Áhætta tengd spilakössum áður talin mikil en nú veruleg Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. desember 2023 17:58 Áhættumatsskýrsla ríkislögreglustjóra um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka var birt í dag. Vísir/Vilhelm Áhætta vegna sýndareigna er metin mikil í nýrri áhættumatsskýrslu sem Ríkislögreglustjóri hefur sent frá sér. Að auki er áhætta tengd spilakössum metin veruleg. Þá er áhætta vegna peningaþvætti tengdum peningasendingum milli landa metin minni en áður. Í skýrslunni, sem kom út í dag, er áhætta og helstu áhrifaþættir skattsvika, sýndareigna, reiðufjársviðskipta, rafmynta og peningasendinga á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka metin. Um er að ræða uppfært mat frá því sem gefið var út vorið 2021. Áhættur vegna sýndareigna enn að koma fram Í skýrslunni kemur meðal annars fram að áhætta vegna sýndareigna sé metin mikil og það sé meðal annars vegna skorts á búnaði, verklagsreglum og sérþekkingu lögreglu og eftirlitsaðila til að rannsaka slík mál. Fram kemur að sýndareignir séu algengur greiðslumiðill til að greiða fyrir ólöglegar vörur og þjónustu og Íslendingar séu ekki eftirbátar annarra ríkja í Evrópu í tengslum við viðskipti með sýndareignir. Þá segir að vísbendingar séu um að brotamenn hérlendis séu farnir að ráðstafa ávinningi af brotastarfsemi til að kaupa sýndareignir með það markmið að þvætta fjármuni og koma fjármunum hratt á milli landa. Sýndareignahagkerfið sé ungt og áhættur með tilliti til peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka séu enn að koma fram. Engar takmarkanir á aðgengi að erlendum fjárhættuspilum Að auki kemur fram að metin áhætta á peningaþvætti tengd peningasendingum milli landa hafi verið lækkuð frá árinu 2021, meðal annars vegna aukins eftirlits með slíkum sendingum. Samhliða því hafi umfang slíkrar starfsemi minnkað. Það sama eigi við um innlánastarfsemi, greiðsluþjónustu, gjaldeyrisskipti með reiðufé, útgáfu rafeyri og viðskipti og þjónustu með sýndareignir. Áhætta tengd spilakössum var samkvæmt síðasta mati talin mikil en í ljósi aukins eftirlits og umfangsmeiri varna rekstraraðila kemur nú fram að hún sé talin veruleg. Aðgengi á Íslandi að erlendum fjárhættuspilum á netinu sé ekki háð neinum takmörkunum og innlent eftirlit sé af skornum skammti. Þá er umfang þátttöku íbúa hér á landi í fjárhættuspilum talið umtalsvert og vísbendingar séu um að brotamenn á Íslandi nýti spilareikninga á slíkum síðum til peningaþvættis. Áhætta á fjármögnun hryðjuverka er í skýrslunni metin út frá fjórum matsþáttum, flutningur reiðufjár yfir landamæri, flutningur fjármuna til og frá Íslandi í gegnum fjármálakerfið, flutningur fjármuna til og frá Íslandi með peningasendingum og starfsemi almannaheillafélaga yfir landamæri. Fyrir fyrstu þrjá matsþættina var áhætta metin miðlungs en lítil fyrir þann síðasta. Fjárhættuspil Lögreglan Fjármálafyrirtæki Greiðslumiðlun Efnahagsbrot Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Fleiri fréttir Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Sjá meira
Í skýrslunni, sem kom út í dag, er áhætta og helstu áhrifaþættir skattsvika, sýndareigna, reiðufjársviðskipta, rafmynta og peningasendinga á peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka metin. Um er að ræða uppfært mat frá því sem gefið var út vorið 2021. Áhættur vegna sýndareigna enn að koma fram Í skýrslunni kemur meðal annars fram að áhætta vegna sýndareigna sé metin mikil og það sé meðal annars vegna skorts á búnaði, verklagsreglum og sérþekkingu lögreglu og eftirlitsaðila til að rannsaka slík mál. Fram kemur að sýndareignir séu algengur greiðslumiðill til að greiða fyrir ólöglegar vörur og þjónustu og Íslendingar séu ekki eftirbátar annarra ríkja í Evrópu í tengslum við viðskipti með sýndareignir. Þá segir að vísbendingar séu um að brotamenn hérlendis séu farnir að ráðstafa ávinningi af brotastarfsemi til að kaupa sýndareignir með það markmið að þvætta fjármuni og koma fjármunum hratt á milli landa. Sýndareignahagkerfið sé ungt og áhættur með tilliti til peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka séu enn að koma fram. Engar takmarkanir á aðgengi að erlendum fjárhættuspilum Að auki kemur fram að metin áhætta á peningaþvætti tengd peningasendingum milli landa hafi verið lækkuð frá árinu 2021, meðal annars vegna aukins eftirlits með slíkum sendingum. Samhliða því hafi umfang slíkrar starfsemi minnkað. Það sama eigi við um innlánastarfsemi, greiðsluþjónustu, gjaldeyrisskipti með reiðufé, útgáfu rafeyri og viðskipti og þjónustu með sýndareignir. Áhætta tengd spilakössum var samkvæmt síðasta mati talin mikil en í ljósi aukins eftirlits og umfangsmeiri varna rekstraraðila kemur nú fram að hún sé talin veruleg. Aðgengi á Íslandi að erlendum fjárhættuspilum á netinu sé ekki háð neinum takmörkunum og innlent eftirlit sé af skornum skammti. Þá er umfang þátttöku íbúa hér á landi í fjárhættuspilum talið umtalsvert og vísbendingar séu um að brotamenn á Íslandi nýti spilareikninga á slíkum síðum til peningaþvættis. Áhætta á fjármögnun hryðjuverka er í skýrslunni metin út frá fjórum matsþáttum, flutningur reiðufjár yfir landamæri, flutningur fjármuna til og frá Íslandi í gegnum fjármálakerfið, flutningur fjármuna til og frá Íslandi með peningasendingum og starfsemi almannaheillafélaga yfir landamæri. Fyrir fyrstu þrjá matsþættina var áhætta metin miðlungs en lítil fyrir þann síðasta.
Fjárhættuspil Lögreglan Fjármálafyrirtæki Greiðslumiðlun Efnahagsbrot Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Fleiri fréttir Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Sjá meira