Ísmaðurinn úr leik en Humphries slapp fyrir horn Smári Jökull Jónsson skrifar 28. desember 2023 23:11 Ísmaðurinn Gerwyn Price er úr leik á heimsmeistaramótinu. Vísir/Getty Óvænt úrslit urðu í Alexandra Palace í kvöld þegar Ísmaðurinn Gerwyn Price féll óvænt úr leik. Hinn sigurstranglegi Luke Humphries lenti í miklum vandræðum gegn þýskum Pokémon unnanda. Kvöldið byrjaði á viðureign Gerwyn Price og Brendan Dolan. Price er eitt af stóru nöfnunum í pílukastheiminum en hann vann heimsmeistaramótið árið 2021. Hann var hins vegar í vandræðum í viðureigninni í dag. Dolan tók út 130 strax í öðrum leik og hélt síðan áfram að taka stór útskot. Price náði ágætum sprettum en klikkaði oft á ögurstundu og nýtti ekki tækifærin sem hann fékk. Þegar staðan var 2-2 í settum setti Dolan hins vegar í gír, kláraði næsta sett í oddaleik og svo það síðasta sömuleiðis. Lokatölur 4-2 í settum og Gerwyn Price óvænt úr leik en Dolan kominn í 16-manna úrslit. Juju round 2 í dag. Price heim í fyrsta leik rétt eins og þegar ég var hérna 1. janúar #peelan pic.twitter.com/tp3oCQRiPL— Guðni Þ. Guðjónsson (@TheDuke180) December 28, 2023 Næsta viðureign var á milli Luke Humphries, sem margir spá sigri á mótinu, og Ricardo Pietreczko sem hefur vakið töluverða athygli fyrir inngönu sína á sviðið en þá hljómar lagið úr Pokémon-sjónvarpsþáttunum undir. Humphries var í algjöru veseni lengi vel. Pietreczko komst í 3-1 í settum og Humphries var búinn að klúðra hverju tækifærinu á fætur öðru til að klára leiki. Það kviknaði hins vegar á honum þegar líða fór á. Honum tókst að jafna metin í 3-3 og þá var eins og allur vindur væri úr Þjóðverjanum Pietreczko. Juju, hjólaði beint í í fjölskyldutilboðið á flugvellinum @drfootballpod pic.twitter.com/bXkrHXhXqe— Rúnar Gissurarson (@RnarGissurarson) December 27, 2023 Humphries kláraði oddasettið örugglega og fagnaði gríðarlega þegar sigurinn var í höfn. Lokaleikur kvöldsins var á milli Ricky Evans og Daryl Gurney en hann stendur enn yfir. Pílukast Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Fleiri fréttir Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Sjá meira
Kvöldið byrjaði á viðureign Gerwyn Price og Brendan Dolan. Price er eitt af stóru nöfnunum í pílukastheiminum en hann vann heimsmeistaramótið árið 2021. Hann var hins vegar í vandræðum í viðureigninni í dag. Dolan tók út 130 strax í öðrum leik og hélt síðan áfram að taka stór útskot. Price náði ágætum sprettum en klikkaði oft á ögurstundu og nýtti ekki tækifærin sem hann fékk. Þegar staðan var 2-2 í settum setti Dolan hins vegar í gír, kláraði næsta sett í oddaleik og svo það síðasta sömuleiðis. Lokatölur 4-2 í settum og Gerwyn Price óvænt úr leik en Dolan kominn í 16-manna úrslit. Juju round 2 í dag. Price heim í fyrsta leik rétt eins og þegar ég var hérna 1. janúar #peelan pic.twitter.com/tp3oCQRiPL— Guðni Þ. Guðjónsson (@TheDuke180) December 28, 2023 Næsta viðureign var á milli Luke Humphries, sem margir spá sigri á mótinu, og Ricardo Pietreczko sem hefur vakið töluverða athygli fyrir inngönu sína á sviðið en þá hljómar lagið úr Pokémon-sjónvarpsþáttunum undir. Humphries var í algjöru veseni lengi vel. Pietreczko komst í 3-1 í settum og Humphries var búinn að klúðra hverju tækifærinu á fætur öðru til að klára leiki. Það kviknaði hins vegar á honum þegar líða fór á. Honum tókst að jafna metin í 3-3 og þá var eins og allur vindur væri úr Þjóðverjanum Pietreczko. Juju, hjólaði beint í í fjölskyldutilboðið á flugvellinum @drfootballpod pic.twitter.com/bXkrHXhXqe— Rúnar Gissurarson (@RnarGissurarson) December 27, 2023 Humphries kláraði oddasettið örugglega og fagnaði gríðarlega þegar sigurinn var í höfn. Lokaleikur kvöldsins var á milli Ricky Evans og Daryl Gurney en hann stendur enn yfir.
Pílukast Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Fleiri fréttir Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Sjá meira