Norðurland vill ísbirnina heim Jón Þór Stefánsson skrifar 22. desember 2023 07:01 Í bæði Skagafirði og Húnabyggð er unnið að því að koma ísbjörnum þannig fyrir að þeir geti verið til sýnis. Vísir/Sara Ísbirnir hafa borið á góma á sveitarstjórnarfundum tveggja sveitarfélaga á Norðurlandi á síðustu dögum. Í Skagafirði óskaði Náttúrustofa Norðurlands vestra eftir því að fá uppstoppaðan ísbjörn, sem hefur safnað ryki í geymslu sveitarfélagsins, til sín og hafa hann til sýnis. Húnabyggð, sem ber nafn með rentu í þessu máli, óskaði eftir að fá uppstoppað bjarndýr, sem hefur verið í geymt hjá Náttúrufræðistofnun Íslands fyrir sunnan, til sín og vill sveitarfélagið einnig hafa það til sýnis. Ísbjörninn sem er til umfjöllunar í Húnabyggð var felldur sumarið 2008 á Þverárfjalli og var löngum til sýnis í stjórnsýsluhúsi Blönduósbæjar. Sá sem Skagfirðingar hafa rætt um var felldur í Fljótunum í Skagafirði árið 1986. Ísbjörn í elsta hús bæjarins Til stendur að opna pólfarasafn í svokölluðu Hillebrandtshúsi á Blönduósi, sem er elsta hús bæjarins og var reist árið 1877. Það eru einkaaðilar sem standa að því, en bæjaryfirvöld í Húnabyggð vilja leggja hönd á plóg. „Í tengslum við þetta datt okkur í hug að biðla til yfirvalda að fá björninn aftur hingað heim,“ segir Pétur Arason, sveitastjóri Húnabyggðar, í samtali við fréttastofu. Pétur bendir á að þetta sé sérstaklega viðeigandi í Húnabyggð, þar sem vísanir í bjarnarhúna eru ansi áberandi. Hann minnist á sögu af landnámsmanninum Ingimundi gamla sem er sagður hafa fundið birnu með tvo húna, sem varð til þess að Húnavatn fékk nafn sitt. „Húnavellir, Húnaver, Húnavatn, það eru örnefni þessu tengd út um allt,“ segir Pétur, sem nefnir einnig að skjaldamerki á þessum slóðum innihaldi flestöll birni. Honum þætti því viðeigandi að hafa einn slíkan í bænum. Þarf sterka menn til að sækja björninn Starri Heiðmarsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra, óskaði fyrir hönd stofunnar að fá afnot að birni sem er í eigu bæjarins. Byggðarráð Skagafjarðar segir í fundargerð sinni að það fagni frumkvæði Náttúrustofu og samþykki lán fyrir sitt leyti, en sveitarstjóra er falið að gera samning við stofuna um lánið. Í samtali við Vísi útskýrir Starri að bjarndýrið sem um ræðir hafi verið hálfstólpaður húnn þegar hann var felldur, og uppstoppaða dýrið sé því minni en meðal ísbjörninn. „Hann er bara á leiðinni. Það er bara spurning um að ég finni einhverja sterka kalla, og við sækjum hann,“ segir Starri. Ísbjörninn sem Skagfirðingar vilja hafa til sýnis. Hann var felldur í Fljótunum árið 1986.Kári Heiðar Árnason Líkt og nágrannarnir á Blönduósi vill Starri koma birninum fyrir í gömlu húsi, nánar tiltekið á Aðalgötu 2 á Sauðárkróki, þar sem náttúrustofan er til húsa. Þar vill hann hafa björninn til sýnis, þannig að gestkomandi geti borið hann augum. „Síðan er mín hugmynd hjá mér í framtíðinni að bjóða einhverjum grunnskólabekkjum í heimsókn árlega, þannig að það væri hluti af almennri uppfræðslu ungviðisins á Sauðarkóki að bera ísbjörninn augum. Og fá um leið smá fræðslu um aðlögun þeirra að köldu veðurfari, og umræðu um möguleika þeirra í hlýnandi loftslagi,“ segir Starri sem minnist á að samkvæmt margumtalaðri PISA-könnun sé náttúrufræði ekki sterkasta hlið íslenskra barna. Honum grunar að besta leiðin til að bæta úr því sé fræðsla um nærumhverfið. „Þó að ljón og tígrisdýr séu mjög spennandi þá er kannski líka gott að ná tengingu við heimabyggð.“ Dýr Skagafjörður Húnabyggð PISA-könnun Tengdar fréttir Ferðamaður mögulega ísbjörninn á Langjökli Leit lögreglunnar á Vesturlandi og Landhelgisgæslunnar að ísbirni á Langjökli í gær skilaði litlu. Enginn hvítabjörn fannst og enginn ummerki eftir slíkt dýr heldur. 8. nóvember 2023 11:31 Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Tilkynning um hvítabjörn á Melrakkasléttu um sjöleytið í gær hefur vakið mikla athygli og jafnframt vakið upp minningar um komu hvítabjarna hingað til lands. 10. júlí 2018 11:13 Ætluðu að reyna að fanga ísbjörninn en búrið var of lítið Árið 2008 lagði Ragnar Axelsson upp í erfiða flugferð norður í land til þess að mynda ísbjörn sem hafði gengið á land við Hraun á Skaga. Viðbúnaður var á svæðinu og til stóð að fanga ísbjörninn. 13. nóvember 2022 07:02 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Sjá meira
Húnabyggð, sem ber nafn með rentu í þessu máli, óskaði eftir að fá uppstoppað bjarndýr, sem hefur verið í geymt hjá Náttúrufræðistofnun Íslands fyrir sunnan, til sín og vill sveitarfélagið einnig hafa það til sýnis. Ísbjörninn sem er til umfjöllunar í Húnabyggð var felldur sumarið 2008 á Þverárfjalli og var löngum til sýnis í stjórnsýsluhúsi Blönduósbæjar. Sá sem Skagfirðingar hafa rætt um var felldur í Fljótunum í Skagafirði árið 1986. Ísbjörn í elsta hús bæjarins Til stendur að opna pólfarasafn í svokölluðu Hillebrandtshúsi á Blönduósi, sem er elsta hús bæjarins og var reist árið 1877. Það eru einkaaðilar sem standa að því, en bæjaryfirvöld í Húnabyggð vilja leggja hönd á plóg. „Í tengslum við þetta datt okkur í hug að biðla til yfirvalda að fá björninn aftur hingað heim,“ segir Pétur Arason, sveitastjóri Húnabyggðar, í samtali við fréttastofu. Pétur bendir á að þetta sé sérstaklega viðeigandi í Húnabyggð, þar sem vísanir í bjarnarhúna eru ansi áberandi. Hann minnist á sögu af landnámsmanninum Ingimundi gamla sem er sagður hafa fundið birnu með tvo húna, sem varð til þess að Húnavatn fékk nafn sitt. „Húnavellir, Húnaver, Húnavatn, það eru örnefni þessu tengd út um allt,“ segir Pétur, sem nefnir einnig að skjaldamerki á þessum slóðum innihaldi flestöll birni. Honum þætti því viðeigandi að hafa einn slíkan í bænum. Þarf sterka menn til að sækja björninn Starri Heiðmarsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra, óskaði fyrir hönd stofunnar að fá afnot að birni sem er í eigu bæjarins. Byggðarráð Skagafjarðar segir í fundargerð sinni að það fagni frumkvæði Náttúrustofu og samþykki lán fyrir sitt leyti, en sveitarstjóra er falið að gera samning við stofuna um lánið. Í samtali við Vísi útskýrir Starri að bjarndýrið sem um ræðir hafi verið hálfstólpaður húnn þegar hann var felldur, og uppstoppaða dýrið sé því minni en meðal ísbjörninn. „Hann er bara á leiðinni. Það er bara spurning um að ég finni einhverja sterka kalla, og við sækjum hann,“ segir Starri. Ísbjörninn sem Skagfirðingar vilja hafa til sýnis. Hann var felldur í Fljótunum árið 1986.Kári Heiðar Árnason Líkt og nágrannarnir á Blönduósi vill Starri koma birninum fyrir í gömlu húsi, nánar tiltekið á Aðalgötu 2 á Sauðárkróki, þar sem náttúrustofan er til húsa. Þar vill hann hafa björninn til sýnis, þannig að gestkomandi geti borið hann augum. „Síðan er mín hugmynd hjá mér í framtíðinni að bjóða einhverjum grunnskólabekkjum í heimsókn árlega, þannig að það væri hluti af almennri uppfræðslu ungviðisins á Sauðarkóki að bera ísbjörninn augum. Og fá um leið smá fræðslu um aðlögun þeirra að köldu veðurfari, og umræðu um möguleika þeirra í hlýnandi loftslagi,“ segir Starri sem minnist á að samkvæmt margumtalaðri PISA-könnun sé náttúrufræði ekki sterkasta hlið íslenskra barna. Honum grunar að besta leiðin til að bæta úr því sé fræðsla um nærumhverfið. „Þó að ljón og tígrisdýr séu mjög spennandi þá er kannski líka gott að ná tengingu við heimabyggð.“
Dýr Skagafjörður Húnabyggð PISA-könnun Tengdar fréttir Ferðamaður mögulega ísbjörninn á Langjökli Leit lögreglunnar á Vesturlandi og Landhelgisgæslunnar að ísbirni á Langjökli í gær skilaði litlu. Enginn hvítabjörn fannst og enginn ummerki eftir slíkt dýr heldur. 8. nóvember 2023 11:31 Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Tilkynning um hvítabjörn á Melrakkasléttu um sjöleytið í gær hefur vakið mikla athygli og jafnframt vakið upp minningar um komu hvítabjarna hingað til lands. 10. júlí 2018 11:13 Ætluðu að reyna að fanga ísbjörninn en búrið var of lítið Árið 2008 lagði Ragnar Axelsson upp í erfiða flugferð norður í land til þess að mynda ísbjörn sem hafði gengið á land við Hraun á Skaga. Viðbúnaður var á svæðinu og til stóð að fanga ísbjörninn. 13. nóvember 2022 07:02 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Sjá meira
Ferðamaður mögulega ísbjörninn á Langjökli Leit lögreglunnar á Vesturlandi og Landhelgisgæslunnar að ísbirni á Langjökli í gær skilaði litlu. Enginn hvítabjörn fannst og enginn ummerki eftir slíkt dýr heldur. 8. nóvember 2023 11:31
Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Tilkynning um hvítabjörn á Melrakkasléttu um sjöleytið í gær hefur vakið mikla athygli og jafnframt vakið upp minningar um komu hvítabjarna hingað til lands. 10. júlí 2018 11:13
Ætluðu að reyna að fanga ísbjörninn en búrið var of lítið Árið 2008 lagði Ragnar Axelsson upp í erfiða flugferð norður í land til þess að mynda ísbjörn sem hafði gengið á land við Hraun á Skaga. Viðbúnaður var á svæðinu og til stóð að fanga ísbjörninn. 13. nóvember 2022 07:02
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent