Hugmyndin að þungarokksballett kviknaði við uppvaskið Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 19. desember 2023 11:00 Dansarinn og danshöfundurinn Selma Reynisdóttir er listrænn stjórnandi verksins Satanvatnið sem verður frumsýnt á stysta degi ársins. Owen Fiene Selma Reynisdóttir, dansari og danshöfundur, var að vaska upp heima hjá sér á meðan hún hlustaði endurtekið á lagið Trooper með Iron Maiden. Í miðju stússinu tók hún eftir því að hún var farin að taka nokkur vel valin ballett spor í eldhúsinu sem smellpössuðu við ógleymalega bassalínu Steve Harris. „Eftir það varð ekki aftur snúið og ég fór að spyrja listafólk sem ég leit upp til hvort það væri ekki til í að taka þátt í þungarokksballett, sem fékk vinnutitilinn HELVÍTI BRENNUR! Það var síðan tónlistarstjóri sýningarinnar Katrín Helga Andrésdóttir sem svaraði: Snilld, ég er til, en hvað með titilinn Satanvatnið?“ segir Selma sem er listrænn stjórnandi verksins. View this post on Instagram A post shared by selmar (@selmareynis) Tveir andstæðir heimar með sameiginlega fleti Sýningin Satanvatnið verður frumsýnd á stysta degi ársins 21. desember í Tjarnarbíó. „Það hefur verið ótrúlega gaman að gramsa í þessum tveimur listformum, ballett og þungarokki, sem hvoru tveggja eru gegnsýrð af góðum klisjum, gimmík og dramatískum sviðssetningum,“ segir Selma og bætir við: „Margir tengja ballett og þungarokk við tvo andstæða heima en verkefnið einblínir frekar á sameiginlega fleti listformanna. Þar má nefna drauminn um prímaballerínur og hetju gítarleikara þar sem ófáir unglingar verja árum saman í að ná fullkomnu valdi á sinni tækni í þeirri von um að einn daginn fái þau að taka mikilfenglegt sóló undir hita ljóskastaranna og fagnaðarlátum áhorfenda.“ Indy Alda Souda Yansane og Bjartey Elín Hauksdóttir eru meðal dansara.Aðsend „Ekki má gleyma þjáningu holdsins“ Hún segir sömuleiðis hádramatíska togstreitu á milli góðs og ills endurtekið þema. „Og ekki má gleyma þjáningu holdsins sem er oftar en ekki algjör. Þetta þekkja flestir þeir sem hafa einhvern tíma stigið í táskó. Þegar litið er á vestræna menningu eiga þessi listform það einnig sameiginlegt að tilheyra milli- og efri stétt þjóðfélagsins, þar sem vestrænt þungarokk reynir þó að vera í einhverskonar mótþróa við hvíta millistéttar-menningu og er góð útrás fyrir tilfinningar eins og reiði.“ Hópurinn á æfingu.Aðsend Fjölbreyttur hópur listafólks kemur saman að verkefninu ásamt Selmu og Katrínu Helgu. Þau eru Þórdís Nadia Semichat, Alexía Rós Gylfadóttir, Rakel Andrésdóttir, Juliette Louste, Ingibjörg Elsa Turchi, Lovísa Elísabet Sigurðardóttir, Bjartey Elín Hauksdóttir, Indy Alda Souda Yansane, Olivia Teresa Due Pyszko, Valgeir Skorri Vernharðsson og Saga Kjerúlf Sigurðardóttir. Fyrsti frumsamdi þungarokksballettinn „Það hefur verið rosalega krefjandi en nærandi að fá að vinna svona náið með bæði dönsurum og hljómsveit. Það er ekki á hverjum degi sem maður fær tækifæri til þess að vinna með bæði tónlist og dans þar sem hvort tveggja fær að hafa áhrif og móta; kóreógrafíu annarsvegar og lagasmíði hins vegar. Um tíma vann hópurinn sem samanstendur að sýningunni í þeirri trú um að þau væru að frumsýna fyrsta þungarokksballett sögunnar, en ballettinn í Birmingham varð fyrri til og frumsýndi ballett með tónlist eftir Black Sabbath í september. Þeir sem koma á Satanvatnið geta því ekki einungis orðið vitni að næstum því fyrsta þungarokksballett heims, heldur munu þau líka upplifa fyrsta frumsamda þungarokkballett heims. Ekki nóg með það, heldur verður 21. desember einnig frumsýningardagur fyrir fyrsta frumsamda ballett Íslands,“ segir Selma að lokum. Dans Menning Sýningar á Íslandi Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Eftir það varð ekki aftur snúið og ég fór að spyrja listafólk sem ég leit upp til hvort það væri ekki til í að taka þátt í þungarokksballett, sem fékk vinnutitilinn HELVÍTI BRENNUR! Það var síðan tónlistarstjóri sýningarinnar Katrín Helga Andrésdóttir sem svaraði: Snilld, ég er til, en hvað með titilinn Satanvatnið?“ segir Selma sem er listrænn stjórnandi verksins. View this post on Instagram A post shared by selmar (@selmareynis) Tveir andstæðir heimar með sameiginlega fleti Sýningin Satanvatnið verður frumsýnd á stysta degi ársins 21. desember í Tjarnarbíó. „Það hefur verið ótrúlega gaman að gramsa í þessum tveimur listformum, ballett og þungarokki, sem hvoru tveggja eru gegnsýrð af góðum klisjum, gimmík og dramatískum sviðssetningum,“ segir Selma og bætir við: „Margir tengja ballett og þungarokk við tvo andstæða heima en verkefnið einblínir frekar á sameiginlega fleti listformanna. Þar má nefna drauminn um prímaballerínur og hetju gítarleikara þar sem ófáir unglingar verja árum saman í að ná fullkomnu valdi á sinni tækni í þeirri von um að einn daginn fái þau að taka mikilfenglegt sóló undir hita ljóskastaranna og fagnaðarlátum áhorfenda.“ Indy Alda Souda Yansane og Bjartey Elín Hauksdóttir eru meðal dansara.Aðsend „Ekki má gleyma þjáningu holdsins“ Hún segir sömuleiðis hádramatíska togstreitu á milli góðs og ills endurtekið þema. „Og ekki má gleyma þjáningu holdsins sem er oftar en ekki algjör. Þetta þekkja flestir þeir sem hafa einhvern tíma stigið í táskó. Þegar litið er á vestræna menningu eiga þessi listform það einnig sameiginlegt að tilheyra milli- og efri stétt þjóðfélagsins, þar sem vestrænt þungarokk reynir þó að vera í einhverskonar mótþróa við hvíta millistéttar-menningu og er góð útrás fyrir tilfinningar eins og reiði.“ Hópurinn á æfingu.Aðsend Fjölbreyttur hópur listafólks kemur saman að verkefninu ásamt Selmu og Katrínu Helgu. Þau eru Þórdís Nadia Semichat, Alexía Rós Gylfadóttir, Rakel Andrésdóttir, Juliette Louste, Ingibjörg Elsa Turchi, Lovísa Elísabet Sigurðardóttir, Bjartey Elín Hauksdóttir, Indy Alda Souda Yansane, Olivia Teresa Due Pyszko, Valgeir Skorri Vernharðsson og Saga Kjerúlf Sigurðardóttir. Fyrsti frumsamdi þungarokksballettinn „Það hefur verið rosalega krefjandi en nærandi að fá að vinna svona náið með bæði dönsurum og hljómsveit. Það er ekki á hverjum degi sem maður fær tækifæri til þess að vinna með bæði tónlist og dans þar sem hvort tveggja fær að hafa áhrif og móta; kóreógrafíu annarsvegar og lagasmíði hins vegar. Um tíma vann hópurinn sem samanstendur að sýningunni í þeirri trú um að þau væru að frumsýna fyrsta þungarokksballett sögunnar, en ballettinn í Birmingham varð fyrri til og frumsýndi ballett með tónlist eftir Black Sabbath í september. Þeir sem koma á Satanvatnið geta því ekki einungis orðið vitni að næstum því fyrsta þungarokksballett heims, heldur munu þau líka upplifa fyrsta frumsamda þungarokkballett heims. Ekki nóg með það, heldur verður 21. desember einnig frumsýningardagur fyrir fyrsta frumsamda ballett Íslands,“ segir Selma að lokum.
Dans Menning Sýningar á Íslandi Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“