Mark Jóns Dags kom eftir aðeins tæplega tveggja mínútna leik. Hann fékk boltann úti á vinstri vængnum í góðu plássi, keyrði á varnarmanninn og tók snögga stefnubreytingu yfir á hægri fótinn sem nýtti til að þruma boltanum í vinkilinn.
👤 Jón Dagur Þorsteinsson (f.1998)
— Áhugaverðar staðreyndir um íslenska knattspyrnu (@OReyndir) December 26, 2023
🇧🇪 OH Leuven
🆚 Eupen
🇮🇸 #Íslendingavaktin https://t.co/In25Xj5BmA
Youssef Maziz lagði markið upp á Jón Dag, hann var svo sjálfur á ferðinni á 29. mínútu leiksins þegar hann tvöfaldaði forystu Leuven eftir góðan undirbúning norska framherjans Jonatan Braut Brunes. Suphanat Muaenta skoraði svo þriðja og síðasta mark leiksins á 89. mínútu og innsiglaði sigur Leuven.
Eins og áður segir eru bæði lið í fallbaráttu en Leuven skaust stigi upp fyrir Eupen með þessum sigri. Neðst situr Kortrijk með 10 stig, Eupen og Leuven koma þar á eftir með 15 og 16 stig. Charleroi og Westerlo eru svo í sætunum fyrir ofan þau með 18 stig en eiga bæði leik til góða.