með úr fjarlægð núna. „Þó þetta sé þriggja kílómetra rifa núna þá vonar maður að þetta verði eins og hin gosin. Að þetta skilji bara eftir sig smá bungu. En verst er ef þetta verður hangandi yfir okkur næstu þrjú hundruð árin. Þá missir maður að þessu að mestu.“ Ólafur bendir á að Hófsnesið, þar sem vitinn í Grindavík stendur, hafi orðið til í sambærilegu gosi. Ef hraunið fer að renna þá leið sé Grindavík búið að vera. „Já. Ég vorkenni Haraldi núna, meira en mér. En þetta er svakalegt,“ segir Ólafur. Hann þykist vita að ekki séu neinir í Grindavík núna. Bærinn sé tómur. Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Sjá meira
Ólafur vakti talsverða athygli í dag, í hádegisfréttum Bylgunnar og á Vísi, þegar hann sagðist vilja gista í Grindavík. Hann væri orðin þreyttur á að Grindvíkingar fengju ekki að gista í heimabæ sínum nú þegar jarðskjálftamælar hreyfðust varla og líkur á eldgosi væru sáralitlar sem engar. Margir hringdu og þökkuðu honum fyrir Ólafi var hótað handtöku þegar hann sagðist vilja gista. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Úlfar Lúðvíksson, sagði við sama tækifæri að hann teldi líkur á að Grindvíkingar gætu haldið jól í heimabæ sínum. Það verður ekki. En, hvar ertu núna? „Ég er í Ölfusborgum. Við fórum þangað í dag. Við hættum við. Við vorum á heimleið, það er engin launung á því. Við héldum að þetta væri búið. Ég og Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur,“ segir Ólafur og hlær við, þó honum sé ekki hlátur í huga. „Stundum verður maður bara að kyngja svona löguðu. Þeir voru margir sem hringdu í mig í dag og í kvöld og þökkuðu mér fyrir að vilja berja þetta í gegn. En það hefur snarfækkað í þeim hópi núna. En svona er þetta bara,“ segir Ólafur. Vorkennir Haraldi eldfjallafræðingi Hann segir sig og sína á ágætum stað núna. Fjölskyldan fylgist með úr fjarlægð núna. „Þó þetta sé þriggja kílómetra rifa núna þá vonar maður að þetta verði eins og hin gosin. Að þetta skilji bara eftir sig smá bungu. En verst er ef þetta verður hangandi yfir okkur næstu þrjú hundruð árin. Þá missir maður að þessu að mestu.“ Ólafur bendir á að Hófsnesið, þar sem vitinn í Grindavík stendur, hafi orðið til í sambærilegu gosi. Ef hraunið fer að renna þá leið sé Grindavík búið að vera. „Já. Ég vorkenni Haraldi núna, meira en mér. En þetta er svakalegt,“ segir Ólafur. Hann þykist vita að ekki séu neinir í Grindavík núna. Bærinn sé tómur.
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Sjá meira