Helga og Guðrún sækjast eftir embætti biskups Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 26. desember 2023 17:46 Guðrún (t.v.) og Helga (t.h.) hafa gefið kost á sér í embættið en nokkrir til viðbótar hafa verið orðaðir við biskupsstól. Vísir Helga Soffía Konráðsdóttir, sóknarprestur í Háteigskirkju og prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi, og Guðrún Karls Helgudóttir, sóknarprestur í Grafarvogskirkju, hafa báðar gefið kost á sér í embætti biskups. Kosið verður í mars. Agnes M. Sigurðardóttir, fráfarandi biskup Íslands, tilkynnti þann 1. janúar að hún myndi láta embætti að einu og hálfu ári liðnu. Í ágúst boðaði kjörstjórn kirkjuþings kosningar á tímabilinu 7. til 12. mars næstkomandi. Í millitíðinni kom í ljós að Ragnhildur Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri Biskupsstofu hefði endurnýjað ráðningarsamning Agnesar til og með 31. október 2024 án þess kirkjuþing vissi af. Drífa Hjartardóttir forseti kirkjuþings sagði þá í sumar að henni þætti undarlegt að undirmaður gæti gert samning við yfirmann sinn með þeim hætti. Tveir prestar hafa nú gefið kost á sér til embættisins, það eru þær Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogi og Helga Soffía Konráðsdóttir sóknarprestur í Háteigskirkju og prófastur Reykjavíkurprófastsdæmis vestra. Helga Soffía tilkynnti það í viðtali á mbl.is í dag að hún gæfi kost á sér til að verða biskup og segir hafa velt þessu lengi fyrir sér. „Maður verður að vita fyrir víst að maður vilji það sem maður leggur upp með. Maður fer ekki út í svona lagað með hangandi hendi eða óviss í sinni sök,“ segir Helga Soffía í samtali við fréttastofu. „Ef maður leggur upp í svona vegferð gerir maður það af öllu hjarta og leggur allt sitt í þetta. Þetta er eitt af mörgum störfum í kirkjunni en því fylgir mikil ábyrgð og ég er tilbúin að axla þessa ábyrgð og gefa mig qalla í þetta.“ Guðrún segist minnst tvö ár síðan fólk hafi farið að viðra þetta við hana og ákvörðunin átt sér langan aðdraganda. „Ég hef haft góðan tíma til að íhuga þetta og máta mig inn í þetta hlutverk. Ég hef lagt þetta í hendur Guðs og finn að ég er tilbúin, hafi ég þann stuðning sem ég þarf. Ég lít á þetta, þó þetta sé leiðtogahlutverk, þá gerir þetta enginn án þess að hafa góðan stuðning, mikinn meðbyr og fólki sér til stuðnings. Það hef ég.“ Hún segir kirkjuna að mörgu leyti á tímamótum og mörg aðkallandi verkefni fyrir næsta biskup. Eitt þeirra hlutverka verði að halda áfram að leiða kirkjuna inn í nútímann. „Kirkjan er á þónokkuð öðrum stað en hún var þegar síðasti biskup tók við. Við búum í ákaflega fjölbreyttu samfélagi þar sem fólk er með ólíkar trúar- og lífsskoðanir. Kikjan hefur undanfarin ár verið að finna sér stað í þessu samfélagi. Næsti biskup mun halda áfram að leiða það verkefni að finna kirkjunni góðan stað, þar sem hún er sterk um leið og kirkjan ber virðingu fyrir því að það vilji ekki allir tilheyra kirkjunni.“ Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Vilja Agnesi áfram sem biskup yfir Íslandi Framsögumenn ályktunar sem gengur út á að Agnes M. Sigurðardóttir verði eftir sem áður biskup yfir Íslandi eru Bryndís Malla Elídóttir og Kristrún Heimisdóttir. 26. október 2023 16:42 Þjóðkirkjan hafi greitt um 23 milljónir í lögfræðikostnað á árinu Greiddar hafa verið 23 milljónir í lögfræðikostnað á árinu hjá Þjóðkirkjunni. Tillögur hafa verið lagðar fram af starfshópi að biskup fari ekki lengur með fjármál innan kirkjunnar og að sérstök stjórn taki við rekstri og fjármálum. Lagt er til að eini undirmaður biskups verði biskupsritari. 19. október 2023 08:43 „Breytingum fylgir alltaf pínu stormur og átök“ Biskup Íslands segist una úrskurði nefndar Þjóðkirkjunnar um að hún hafi ekki umboð til að taka stjórnsýslulegar ákvarðanir þrátt fyrir að hafa kært hann til dómstóla. Hún segir alla innan þjóðkirkjunnar verða að stefna í sömu átt til að sigla úr þeim ólgusjó sem hún er stödd í. 17. október 2023 23:00 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Agnes M. Sigurðardóttir, fráfarandi biskup Íslands, tilkynnti þann 1. janúar að hún myndi láta embætti að einu og hálfu ári liðnu. Í ágúst boðaði kjörstjórn kirkjuþings kosningar á tímabilinu 7. til 12. mars næstkomandi. Í millitíðinni kom í ljós að Ragnhildur Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri Biskupsstofu hefði endurnýjað ráðningarsamning Agnesar til og með 31. október 2024 án þess kirkjuþing vissi af. Drífa Hjartardóttir forseti kirkjuþings sagði þá í sumar að henni þætti undarlegt að undirmaður gæti gert samning við yfirmann sinn með þeim hætti. Tveir prestar hafa nú gefið kost á sér til embættisins, það eru þær Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur í Grafarvogi og Helga Soffía Konráðsdóttir sóknarprestur í Háteigskirkju og prófastur Reykjavíkurprófastsdæmis vestra. Helga Soffía tilkynnti það í viðtali á mbl.is í dag að hún gæfi kost á sér til að verða biskup og segir hafa velt þessu lengi fyrir sér. „Maður verður að vita fyrir víst að maður vilji það sem maður leggur upp með. Maður fer ekki út í svona lagað með hangandi hendi eða óviss í sinni sök,“ segir Helga Soffía í samtali við fréttastofu. „Ef maður leggur upp í svona vegferð gerir maður það af öllu hjarta og leggur allt sitt í þetta. Þetta er eitt af mörgum störfum í kirkjunni en því fylgir mikil ábyrgð og ég er tilbúin að axla þessa ábyrgð og gefa mig qalla í þetta.“ Guðrún segist minnst tvö ár síðan fólk hafi farið að viðra þetta við hana og ákvörðunin átt sér langan aðdraganda. „Ég hef haft góðan tíma til að íhuga þetta og máta mig inn í þetta hlutverk. Ég hef lagt þetta í hendur Guðs og finn að ég er tilbúin, hafi ég þann stuðning sem ég þarf. Ég lít á þetta, þó þetta sé leiðtogahlutverk, þá gerir þetta enginn án þess að hafa góðan stuðning, mikinn meðbyr og fólki sér til stuðnings. Það hef ég.“ Hún segir kirkjuna að mörgu leyti á tímamótum og mörg aðkallandi verkefni fyrir næsta biskup. Eitt þeirra hlutverka verði að halda áfram að leiða kirkjuna inn í nútímann. „Kirkjan er á þónokkuð öðrum stað en hún var þegar síðasti biskup tók við. Við búum í ákaflega fjölbreyttu samfélagi þar sem fólk er með ólíkar trúar- og lífsskoðanir. Kikjan hefur undanfarin ár verið að finna sér stað í þessu samfélagi. Næsti biskup mun halda áfram að leiða það verkefni að finna kirkjunni góðan stað, þar sem hún er sterk um leið og kirkjan ber virðingu fyrir því að það vilji ekki allir tilheyra kirkjunni.“
Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Vilja Agnesi áfram sem biskup yfir Íslandi Framsögumenn ályktunar sem gengur út á að Agnes M. Sigurðardóttir verði eftir sem áður biskup yfir Íslandi eru Bryndís Malla Elídóttir og Kristrún Heimisdóttir. 26. október 2023 16:42 Þjóðkirkjan hafi greitt um 23 milljónir í lögfræðikostnað á árinu Greiddar hafa verið 23 milljónir í lögfræðikostnað á árinu hjá Þjóðkirkjunni. Tillögur hafa verið lagðar fram af starfshópi að biskup fari ekki lengur með fjármál innan kirkjunnar og að sérstök stjórn taki við rekstri og fjármálum. Lagt er til að eini undirmaður biskups verði biskupsritari. 19. október 2023 08:43 „Breytingum fylgir alltaf pínu stormur og átök“ Biskup Íslands segist una úrskurði nefndar Þjóðkirkjunnar um að hún hafi ekki umboð til að taka stjórnsýslulegar ákvarðanir þrátt fyrir að hafa kært hann til dómstóla. Hún segir alla innan þjóðkirkjunnar verða að stefna í sömu átt til að sigla úr þeim ólgusjó sem hún er stödd í. 17. október 2023 23:00 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Vilja Agnesi áfram sem biskup yfir Íslandi Framsögumenn ályktunar sem gengur út á að Agnes M. Sigurðardóttir verði eftir sem áður biskup yfir Íslandi eru Bryndís Malla Elídóttir og Kristrún Heimisdóttir. 26. október 2023 16:42
Þjóðkirkjan hafi greitt um 23 milljónir í lögfræðikostnað á árinu Greiddar hafa verið 23 milljónir í lögfræðikostnað á árinu hjá Þjóðkirkjunni. Tillögur hafa verið lagðar fram af starfshópi að biskup fari ekki lengur með fjármál innan kirkjunnar og að sérstök stjórn taki við rekstri og fjármálum. Lagt er til að eini undirmaður biskups verði biskupsritari. 19. október 2023 08:43
„Breytingum fylgir alltaf pínu stormur og átök“ Biskup Íslands segist una úrskurði nefndar Þjóðkirkjunnar um að hún hafi ekki umboð til að taka stjórnsýslulegar ákvarðanir þrátt fyrir að hafa kært hann til dómstóla. Hún segir alla innan þjóðkirkjunnar verða að stefna í sömu átt til að sigla úr þeim ólgusjó sem hún er stödd í. 17. október 2023 23:00