Chris Wood með þrennu gegn gömlu félögunum Dagur Lárusson skrifar 26. desember 2023 14:28 Chris Wood lék á alls oddi í dag. Vísir/getty Chris Wood skoraði þrennu gegn sínum gömlu félögum í dag er Nottingham Forrest gerði sér lítið fyrir og vann Newcastle á St. James Park. Nuna Esperito Santo stýrði Nottingham Forrest í annað sinn í dag en hann tapaði sínum fyrsta leik með liðið gegn Bournemouth á heimavelli síðustu helgi. Gengi Newcastle hefur verið lélegt síðustu vikurnar en liðið hefur tapað hverjum leiknum á fætur öðrum og var engin breyting á í dag. Allt virtist þó ætla að ganga vel hjá Newcastle snemma leiks þegar Alexander Isak náði að krækja í vítaspyrnu á 23. mínútu. Svíinn fór sjálfur á punktinn og skoraði og staðan því orðin 1-0 fyrir Newcastle. Gestirnir voru alltaf hættulegir með skyndisóknir sínar og var Anthony Elanga öflugastur hjá þeim. Hann fékk boltann í uppbótartíma fyrri hálfleiks þar sem hann kom sér inn á teig, framhjá Livramento og gaf boltann síðan fyrir markið á Chris Wood sem þurfti lítið annað að gera en að koma boltanum yfir línuna. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún í hálfleik. Í seinni hálfleiknum urðu skyndisóknir gestanna enn þá öflugri og náði Anthony Elanga aftur að finna Chris Wood í góðri stöðu á 53. mínútu. Í þetta skiptið þurfti Chris Wood þó að gera mikið meira en hann lék á Dan Burn og vippaði boltanum síðan yfir Dubravka í markinu og staðan orðin 1-2. Chris Wood fullkomnaði síðan þrennuna á 60. mínútu þegar hann fékk hárnákvæma sendingu inn fyrir vörn Newcastle frá Murilla. Nýsjálendingurinn lék þá á Dubravka, fór framhjá honum og kom boltanum síðan í netið. Staðan orðin 1-3 og Chris Wood með þrennu gegn sínum gömlu félögum. Eftir leikinn er Nottingham Forrest komið með 17 stig og situr í 16. sæti á meðan Newcastle er í 7. sætinu með 29 stig. Enski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira
Nuna Esperito Santo stýrði Nottingham Forrest í annað sinn í dag en hann tapaði sínum fyrsta leik með liðið gegn Bournemouth á heimavelli síðustu helgi. Gengi Newcastle hefur verið lélegt síðustu vikurnar en liðið hefur tapað hverjum leiknum á fætur öðrum og var engin breyting á í dag. Allt virtist þó ætla að ganga vel hjá Newcastle snemma leiks þegar Alexander Isak náði að krækja í vítaspyrnu á 23. mínútu. Svíinn fór sjálfur á punktinn og skoraði og staðan því orðin 1-0 fyrir Newcastle. Gestirnir voru alltaf hættulegir með skyndisóknir sínar og var Anthony Elanga öflugastur hjá þeim. Hann fékk boltann í uppbótartíma fyrri hálfleiks þar sem hann kom sér inn á teig, framhjá Livramento og gaf boltann síðan fyrir markið á Chris Wood sem þurfti lítið annað að gera en að koma boltanum yfir línuna. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún í hálfleik. Í seinni hálfleiknum urðu skyndisóknir gestanna enn þá öflugri og náði Anthony Elanga aftur að finna Chris Wood í góðri stöðu á 53. mínútu. Í þetta skiptið þurfti Chris Wood þó að gera mikið meira en hann lék á Dan Burn og vippaði boltanum síðan yfir Dubravka í markinu og staðan orðin 1-2. Chris Wood fullkomnaði síðan þrennuna á 60. mínútu þegar hann fékk hárnákvæma sendingu inn fyrir vörn Newcastle frá Murilla. Nýsjálendingurinn lék þá á Dubravka, fór framhjá honum og kom boltanum síðan í netið. Staðan orðin 1-3 og Chris Wood með þrennu gegn sínum gömlu félögum. Eftir leikinn er Nottingham Forrest komið með 17 stig og situr í 16. sæti á meðan Newcastle er í 7. sætinu með 29 stig.
Enski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira