Kylfingar ársins í fyrsta og fjórða sinn Smári Jökull Jónsson skrifar 28. desember 2023 18:31 Haraldur Franklín og Ragnhildur Kristinsdóttir eru kylfingar ársins 2023. Vísir/Getty/Golf.is Haraldur Franklín Magnús og Ragnhildur Kristinsdóttir voru í dag valin kylfingar ársins hjá Golfsambandi Íslands. Greint er frá valinu á heimasíðu GSÍ en þar kemur fram að þetta sé í 26. skipti sem kylfingar ársins eru valdir. Frá árinu 1973 var kylfingur ársins valinn en síðan árið 1998 hafa karl og kona verið valin sem kylfingar ársins. Haraldur er að hljóta nafnbótina kylfingur ársins í fjórða sinn en Ragnhildur í fyrsta skipti. Ragnhildur lék sitt fyrsta ár sem atvinnukylfingur og spilaði á LET Access mótaröðinni í Evrópu. Hún lék á tólf mótum og náði best 22. sæti á móti í júlí. Þá komst hún á lokastig úrtökutmóts fyrir Evrópumótaröðina nú í desember. Haraldur komst einnig á lokastig úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina og tryggði sér takmarkaðan þátttökurétt á mótaröðinni á næsta tímabili. Hann lék á Áskorendamótaröðinni í ár og náði best 19. sæti á móti í sumar. Þá lék hann nýlega á tveimur mótum á Evrópumótaröðinni í Ástralíu. Birgir Leifur Hafþórsson hefur oftast verið kjörinn kylfingur ársins eða ellefu sinnum en Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur sex sinnum hlotið nafnbótina sem er það mesta í kvennaflokki. Golf Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Greint er frá valinu á heimasíðu GSÍ en þar kemur fram að þetta sé í 26. skipti sem kylfingar ársins eru valdir. Frá árinu 1973 var kylfingur ársins valinn en síðan árið 1998 hafa karl og kona verið valin sem kylfingar ársins. Haraldur er að hljóta nafnbótina kylfingur ársins í fjórða sinn en Ragnhildur í fyrsta skipti. Ragnhildur lék sitt fyrsta ár sem atvinnukylfingur og spilaði á LET Access mótaröðinni í Evrópu. Hún lék á tólf mótum og náði best 22. sæti á móti í júlí. Þá komst hún á lokastig úrtökutmóts fyrir Evrópumótaröðina nú í desember. Haraldur komst einnig á lokastig úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina og tryggði sér takmarkaðan þátttökurétt á mótaröðinni á næsta tímabili. Hann lék á Áskorendamótaröðinni í ár og náði best 19. sæti á móti í sumar. Þá lék hann nýlega á tveimur mótum á Evrópumótaröðinni í Ástralíu. Birgir Leifur Hafþórsson hefur oftast verið kjörinn kylfingur ársins eða ellefu sinnum en Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur sex sinnum hlotið nafnbótina sem er það mesta í kvennaflokki.
Golf Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira