Ballarbrotum fjölgar um jólin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. desember 2023 11:01 Svo virðist sem Þjóðverjar eigi til að missa sig í jólagleðinni. Getty Ballarbrotum fjölgar yfir jólahátíðina, ef marka má niðurstöður vísindamanna í Þýskalandi sem hafa rannsakað tíðni meiðslanna eftir árstímum. Þess ber að geta að ekki er um eiginlegt brot að ræða, heldur er nærra lagi að segja að getnaðarlimurinn brákist en það ku helst gerast í óhefðbundnum kynlífsstellingum, þegar bólfélagar eru ekki í augnsambandi. Þvagfærasérfræðingurinn Nikolas Pyrgides, við Ludwig Maximilian-háskólann í Munchen í Þýskalandi, nefnir „öfuga kúrekastelpu“ í þessu samhengi en samkvæmt niðurstöðum Pyrgides og félaga er meðalaldur þeirra sem slasast 42 ára. Þá eiga meiðslin sér oftar en ekki stað við framhjáhald eða þegar kynlíf er stundað á óhefðbundnum stöðum. Meiðslunum fylgir oft hátt brakhljóð, mikill sársauki, bólga og mar. Þá tapa menn reisn, í orðsins fyllstu merkingu. „Þegar sjúklingar gefa sig fram við lækni lítur typpið oft út eins og eggaldin,“ segir Pyrgides. Pyrgides og félagar skoðuðu gögn um 3.421 tilvik þar sem menn höfðu orðið fyrir ballarbroti í Þýskalandi á árunum 2005 til 2021. Í ljós kom að ef fjöldi slysa væri jafn mikill alla daga eins og hann væri um jólin, væru meiðslin 43 prósent fleiri en þau eru. Það vekur athygli að sama aukning á sér ekki stað yfir áramót en Pyrgides telur það mögulega mega rekja til þess að Þjóðverjar séu meira fyrir það að halda upp á jól en nýtt ár. Samkvæmt rannsókninni fjölgar meiðslunum einnig um helgar og yfir sumartímann en þeim fjölgaði ekki í Covid-faraldrinum, þrátt fyrir samkomutakmarkanir. Pyrgides hvetur fólk til að vera meðvitað um áhættuna á meiðslum í aðdraganda jóla. „Ef þetta gerist skaltu leita strax til læknis eins og um neyðartilvik sé að ræða, því ef þú færð ekki aðstoð þá er hætta á langtíma afleiðingum,“ segir hann. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið. Heilbrigðismál Kynlíf Jól Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira
Þess ber að geta að ekki er um eiginlegt brot að ræða, heldur er nærra lagi að segja að getnaðarlimurinn brákist en það ku helst gerast í óhefðbundnum kynlífsstellingum, þegar bólfélagar eru ekki í augnsambandi. Þvagfærasérfræðingurinn Nikolas Pyrgides, við Ludwig Maximilian-háskólann í Munchen í Þýskalandi, nefnir „öfuga kúrekastelpu“ í þessu samhengi en samkvæmt niðurstöðum Pyrgides og félaga er meðalaldur þeirra sem slasast 42 ára. Þá eiga meiðslin sér oftar en ekki stað við framhjáhald eða þegar kynlíf er stundað á óhefðbundnum stöðum. Meiðslunum fylgir oft hátt brakhljóð, mikill sársauki, bólga og mar. Þá tapa menn reisn, í orðsins fyllstu merkingu. „Þegar sjúklingar gefa sig fram við lækni lítur typpið oft út eins og eggaldin,“ segir Pyrgides. Pyrgides og félagar skoðuðu gögn um 3.421 tilvik þar sem menn höfðu orðið fyrir ballarbroti í Þýskalandi á árunum 2005 til 2021. Í ljós kom að ef fjöldi slysa væri jafn mikill alla daga eins og hann væri um jólin, væru meiðslin 43 prósent fleiri en þau eru. Það vekur athygli að sama aukning á sér ekki stað yfir áramót en Pyrgides telur það mögulega mega rekja til þess að Þjóðverjar séu meira fyrir það að halda upp á jól en nýtt ár. Samkvæmt rannsókninni fjölgar meiðslunum einnig um helgar og yfir sumartímann en þeim fjölgaði ekki í Covid-faraldrinum, þrátt fyrir samkomutakmarkanir. Pyrgides hvetur fólk til að vera meðvitað um áhættuna á meiðslum í aðdraganda jóla. „Ef þetta gerist skaltu leita strax til læknis eins og um neyðartilvik sé að ræða, því ef þú færð ekki aðstoð þá er hætta á langtíma afleiðingum,“ segir hann. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið.
Heilbrigðismál Kynlíf Jól Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira