Fögnuðu gamlárskvöldi með Sinéad O'Connor og John Grant Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. desember 2023 12:56 Ellen kom fram í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð í síðasta mánuði. Vísir Ellen Kristjánsdóttir tónlistarkona var viðmælandi í Bakaríinu á Bylgjunni í dag, aðfangadag. Þar sagði hún frá sínum jólahefðum, áhugaverðri áramótahefð og frá eftirminnilegum áramótum þegar hún og bróðir hennar, KK, eyddu gamlárskvöldi með Sinéad O'Connor. Ellen segir einu jólahefð sinnar fjölskyldu vera að reyna að setjast til borðs um sexleytið þegar klukkurnar hringja inn jólin. Og ganga frá áður en sest er við gjafirnar. Sú hefð hefði henni þótt erfið þegar hún var lítil. „Það var nú meiri píningin,“ segir Ellen og hlær. Þá sé önnur jólahefð að halda stressinu í lágmarki. „Ég finn það alltaf betur og betur, allt þetta umstang, það er ekki þess virði. Það er bara að vera saman sem er aðalatriðið.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Ellen segir jólaplötur Ellýjar Vilhjálms og Vilhjálms Vilhjálmssonar, Silfurtóna og Golden Gate kvartettsins hafa verið vinsælar á hennar heimili þegar hún var ung. Hún segir samverustundir um jólin þá jólahefð sem henni þykir vænst um þegar hún lítur til baka. „Við vorum náttúrlega á miklum þvælingi, ég sem krakki og unglingur. En jólaminningin er þetta, kærleikur og að vera saman, við systkinin með mömmu, og heyra í systkinum okkar sem bjuggu út í Bandaríkjunum,“ segir Ellen. John Grant og Sinéad með þeim á gamlárskvöld „Svo er ein hefð sem við höfum alltaf á gamlárs, systkinin, og það er að syngja Imagine,“ segir Ellen og að systkinin haldi yfirleitt upp á gamlárskvöld hjá Kristjáni, KK, bróður hennar. Jafnvel séu þau þá með einhvern á línunni meðan þau syngja, til að mynda bróður þeirra sem býr á Seyðisfirði. „Og eitt gamlárskvöld þá var John Grant með okkur og vinkona hans Sinéad O'Connor. Hún var með okkur, og börnin hennar,“ segir Ellen og kemur þáttastjórnanda í opna skjöldu. Ellen segir Sinéad hafa verið í góðu jafnvægi gamlárskvöldið sem þær eyddu saman. Í lok kvöldsins hafi hún spurt Sinéad hvort hún mætti faðma hana og fengið sömu spurningu til baka. „Svo föðmuðumst við og fórum báðar að gráta. Ég var bara að þakka henni fyrir allt hennar sem hún hefur gert,“ segir Ellen. Hér að neðan má hlusta á lag John Lennon, Imagine. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=undefined">watch on YouTube</a> Jól Tónlist Áramót Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Tónlist Fleiri fréttir Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Sjá meira
Ellen segir einu jólahefð sinnar fjölskyldu vera að reyna að setjast til borðs um sexleytið þegar klukkurnar hringja inn jólin. Og ganga frá áður en sest er við gjafirnar. Sú hefð hefði henni þótt erfið þegar hún var lítil. „Það var nú meiri píningin,“ segir Ellen og hlær. Þá sé önnur jólahefð að halda stressinu í lágmarki. „Ég finn það alltaf betur og betur, allt þetta umstang, það er ekki þess virði. Það er bara að vera saman sem er aðalatriðið.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Ellen segir jólaplötur Ellýjar Vilhjálms og Vilhjálms Vilhjálmssonar, Silfurtóna og Golden Gate kvartettsins hafa verið vinsælar á hennar heimili þegar hún var ung. Hún segir samverustundir um jólin þá jólahefð sem henni þykir vænst um þegar hún lítur til baka. „Við vorum náttúrlega á miklum þvælingi, ég sem krakki og unglingur. En jólaminningin er þetta, kærleikur og að vera saman, við systkinin með mömmu, og heyra í systkinum okkar sem bjuggu út í Bandaríkjunum,“ segir Ellen. John Grant og Sinéad með þeim á gamlárskvöld „Svo er ein hefð sem við höfum alltaf á gamlárs, systkinin, og það er að syngja Imagine,“ segir Ellen og að systkinin haldi yfirleitt upp á gamlárskvöld hjá Kristjáni, KK, bróður hennar. Jafnvel séu þau þá með einhvern á línunni meðan þau syngja, til að mynda bróður þeirra sem býr á Seyðisfirði. „Og eitt gamlárskvöld þá var John Grant með okkur og vinkona hans Sinéad O'Connor. Hún var með okkur, og börnin hennar,“ segir Ellen og kemur þáttastjórnanda í opna skjöldu. Ellen segir Sinéad hafa verið í góðu jafnvægi gamlárskvöldið sem þær eyddu saman. Í lok kvöldsins hafi hún spurt Sinéad hvort hún mætti faðma hana og fengið sömu spurningu til baka. „Svo föðmuðumst við og fórum báðar að gráta. Ég var bara að þakka henni fyrir allt hennar sem hún hefur gert,“ segir Ellen. Hér að neðan má hlusta á lag John Lennon, Imagine. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=undefined">watch on YouTube</a>
Jól Tónlist Áramót Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Tónlist Fleiri fréttir Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Sjá meira