Partý í Moskvu vekur reiði og fordæmingu yfirvalda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. desember 2023 08:27 Ivleeva hefur beðist afsökunar á framferði sínu en þó má enn finna partýmyndir á Instagram-aðgangi hennar. Instagram/ Nastya Ivleeva Rússneskur rappari hefur verið dæmdur í fangelsi og til að greiða sekt í tengslum við „næstum því nakinn“ partý sem haldið var í Moskvu 21. desember síðastliðinn. Þá hefur bloggarinn sem hélt partýið neyðst til að biðjast afsökunar á samfélagsmiðlum. Partýið hefur gert allt vitlaust í Rússlandi en fjöldi þekktra einstaklinga sem voru meðal viðstaddra hafa misst samninga við stuðngingsaðila í kjölfarið og þá er forsetinn Valdimir Pútín sagður síður en svo ánægður með uppátækið. Hermenn á vígvellinum í Úkraínu eru meðal þeirra sem eru sagðir hafa verið fyrstir til að kvarta vegna veisluhaldanna, sem þykja hafa verið óhófleg og óviðeigandi á stríðstímum. Þau fóru fram á næturklúbbnum Mutabor og voru skipulögð af bloggaranum Anastasiu „Nastya“ Ivleevu. Meðal þeirra sem mættu voru tónlistarfólk og aðrir þekktir einstaklingar sem hafa verið áberandi í rússneskum fjölmiðlum síðustu ár. Einn þeirra, rapparinn Nikolai „Vacio“ Vasilyev, mætti nakinn fyrir utan sokk á getnaðarlimnum og var dæmdur í fimmtán daga fangelsi og sektaður um 200 þúsund rúblur, um 300 þúsund íslenskar krónur, fyrir áróður fyrir „óhefðbundnum kynlífsathöfnum“. View this post on Instagram A post shared by (@_agentgirl_) „Látum mig og ykkur vera eina fólkið í landinu sem er ekki að ræða þetta mál,“ svaraði Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, við blaðamenn þegar hann var spurður um partýið í gær. Maria Zakharova, talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands, sagði viðburðinn blett á mannorði þeirra sem hefðu verið viðstaddir en að þeir hefðu nú tækifæri til að vinna í sjálfum sér. Fordæmingar þingmanna, fulltrúa kirkjunnar og fleiri eru sagðar hafa tröllriðið fyrirsögnum fjölmiðla í Rússlandi síðustu daga og Ivleeva, sem sást mæta til leiks skreytt rándýrum skartgripum, hefur neyðst til að senda frá sér tvö myndskeið þar sem hún biðst innilegrar afsökunar. Sagðist hún iðrast gjörða sinna en vonast til að fá annað tækifæri. Ivleeva sætir nú rannsókn og hefur verið kærð af hópi fólks sem segir hana hafa valdið þeim „siðferðilegri þjáningu“. „Þetta er alls ekki það sem hermenn okkar á vígvellinum eru að berjast fyrir,“ sagði framkvæmdastjóri samtaka um öruggt internet. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Þá hefur bloggarinn sem hélt partýið neyðst til að biðjast afsökunar á samfélagsmiðlum. Partýið hefur gert allt vitlaust í Rússlandi en fjöldi þekktra einstaklinga sem voru meðal viðstaddra hafa misst samninga við stuðngingsaðila í kjölfarið og þá er forsetinn Valdimir Pútín sagður síður en svo ánægður með uppátækið. Hermenn á vígvellinum í Úkraínu eru meðal þeirra sem eru sagðir hafa verið fyrstir til að kvarta vegna veisluhaldanna, sem þykja hafa verið óhófleg og óviðeigandi á stríðstímum. Þau fóru fram á næturklúbbnum Mutabor og voru skipulögð af bloggaranum Anastasiu „Nastya“ Ivleevu. Meðal þeirra sem mættu voru tónlistarfólk og aðrir þekktir einstaklingar sem hafa verið áberandi í rússneskum fjölmiðlum síðustu ár. Einn þeirra, rapparinn Nikolai „Vacio“ Vasilyev, mætti nakinn fyrir utan sokk á getnaðarlimnum og var dæmdur í fimmtán daga fangelsi og sektaður um 200 þúsund rúblur, um 300 þúsund íslenskar krónur, fyrir áróður fyrir „óhefðbundnum kynlífsathöfnum“. View this post on Instagram A post shared by (@_agentgirl_) „Látum mig og ykkur vera eina fólkið í landinu sem er ekki að ræða þetta mál,“ svaraði Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, við blaðamenn þegar hann var spurður um partýið í gær. Maria Zakharova, talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands, sagði viðburðinn blett á mannorði þeirra sem hefðu verið viðstaddir en að þeir hefðu nú tækifæri til að vinna í sjálfum sér. Fordæmingar þingmanna, fulltrúa kirkjunnar og fleiri eru sagðar hafa tröllriðið fyrirsögnum fjölmiðla í Rússlandi síðustu daga og Ivleeva, sem sást mæta til leiks skreytt rándýrum skartgripum, hefur neyðst til að senda frá sér tvö myndskeið þar sem hún biðst innilegrar afsökunar. Sagðist hún iðrast gjörða sinna en vonast til að fá annað tækifæri. Ivleeva sætir nú rannsókn og hefur verið kærð af hópi fólks sem segir hana hafa valdið þeim „siðferðilegri þjáningu“. „Þetta er alls ekki það sem hermenn okkar á vígvellinum eru að berjast fyrir,“ sagði framkvæmdastjóri samtaka um öruggt internet. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira