Jólatöfrar Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 22. desember 2023 07:01 Hátíð ljóss og friðar er handan við hornið. Í aðdraganda hátíðarinnar finna mörg fyrir miklu álagi og streitu sem fylgir hátíðarhöldunum. Það getur jafnvel ýtt undir vanlíðan eins og kvíða og depurð. Það er hollt fyrir okkur sem einstaklinga og okkur sem samfélag að velta því fyrir okkur hvernig við getum stuðlað að því að hinn sanni jólaandi fái að njóta sín með mögnuðum jólatöfrum. Sum finna fyrir vaxandi kvíða, depurð og streitu Ég hef heyrt það í samtölum mínum við fólk undanfarið að mörg finna fyrir vaxandi kvíða og streitu. Meðal annars vegna þess að í desember ætlum við okkur að gera meira en líklega alla aðra mánuði ársins á heimilinu, á vinnustaðnum, í vinahópunum og víðar. Við sækjum fleiri viðburði, verslum og undirbúum með tilheyrandi útgjöldum og fyrirhöfn. Samfélagið er á yfirkeyrslu og á þeim hraða getur verið erfiðara að ná að upplifa hinn sanna jólaanda með jólatöfrum. Jólahátíðin getur verið erfið fyrir þau sem hafa misst ástvini og sum finna fyrir aukinni depurð á þessum tíma þegar umhverfið ætlast hálfpartinn til þess að við séum kát, glöð og hamingjusöm. Getum við hægt á okkur og bætt líðan? Við slíkar aðstæður er gott að velta fyrir sér hvernig við getum hægt á okkur og samfélaginu og bætt líðan okkar og annarra. Er hægt að færa suma viðburðina fram í janúar þegar lítið er við að vera? Eru einhver verkefni sem við getum fært yfir á nýtt ár? Er nauðsynlegt að gera allt sem er á verkefnalistanum eða er mögulegt að forgangsraða og strika strax út það sem er óraunhæft? Getum við gefið meira af hugulsemi en stærð? Getum við sýnt okkur meiri samkennd í amstrinu og hjálpað okkur að draga úr væntingum um eigin frammistöðu? Getum við staldrað við í augnablikinu í stað þess að festast í hugsunum um fortíð eða ókomna framtíð? Getum við hlúð betur að grunnþörfum okkar s.s. matarræði, svefni, hreyfingu og félagslegum tengslum? Getum við kallað fram okkar eigin bestu jólaminningu og nýtt sem leiðsögn um hvað skipti mestu máli? Getum við hjálpað þeim sem eru hjálpar þurfi í stað þess að einblína eingöngu á okkur sjálf? Getum við leyft þeim tilfinningum sem við finnum fyrir að koma og renna sitt skeið, hvort sem þær eru jákvæðar eða neikvæðar og sýnt okkur mildi? Fyrir þau sem eiga börn er hjálplegt að velta fyrir sér hvað skipti börnin mestu máli og hvað skilur eftir sig dýrmætustu minningarnar fyrir þau. Félagslegir töfrar Ég man eftir að hafa heyrt Viðar Halldórsson, félagsfræðiprófessor við Háskóla Íslands, ræða félagslega töfra og það hvernig þeir töfrar ættu undir högg að sækja með dvínandi samskiptum fólks. Viðar lýsir félagslegum töfrum sem töfrunum sem verða til í samskiptum fólks. Getum við fundið fyrir jólatöfrum? Getur verið að jólatöfrar eigi líka undir högg að sækja í þeim mikla hraða sem við lifum við í nútímasamfélagi? Jólatöfrar eru í mínum huga hin óáþreifanlega upplifun jólahátíðarinnar. Töfrar sem geta birst í göngutúr í nýföllnum snjó þegar horft er á fljúgandi hvítar snjóflygsurnar í fullkominni kyrrð, töfrarnir sem við finnum þegar við gefum og þiggjum sem hluta hátíðarhaldanna, töfrarnir sem felast í því að staldra við og rifja upp þær góðu minningar sem árið hefur fært okkur, töfrarnir sem felast í því að sjá einlæga gleði barnanna yfir þeirri undraveröld sem jólahátíðin getur boðið upp á og töfrarnir sem við getum veitt hverju öðru í einlægri gleði, þakklæti og hamingju. Að sama skapi geta töfrarnir horfið eins og dögg fyrir sólu vegna streitu, spennu, ágreinings, óánægju, fullkomnunaráráttu, ofbeldis, ofneyslu lyfja, áfengis eða vímuefna og annars sem varpar skugga á jólahaldið. Mikilvægt er að við hjálpumst að við að reyna að bæta líðan okkar og annarra um hátíðarnar. Köllum fram jólatöfra og eignumst dýrmætar minningar Áskorun okkar sem einstaklinga og sem samfélags felst í því að skoða vel hug okkar og gjörðir og kanna hvernig við getum kallað fram og hlúð að hinum mögnuðu jólatöfrum og þannig leyft hinum sanna jólaanda að njóta sín. Það skilur eftir sig dýrmætar minningar sem eru meira virði en allt annað. Gleðilega hátíð ljóss, friðar og jólatöfra. Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Hátíð ljóss og friðar er handan við hornið. Í aðdraganda hátíðarinnar finna mörg fyrir miklu álagi og streitu sem fylgir hátíðarhöldunum. Það getur jafnvel ýtt undir vanlíðan eins og kvíða og depurð. Það er hollt fyrir okkur sem einstaklinga og okkur sem samfélag að velta því fyrir okkur hvernig við getum stuðlað að því að hinn sanni jólaandi fái að njóta sín með mögnuðum jólatöfrum. Sum finna fyrir vaxandi kvíða, depurð og streitu Ég hef heyrt það í samtölum mínum við fólk undanfarið að mörg finna fyrir vaxandi kvíða og streitu. Meðal annars vegna þess að í desember ætlum við okkur að gera meira en líklega alla aðra mánuði ársins á heimilinu, á vinnustaðnum, í vinahópunum og víðar. Við sækjum fleiri viðburði, verslum og undirbúum með tilheyrandi útgjöldum og fyrirhöfn. Samfélagið er á yfirkeyrslu og á þeim hraða getur verið erfiðara að ná að upplifa hinn sanna jólaanda með jólatöfrum. Jólahátíðin getur verið erfið fyrir þau sem hafa misst ástvini og sum finna fyrir aukinni depurð á þessum tíma þegar umhverfið ætlast hálfpartinn til þess að við séum kát, glöð og hamingjusöm. Getum við hægt á okkur og bætt líðan? Við slíkar aðstæður er gott að velta fyrir sér hvernig við getum hægt á okkur og samfélaginu og bætt líðan okkar og annarra. Er hægt að færa suma viðburðina fram í janúar þegar lítið er við að vera? Eru einhver verkefni sem við getum fært yfir á nýtt ár? Er nauðsynlegt að gera allt sem er á verkefnalistanum eða er mögulegt að forgangsraða og strika strax út það sem er óraunhæft? Getum við gefið meira af hugulsemi en stærð? Getum við sýnt okkur meiri samkennd í amstrinu og hjálpað okkur að draga úr væntingum um eigin frammistöðu? Getum við staldrað við í augnablikinu í stað þess að festast í hugsunum um fortíð eða ókomna framtíð? Getum við hlúð betur að grunnþörfum okkar s.s. matarræði, svefni, hreyfingu og félagslegum tengslum? Getum við kallað fram okkar eigin bestu jólaminningu og nýtt sem leiðsögn um hvað skipti mestu máli? Getum við hjálpað þeim sem eru hjálpar þurfi í stað þess að einblína eingöngu á okkur sjálf? Getum við leyft þeim tilfinningum sem við finnum fyrir að koma og renna sitt skeið, hvort sem þær eru jákvæðar eða neikvæðar og sýnt okkur mildi? Fyrir þau sem eiga börn er hjálplegt að velta fyrir sér hvað skipti börnin mestu máli og hvað skilur eftir sig dýrmætustu minningarnar fyrir þau. Félagslegir töfrar Ég man eftir að hafa heyrt Viðar Halldórsson, félagsfræðiprófessor við Háskóla Íslands, ræða félagslega töfra og það hvernig þeir töfrar ættu undir högg að sækja með dvínandi samskiptum fólks. Viðar lýsir félagslegum töfrum sem töfrunum sem verða til í samskiptum fólks. Getum við fundið fyrir jólatöfrum? Getur verið að jólatöfrar eigi líka undir högg að sækja í þeim mikla hraða sem við lifum við í nútímasamfélagi? Jólatöfrar eru í mínum huga hin óáþreifanlega upplifun jólahátíðarinnar. Töfrar sem geta birst í göngutúr í nýföllnum snjó þegar horft er á fljúgandi hvítar snjóflygsurnar í fullkominni kyrrð, töfrarnir sem við finnum þegar við gefum og þiggjum sem hluta hátíðarhaldanna, töfrarnir sem felast í því að staldra við og rifja upp þær góðu minningar sem árið hefur fært okkur, töfrarnir sem felast í því að sjá einlæga gleði barnanna yfir þeirri undraveröld sem jólahátíðin getur boðið upp á og töfrarnir sem við getum veitt hverju öðru í einlægri gleði, þakklæti og hamingju. Að sama skapi geta töfrarnir horfið eins og dögg fyrir sólu vegna streitu, spennu, ágreinings, óánægju, fullkomnunaráráttu, ofbeldis, ofneyslu lyfja, áfengis eða vímuefna og annars sem varpar skugga á jólahaldið. Mikilvægt er að við hjálpumst að við að reyna að bæta líðan okkar og annarra um hátíðarnar. Köllum fram jólatöfra og eignumst dýrmætar minningar Áskorun okkar sem einstaklinga og sem samfélags felst í því að skoða vel hug okkar og gjörðir og kanna hvernig við getum kallað fram og hlúð að hinum mögnuðu jólatöfrum og þannig leyft hinum sanna jólaanda að njóta sín. Það skilur eftir sig dýrmætar minningar sem eru meira virði en allt annað. Gleðilega hátíð ljóss, friðar og jólatöfra. Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun