Átta ára undrabarn sem fékk ekki að horfa á YouTube Sindri Sverrisson skrifar 28. desember 2023 07:31 Roman Shogdzhiev er aðeins átta ára gamall en þegar farinn að vinna stórmeistara á HM. Instagram/@roman_uralan Átta ára Rússi hefur stolið senunni á heimsmeistaramótinu í hraðskák og tekist að vinna tvo stórmeistara á mótinu. Stolt móðir hans segist hafa viljað halda honum frá tölvuleikjum og YouTube, og að markmiðið sé að vinna Magnus Carlsen einn daginn. „Þetta er svakalega tilkomumikil frammistaða,“ sagði Carlsen, fremsti skákmaður heims, spurður út í afrek hins átta ára gamla Roman Shogdzhiev. Shogdzhiev vann í gær landa Carlsens frá Noregi, Johan Sebastian Christiansen, eftir að hafa einnig unnið annan stórmeistara, Jakhongir Vakhidov. Talið er að strákurinn sé sá yngsti í sögunni til að vinna stórmeistara á heimsmeistaramóti. I did not know that. Those kids are good, says Carlsen, and he continues: Very impressive."@MagnusCarlsen reaction after 8-year-old Roman Shogdzhiev beat his fellow countryman Johan-Sebastian Christiansen #RapidBlitz pic.twitter.com/kZ8fXEjqIB— Chess.com (@chesscom) December 27, 2023 Móðir Shogdzhiev ræddi við norska ríkismiðilinn NRK eftir sigurinn á Christiansen og var í skýjunum með að heyra að Carlsen hefði heillast af frammistöðu hans. Markmiðið er enda að: „Verða heimsmeistari og vinna Magnus Carlsen.“ Hún segir foreldra skáksnillingsins unga ekki hafa gert sér grein fyrir hæfileikum hans þegar Shogdzhiev var að byrja að tefla: „Við áttuðum okkur ekki á hæfileikunum. Við æfðum okkur og Roman sóttist eftir því að tefla sem barn. Við vildum að Roman myndi gera eitthvað fyrir framtíð sína og hausinn á sér, en ekki bara vera í tölvunni eða horfa á YouTube. Það er mjög gott fyrir hann að tefla,“ sagði mamman. Hinn norski Christiansen sagðist kenna sjálfum sér um að hafa tapað fyrir stráknum en viðurkenndi um leið að frammistaða Shogdzhiev væri líkt og hjá fullorðnum skákmanni: „Ég hafði aldrei heyrt talað um hann áður en kannski hefði ég átt að gera það. Það er frekar rosalegt að vera orðinn svona góður þegar maður er bara átta ára. Þegar ég var á þessum aldri var ég varla búinn að læra reglurnar,“ sagði Christiansen. Skák Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
„Þetta er svakalega tilkomumikil frammistaða,“ sagði Carlsen, fremsti skákmaður heims, spurður út í afrek hins átta ára gamla Roman Shogdzhiev. Shogdzhiev vann í gær landa Carlsens frá Noregi, Johan Sebastian Christiansen, eftir að hafa einnig unnið annan stórmeistara, Jakhongir Vakhidov. Talið er að strákurinn sé sá yngsti í sögunni til að vinna stórmeistara á heimsmeistaramóti. I did not know that. Those kids are good, says Carlsen, and he continues: Very impressive."@MagnusCarlsen reaction after 8-year-old Roman Shogdzhiev beat his fellow countryman Johan-Sebastian Christiansen #RapidBlitz pic.twitter.com/kZ8fXEjqIB— Chess.com (@chesscom) December 27, 2023 Móðir Shogdzhiev ræddi við norska ríkismiðilinn NRK eftir sigurinn á Christiansen og var í skýjunum með að heyra að Carlsen hefði heillast af frammistöðu hans. Markmiðið er enda að: „Verða heimsmeistari og vinna Magnus Carlsen.“ Hún segir foreldra skáksnillingsins unga ekki hafa gert sér grein fyrir hæfileikum hans þegar Shogdzhiev var að byrja að tefla: „Við áttuðum okkur ekki á hæfileikunum. Við æfðum okkur og Roman sóttist eftir því að tefla sem barn. Við vildum að Roman myndi gera eitthvað fyrir framtíð sína og hausinn á sér, en ekki bara vera í tölvunni eða horfa á YouTube. Það er mjög gott fyrir hann að tefla,“ sagði mamman. Hinn norski Christiansen sagðist kenna sjálfum sér um að hafa tapað fyrir stráknum en viðurkenndi um leið að frammistaða Shogdzhiev væri líkt og hjá fullorðnum skákmanni: „Ég hafði aldrei heyrt talað um hann áður en kannski hefði ég átt að gera það. Það er frekar rosalegt að vera orðinn svona góður þegar maður er bara átta ára. Þegar ég var á þessum aldri var ég varla búinn að læra reglurnar,“ sagði Christiansen.
Skák Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira