Navalní heilsast vel og sendir hátíðarkveðjur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 26. desember 2023 13:57 Navalní hefur setið í fangelsi frá árinu 2021. EPA Alexei Navalní leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi segist við góða heilsu eftir að hafa fundist í fanganýlendu í Síberíu eftir margra daga leit. Hann sendi fylgjendum sínum hátíðarkveðjur í tilkynningu á X í morgun. Ekkert hafði spurst til Navalní, sem er einn helsti pólitíski andstæðingur Pútíns Rússlandsforseta, í nítján daga þegar hann fannst í fanganýlendu í Síberíu. Talskona hans Kira, Yarmysh, staðfesti í gær að hann væri fundinn og hefði verið færður til IK-3 fanganýlendunnar í sjálfstjórnarhéraðinu Yamalo-Nenets í norður-Rússlandi. Navalní birti færslu á X í morgun þar sem honum sagðist líða vel og hann væri feginn að hafa loks fundist. Þá líkti hann sjálfum sér við jólasveininn í ljósi þess að hann hafi skilað sér í fangelsið á jóladag. Hélt að hann myndi ekki finnast strax „Þeir fóru með mig hingað [í fanganýlenduna] á laugardag. Ég var fluttur með svo mikilli varúð og svo furðulega leið að ég bjóst ekki við að nokkur myndi finna mig fyrr en um miðjan janúar,“ skrifar Navalní á X. „Þess vegna kom það mér mjög á óvart þegar fangaklefinn minn var opnaður í gær með orðunum: Það er lögmaður hérna sem vill ræða við þig. Hann sagði mér að þið hefðuð týnt mér, og að einhver ykkar hefðu áhyggjur. Kærar þakkir fyrir stuðninginn!“ skrifar hann jafnframt. Þá segir hann fylgjendum að hafa ekki áhyggjur af sér, hann hafi það fínt. Loks sendir hann hátíðarkveðjur. 1/9 I am your new Santa Claus.Well, I now have a sheepskin coat, an ushanka hat (a fur hat with ear-covering flaps), and soon I will get valenki (a traditional Russian winter footwear). I have grown a beard for the 20 days of my transportation.— Alexey Navalny (@navalny) December 26, 2023 Mál Alexei Navalní Rússland Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Ekkert hafði spurst til Navalní, sem er einn helsti pólitíski andstæðingur Pútíns Rússlandsforseta, í nítján daga þegar hann fannst í fanganýlendu í Síberíu. Talskona hans Kira, Yarmysh, staðfesti í gær að hann væri fundinn og hefði verið færður til IK-3 fanganýlendunnar í sjálfstjórnarhéraðinu Yamalo-Nenets í norður-Rússlandi. Navalní birti færslu á X í morgun þar sem honum sagðist líða vel og hann væri feginn að hafa loks fundist. Þá líkti hann sjálfum sér við jólasveininn í ljósi þess að hann hafi skilað sér í fangelsið á jóladag. Hélt að hann myndi ekki finnast strax „Þeir fóru með mig hingað [í fanganýlenduna] á laugardag. Ég var fluttur með svo mikilli varúð og svo furðulega leið að ég bjóst ekki við að nokkur myndi finna mig fyrr en um miðjan janúar,“ skrifar Navalní á X. „Þess vegna kom það mér mjög á óvart þegar fangaklefinn minn var opnaður í gær með orðunum: Það er lögmaður hérna sem vill ræða við þig. Hann sagði mér að þið hefðuð týnt mér, og að einhver ykkar hefðu áhyggjur. Kærar þakkir fyrir stuðninginn!“ skrifar hann jafnframt. Þá segir hann fylgjendum að hafa ekki áhyggjur af sér, hann hafi það fínt. Loks sendir hann hátíðarkveðjur. 1/9 I am your new Santa Claus.Well, I now have a sheepskin coat, an ushanka hat (a fur hat with ear-covering flaps), and soon I will get valenki (a traditional Russian winter footwear). I have grown a beard for the 20 days of my transportation.— Alexey Navalny (@navalny) December 26, 2023
Mál Alexei Navalní Rússland Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira