Viðureignin endaði í oddaleik þar sem Willams hafði í raun verið að elta allan tímann en fór að lokum með magnaðan sigur af hólmi. Sigurreifur í viðtali eftir leikinn sagði Williams:
„Áhorfendurnir! Ég hef aldrei haft slíkan stuðning áhorfenda. Við höfum unnið tvær heimsstyrjaldir og einn heimsmeistaratitil en þýsku áhorfendurnir hér voru magnaðir. Ég heyrði bara í þeim.“
Þessi ummæli fóru öfugt ofan í marga og Emma Paton, sem lýsti leiknum á Sky, baðst strax afsökunar á þeim.
Williams fór sjálfur á Twitter eftir leikinn þar sem hann baðst afsökunar og viðurkenndi að ummælin hefði verið heimskuleg.
In regards to what I said on stage earlier, it was a bit stupid!
— Scott Williams (@Scottywills180) December 27, 2023
Love the people, the food and the venues!
What was said was in the heat of the moment after a WICKED GAME vs Martin! Nothing was meant to harm anyone s feelings and I apologise profusely!
Much love