Gladdi hundruð barna með jólagjöfum Sindri Sverrisson skrifar 22. desember 2023 16:31 Luka Doncic, ein stærsta körfuboltastjarna heims, hefur síðustu ár glatt börn í aðdraganda jólanna. AP og Instagram/@lukadoncic Slóvenska körfuboltaséníið Luka Doncic hefur glatt hjörtu hátt í 300 barna, bæði í Slóveníu og í Dallas í Bandaríkjunum, í aðdraganda jólanna. Doncic varð pabbi í fyrsta sinn fyrir örfáum vikum þegar dóttirin Gabriela kom í heiminn, og er einnig önnum kafinn við að bera lið Dallas Mavericks á herðum sér í NBA-deildinni. Hann gaf sér engu að síður tíma í vikunni til að bjóða fimmtíu börnum á síðasta heimaleik Dallas, gegn LA Clippers. Þar fengu börnin meðal annars að hitta Doncic sem greiddi allan ferðakostnað og máltíð fyrir þau, auk þess að leysa þau út með gjöfum eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Nerf (@nerf) Daginn eftir leikinn fóru svo fulltrúar hjálparsamtaka, sem Doncic stofnaði, í heimsókn á sjúkrahús með handgerð teppi og húfur fyrir börn sem fæðst hafa fyrir tímann, auk þess sem mæður þeirra fengu gjafakort á snyrtistofu og í fjölskyldumyndatöku. Þá greiddi Doncic sjúkrahússreikninginn fyrir fjölda fjölskyldna barna sem fæddust fyrir tímann, samkvæmt frétt slóvenska miðilsins Ekipa 24. Og Doncic gleymdi ekki heldur börnunum í heimalandi sínu, Slóveníu. Samtökin hans stóðu fyrir jólagleði fyrir börn og unglinga á Malca Beliceva barnaheimilinu, þar sem krakkarnir fengu heyrnatól, Jordan-föt, Lego-kassa og fleira dót í jólagjöf. „Börnin okkar eru í mjög viðkvæmri stöðu og hafa upplifað margs konar erfiðar stundir. Yfir hátíðarnar reynum við að skapa hátíðlegan blæ fyrir þau. Með hjálp Luka Doncic samtakanna þá voru gjafirnar í þetta sinn svo sannarlega óviðjafnanlegar, dásamlegar og ógleymanlegar,“ sagði Marija Ferenc, forstjóri barnaheimilisins. NBA Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Sjá meira
Doncic varð pabbi í fyrsta sinn fyrir örfáum vikum þegar dóttirin Gabriela kom í heiminn, og er einnig önnum kafinn við að bera lið Dallas Mavericks á herðum sér í NBA-deildinni. Hann gaf sér engu að síður tíma í vikunni til að bjóða fimmtíu börnum á síðasta heimaleik Dallas, gegn LA Clippers. Þar fengu börnin meðal annars að hitta Doncic sem greiddi allan ferðakostnað og máltíð fyrir þau, auk þess að leysa þau út með gjöfum eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Nerf (@nerf) Daginn eftir leikinn fóru svo fulltrúar hjálparsamtaka, sem Doncic stofnaði, í heimsókn á sjúkrahús með handgerð teppi og húfur fyrir börn sem fæðst hafa fyrir tímann, auk þess sem mæður þeirra fengu gjafakort á snyrtistofu og í fjölskyldumyndatöku. Þá greiddi Doncic sjúkrahússreikninginn fyrir fjölda fjölskyldna barna sem fæddust fyrir tímann, samkvæmt frétt slóvenska miðilsins Ekipa 24. Og Doncic gleymdi ekki heldur börnunum í heimalandi sínu, Slóveníu. Samtökin hans stóðu fyrir jólagleði fyrir börn og unglinga á Malca Beliceva barnaheimilinu, þar sem krakkarnir fengu heyrnatól, Jordan-föt, Lego-kassa og fleira dót í jólagjöf. „Börnin okkar eru í mjög viðkvæmri stöðu og hafa upplifað margs konar erfiðar stundir. Yfir hátíðarnar reynum við að skapa hátíðlegan blæ fyrir þau. Með hjálp Luka Doncic samtakanna þá voru gjafirnar í þetta sinn svo sannarlega óviðjafnanlegar, dásamlegar og ógleymanlegar,“ sagði Marija Ferenc, forstjóri barnaheimilisins.
NBA Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Sjá meira