Það var ekki að sjá að þetta væri fyrsta heimsmeistaramót hans þegar Luke lagði fyrrum heimsmeistarann Christan Kist af velli með sannfærandi 3-0 sigri.
Luke fékk að meðaltali 106,12 stig úr skotum sínum, hann fékk 180 stig sjö sinnum og hitti helming allra útskota. Hann mætir næst Andrew Gilding, ríkjandi meistara opna breska meistaramótsins í pílukasti.
A star is born. ⭐️ pic.twitter.com/CMyhEygQDJ
— PDC Darts (@OfficialPDC) December 20, 2023
Luke Littler hefur sópað til sín verðlaunum í ungmennaflokkum undanfarin ár og mikil eftirvænting var fyrir frumraun hans á stóra sviðinu en fáir bjuggust við jafn sögulegri frammistöðu og raun bar vitni.
Það stóð heldur ekki á stóru orðunum hjá Mark Webster, lýsanda Sky Sports, sem sagðist raunverulega horfa á Luke Littler sem líklegan heimsmeistara eftir frammistöðu hans í kvöld.