Brenndu kross og hótuðu nágrönnum sínum Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2023 08:54 Starfsmenn FBI eru með parið til rannsóknar fyrir hatursglæp. AP/Cliff Owen Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) eru með par frá Suður-Karólínu til rannsóknar eftir að þau kveiktu í krossi á lóð þeirra í síðasta mánuði. Hinu megin við götuna býr eldra þeldökkt fólk og beindist brennan að þeim en hjónin birtu myndband af brennunni og segjast ítrekað yfir orðið fyrir hótunum frá parinu sem hefur verið handtekið. Þau Worden Butler (28) og Alexis Hartnett (27) voru handtekin þann 30. nóvember en eru nú til rannsóknar, samkvæmt AP fréttaveitunni, vegna gruns um að þau hafi framið svokallaðan hatursglæp, sem er alríkisbrot. Suður-Karólína hefur engin lög um hatursglæpi. Sandra Day O‘Connor, fyrrverandi hæstaréttardómari, skrifaði árið 2003 að krossabrennur væru öflugt haturstákn í Bandaríkjunum sem hefði skírar og fastar rætur í sögu Ku Klux Klan. Þetta skrifaði dómarinn í úrskurð hæstaréttar um að fyrsta ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna, ákvæði um málfrelsi, leyfði bönn við krossabrennum en þó eingöngu þegar slíkum brennum er ætlað að ógna fólki. Starfsmenn FBI framkvæmdu húsleit hjá parinu í gær. 24. nóvember fóru bæði Butler og Hartnett inn á lóð hjónanna og öskruðu rasísk orð að þeim. Degi síðar kveiktu þau í krossinum. Héraðsmiðillinn WPDE hefur komið höndum yfir skýrslu lögreglunnar frá því parið var handtekið en þar kemur fram að þau hafi kallað rasísk níðorð að nágrönnum sínum, hótað þeim ofbeldi og sagst hafa banað svartri konu á árum áður. Þá birti Butler mynd af póstkassa hjónanna þeldökku á Facebook, með heimilisfangi þeirra, og sagðist ætla að kalla saman „her djöfulsins“. Hann sagði að honum væri sama þau hann færist með sama skipi og þau en hann ætlaði sér að refsa þeim. Bæði Butler og Hartnett ganga laus gegn tryggingu. Bandaríkin Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira
Þau Worden Butler (28) og Alexis Hartnett (27) voru handtekin þann 30. nóvember en eru nú til rannsóknar, samkvæmt AP fréttaveitunni, vegna gruns um að þau hafi framið svokallaðan hatursglæp, sem er alríkisbrot. Suður-Karólína hefur engin lög um hatursglæpi. Sandra Day O‘Connor, fyrrverandi hæstaréttardómari, skrifaði árið 2003 að krossabrennur væru öflugt haturstákn í Bandaríkjunum sem hefði skírar og fastar rætur í sögu Ku Klux Klan. Þetta skrifaði dómarinn í úrskurð hæstaréttar um að fyrsta ákvæði stjórnarskrár Bandaríkjanna, ákvæði um málfrelsi, leyfði bönn við krossabrennum en þó eingöngu þegar slíkum brennum er ætlað að ógna fólki. Starfsmenn FBI framkvæmdu húsleit hjá parinu í gær. 24. nóvember fóru bæði Butler og Hartnett inn á lóð hjónanna og öskruðu rasísk orð að þeim. Degi síðar kveiktu þau í krossinum. Héraðsmiðillinn WPDE hefur komið höndum yfir skýrslu lögreglunnar frá því parið var handtekið en þar kemur fram að þau hafi kallað rasísk níðorð að nágrönnum sínum, hótað þeim ofbeldi og sagst hafa banað svartri konu á árum áður. Þá birti Butler mynd af póstkassa hjónanna þeldökku á Facebook, með heimilisfangi þeirra, og sagðist ætla að kalla saman „her djöfulsins“. Hann sagði að honum væri sama þau hann færist með sama skipi og þau en hann ætlaði sér að refsa þeim. Bæði Butler og Hartnett ganga laus gegn tryggingu.
Bandaríkin Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira