„Fallegt skraut gerir mikið fyrir veislurýmið og við bjóðum upp á allt sem þarf fyrir hverskonar tilefni, skraut, blöðrur, búninga og allskonar partývörur,“ segir Kamilla Birta, verslunarstjóri Partylands. „Við vorum að fá mikið af flottum áramótavörum og er því tilvalið að kíkja til okkar í heimsókn. Hér í Holtagörðum er nóg af bílastæðum og gott aðgengi og hægt að klára bæði matarinnkaupin fyrir veisluna og skreytingarnar í einni ferð. Við erum með opið í Partylandi til klukkan 21 alla daga fram til 30. desember og til klukkan 17 á gamlársdag.“

Gull, silfur og svartir tónar
Glamúr tilheyrir gjarnan áramótagleðinni og skreytingarnar í ár eru engin undantekning. Kamilla segir gyllta tóna, silfur, svart og hvítt einkenna áramótaskreytingarnar. „Við eigum líka mikið til af öðrum partývörum sem geta gengið inn í litaþemað eftir því hvað fólk vill. Við erum með úrval af blöðrum og blöðruvöndum, borðbúnað og skemmtilega hatta, konfetti og partýbombur,“ segir Kamilla. Einnig er hægt að panta tilbúnar blöðruskreytingar og fá þær afhentar á gamlársdag.

Upplifun að kíkja í Partyland
Partyland var opnað í nóvember síðastliðnum og segir Kamilla viðtökurnar hafa verið frábærar. „Það er ótrúlega gaman hvað fólk er duglegt að fagna, halda veislur og skreyta í takt við ólík tilefni. Áramótin framundan verða okkar fyrsta stórhátíð og við hlökkum til,“ segir Kamilla. Verslunin er öll á einni hæð og virkilega glæsileg, björt og opin og mjög vel skipulögð svo auðvelt er að finna það sem vantar. Það er upplifun að heimsækja Partyland.
