Sextándi heimsmeistaratitillinn í höfn: „Ég er ekki kominn með leið á að vinna“ Smári Jökull Jónsson skrifar 28. desember 2023 17:31 Magnus Carlsen tryggði sér í dag heimsmeistaratitilinn í hraðskák. Vísir/Getty Magnus Carlsen tryggði sér í dag heimsmeistaratitilinn í hraðskák í fimmta sinn. Þetta er sextándi heimsmeistaratitill hins rúmlega þrítuga Norðmanns. Magnus Carlsen er efsti maður heimslistans í skák og hefur verið besti skákmaður heims síðustu árin. Hann er fæddur árið 1990 og því aðeins þrjátíu og þriggja ára gamall en hefur engu að síður raðað inn titlum á sínum ferli. Hann varð stórmeistari 13 ára og tryggði sér fyrsta heimsmeistaratitilinn í skák árið 2013. Í dag bætti Carlsen enn einni rósinni í hnappagatið þegar hann varð heimsmeistari í hraðskák. Mótið fór fram í Samarkand í Úsbekistan og tapaði Carlsen ekki einni einustu viðureign. „Þetta hefur mikla þýðingu og ég er mjög glaður. Ég vildi þetta mikið og er ekki kominn með leið á því að vinna,“ sagði Carlsen í samtali við norska ríkissjónvarpið NRK þegar titillinn var í höfn. Unbeatable. Congratulations to @MagnusCarlsen for winning his fifth world rapid title!The victory earns the Norwegian legend an incredible 16th world championship in chess! #RapidBlitz pic.twitter.com/jFdIiQQxKu— Chess.com (@chesscom) December 28, 2023 Carlsen vann allar viðureignir sínar á mótinu og tryggði sér titilinn með sigri á indverska undrabarninu Rameshbabu Praggnanandhaa í lokaviðureigninni. „Lykillinn var að ég vann fyrstu viðureignina í dag gegn Fedoseyev,“ sagði Carlsen en Vladimir Fedoseyev frá Rússlandi vann silfurverðlaun. Þetta er í fimmta sinn sem hann vinnur þennan titil en hann hefur einnig orðið heimsmeistari í hefðbundinni skák í fimm skipti og í atskák sex sinnum. Hann fær rúmar 8 milljónir í verðlaun fyrir sigurinn. Skák Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira
Magnus Carlsen er efsti maður heimslistans í skák og hefur verið besti skákmaður heims síðustu árin. Hann er fæddur árið 1990 og því aðeins þrjátíu og þriggja ára gamall en hefur engu að síður raðað inn titlum á sínum ferli. Hann varð stórmeistari 13 ára og tryggði sér fyrsta heimsmeistaratitilinn í skák árið 2013. Í dag bætti Carlsen enn einni rósinni í hnappagatið þegar hann varð heimsmeistari í hraðskák. Mótið fór fram í Samarkand í Úsbekistan og tapaði Carlsen ekki einni einustu viðureign. „Þetta hefur mikla þýðingu og ég er mjög glaður. Ég vildi þetta mikið og er ekki kominn með leið á því að vinna,“ sagði Carlsen í samtali við norska ríkissjónvarpið NRK þegar titillinn var í höfn. Unbeatable. Congratulations to @MagnusCarlsen for winning his fifth world rapid title!The victory earns the Norwegian legend an incredible 16th world championship in chess! #RapidBlitz pic.twitter.com/jFdIiQQxKu— Chess.com (@chesscom) December 28, 2023 Carlsen vann allar viðureignir sínar á mótinu og tryggði sér titilinn með sigri á indverska undrabarninu Rameshbabu Praggnanandhaa í lokaviðureigninni. „Lykillinn var að ég vann fyrstu viðureignina í dag gegn Fedoseyev,“ sagði Carlsen en Vladimir Fedoseyev frá Rússlandi vann silfurverðlaun. Þetta er í fimmta sinn sem hann vinnur þennan titil en hann hefur einnig orðið heimsmeistari í hefðbundinni skák í fimm skipti og í atskák sex sinnum. Hann fær rúmar 8 milljónir í verðlaun fyrir sigurinn.
Skák Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira