Sara og Elvar áfram best á þessu ári Sindri Sverrisson skrifar 20. desember 2023 18:01 Sara Rún Hinriksdóttir og Elvar Már Friðriksson eru orðin vön því að vera heiðruð sem körfuknattleiksfólk ársins. KKÍ Sara Rún Hinriksdóttir er körfuboltakona ársins, fjórða árið í röð, og Elvar Már Friðriksson er körfuboltakarl ársins, þriðja árið í röð. Það eru stjórn, starfsmenn og afreksnefnd KKÍ, auk landsliðsþjálfara, sem sjá um að kjósa körfuboltafólk ársins. Níu karlar fengu atkvæði í kjörinu í ár og ellefu konur. Sara Rún, sem er uppalin hjá Keflavík, lék með Faenza Basket Projecte í efstu deild á Ítalíu fyrri hluta árs, og var í stóru hlutverki. Frammistaðan skilaði henni samningi hjá Cadi La Seu sem spilar í efstu deild Spánar og FIBA EuroCup Women. Þá hefur Sara Rún verið burðarás í íslenska landsliðinu síðustu ár en smávægileg meiðsli komu í veg fyrir að hún spilaði með liðinu í nóvember, í fyrstu leikjunum í undankeppni EM 2025. Elvar Már lék afar vel með stórliði Rytas Vilnius í Litháen fyrri hluta árs og vakti athygli gríska félagsins PAOK sem fékk hann í sumar. Hjá PAOK hefur Elvar einnig verið lykilmaður, bæði í grísku deildinni og í Meistaradeild Evrópu. Hann er efstur í liðinu í stigum og stoðsendingum, og í þriðja sæti yfir flestar stoðsendingar allra í grísku deildinni. Elvar hefur svo tekið við leiðtogahlutverki í íslenska landsliðinu og átti líklega stærstan þátt í því að Ísland kæmist hársbreidd, eða einni körfu, frá því að fara alla leið inn á HM í fyrsta sinn. Val á körfuknattleikskonu ársins 2023: 1. Sara Rún Hinriksdóttir 2. Thelma Dís Ágústsdóttir 3. Isabella Ósk Sigurðardóttir Aðrar sem fengu atkvæði, í stafrófsröð: Ásta Júlía Grímsdóttir, Birna Valgerður Benónýsdóttir, Eva Margrét Kristjánsdóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir, Ísold Sævarsdóttir, Jana Falsdóttir, Tinna Guðrún Alexandersdsóttir og Þóra Kristín Jónsdóttir. Val á körfuknattleikskarli ársins 2023: 1. Elvar Már Friðriksson 2. Tryggvi Snær Hlinason 3. Ægir Þór Steinarsson Aðrir sem fengu atkvæði, í stafrófsröð: Hilmar Smári Henningsson, Jón Axel Guðmundsson, Kári Jónsson, Orri Gunnarsson, Pétur Rúnar Birgisson og Sigtryggur Arnar Björnsson. Landslið kvenna í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Sjá meira
Það eru stjórn, starfsmenn og afreksnefnd KKÍ, auk landsliðsþjálfara, sem sjá um að kjósa körfuboltafólk ársins. Níu karlar fengu atkvæði í kjörinu í ár og ellefu konur. Sara Rún, sem er uppalin hjá Keflavík, lék með Faenza Basket Projecte í efstu deild á Ítalíu fyrri hluta árs, og var í stóru hlutverki. Frammistaðan skilaði henni samningi hjá Cadi La Seu sem spilar í efstu deild Spánar og FIBA EuroCup Women. Þá hefur Sara Rún verið burðarás í íslenska landsliðinu síðustu ár en smávægileg meiðsli komu í veg fyrir að hún spilaði með liðinu í nóvember, í fyrstu leikjunum í undankeppni EM 2025. Elvar Már lék afar vel með stórliði Rytas Vilnius í Litháen fyrri hluta árs og vakti athygli gríska félagsins PAOK sem fékk hann í sumar. Hjá PAOK hefur Elvar einnig verið lykilmaður, bæði í grísku deildinni og í Meistaradeild Evrópu. Hann er efstur í liðinu í stigum og stoðsendingum, og í þriðja sæti yfir flestar stoðsendingar allra í grísku deildinni. Elvar hefur svo tekið við leiðtogahlutverki í íslenska landsliðinu og átti líklega stærstan þátt í því að Ísland kæmist hársbreidd, eða einni körfu, frá því að fara alla leið inn á HM í fyrsta sinn. Val á körfuknattleikskonu ársins 2023: 1. Sara Rún Hinriksdóttir 2. Thelma Dís Ágústsdóttir 3. Isabella Ósk Sigurðardóttir Aðrar sem fengu atkvæði, í stafrófsröð: Ásta Júlía Grímsdóttir, Birna Valgerður Benónýsdóttir, Eva Margrét Kristjánsdóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir, Ísold Sævarsdóttir, Jana Falsdóttir, Tinna Guðrún Alexandersdsóttir og Þóra Kristín Jónsdóttir. Val á körfuknattleikskarli ársins 2023: 1. Elvar Már Friðriksson 2. Tryggvi Snær Hlinason 3. Ægir Þór Steinarsson Aðrir sem fengu atkvæði, í stafrófsröð: Hilmar Smári Henningsson, Jón Axel Guðmundsson, Kári Jónsson, Orri Gunnarsson, Pétur Rúnar Birgisson og Sigtryggur Arnar Björnsson.
Landslið kvenna í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum