Vinsælustu lögin á FM957 árið 2023 Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 31. desember 2023 17:10 Þessir tónlistarmenn eiga vinsælustu lögin á FM í ár. SAMSETT Á þessum síðasta degi ársins er vert að fara yfir árið í tónlistarheiminum en útvarpsstöðin FM957 kynnti fyrr í dag vinsælustu lög ársins 2023. Patrik vinsælastur Efstu fimm lög ársins eiga það öll sameiginlegt að vera íslensk en tónlistarmaðurinn Patrik trónir á toppnum ásamt Luigi með lagið Skína. Patrik skaust upp á stjörnuhimininn síðastliðið vor þegar hann gaf út smáskífuna PBT. Fyrsti smellurinn hans Prettyboitjokkó situr í áttunda sæti listans. Patrik er með um 75 þúsund mánaðarlega hlustendur á streymisveitunni Spotify og milljónir streyma á lögin sín. Hann segist ánægður og þakklátur fyrir liðið ár og segist jafnframt vera rétt að byrja. „Ég er eiginlega bara meyr eftir allt þetta ár. Það er bara meira á leiðinni, alveg klárt. Plata á næsta ári og svona. Það sem stendur upp úr þegar ég lít yfir árið er lagið Skína, hvað það varð risa stórt. Ég er mjög þakklátur fyrir það. Svo kom þetta jólalag, prettyboi um jólin, frekar óvænt til mín og það stendur líka upp úr. Ég sé svo bara fyrir mér meiri tónlist á nýju ári og ég ætla sömuleiðis að halda tónleika,“ segir Patrik fullur tilhlökkunar fyrir 2024. Yfirtaka ísstrákanna Strákasveitin Iceguys fylgir fast á eftir í öðru sæti með frumraun sveitarinnar Rúlletta. Sveitin er skipuð Rúriki Gíslasyni, Friðriki Dór Jónssyni, Jóni Jónssyni, Herra Hnetusmjöri og Aroni Can en lögin sem skipa 2. - 5. sæti listans tilheyra öll í það minnsta einhverjum meðlimi sveitarinnar. Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór eru í þriðja sætinu með lagið Vinn við það, sem þeir frumfluttu á Idolinu í beinni útsendingu í byrjun febrúar. Iceguys hreppa svo fjórða sætið með lagið Krumla en tónlistarmyndbandið fór sem eldur um sinu á Internetinu á sínum tíma. Það má sjá hér: Bakka ekki út, rappdúett Arons Can og Birnis, tók svo fimmta sætið en lagið sat lengi vel á Íslenska listanum á FM í ár. Aron Can og Herra Hnetusmjör tilheyra því hvor um sig þremur af efstu fimm lögum ársins. Árslisti FM957 árið 2023: Íslenski listinn Tónlist Fréttir ársins 2023 FM957 Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Patrik vinsælastur Efstu fimm lög ársins eiga það öll sameiginlegt að vera íslensk en tónlistarmaðurinn Patrik trónir á toppnum ásamt Luigi með lagið Skína. Patrik skaust upp á stjörnuhimininn síðastliðið vor þegar hann gaf út smáskífuna PBT. Fyrsti smellurinn hans Prettyboitjokkó situr í áttunda sæti listans. Patrik er með um 75 þúsund mánaðarlega hlustendur á streymisveitunni Spotify og milljónir streyma á lögin sín. Hann segist ánægður og þakklátur fyrir liðið ár og segist jafnframt vera rétt að byrja. „Ég er eiginlega bara meyr eftir allt þetta ár. Það er bara meira á leiðinni, alveg klárt. Plata á næsta ári og svona. Það sem stendur upp úr þegar ég lít yfir árið er lagið Skína, hvað það varð risa stórt. Ég er mjög þakklátur fyrir það. Svo kom þetta jólalag, prettyboi um jólin, frekar óvænt til mín og það stendur líka upp úr. Ég sé svo bara fyrir mér meiri tónlist á nýju ári og ég ætla sömuleiðis að halda tónleika,“ segir Patrik fullur tilhlökkunar fyrir 2024. Yfirtaka ísstrákanna Strákasveitin Iceguys fylgir fast á eftir í öðru sæti með frumraun sveitarinnar Rúlletta. Sveitin er skipuð Rúriki Gíslasyni, Friðriki Dór Jónssyni, Jóni Jónssyni, Herra Hnetusmjöri og Aroni Can en lögin sem skipa 2. - 5. sæti listans tilheyra öll í það minnsta einhverjum meðlimi sveitarinnar. Herra Hnetusmjör og Friðrik Dór eru í þriðja sætinu með lagið Vinn við það, sem þeir frumfluttu á Idolinu í beinni útsendingu í byrjun febrúar. Iceguys hreppa svo fjórða sætið með lagið Krumla en tónlistarmyndbandið fór sem eldur um sinu á Internetinu á sínum tíma. Það má sjá hér: Bakka ekki út, rappdúett Arons Can og Birnis, tók svo fimmta sætið en lagið sat lengi vel á Íslenska listanum á FM í ár. Aron Can og Herra Hnetusmjör tilheyra því hvor um sig þremur af efstu fimm lögum ársins. Árslisti FM957 árið 2023:
Íslenski listinn Tónlist Fréttir ársins 2023 FM957 Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira