Burst hjá Cross og Williams negldi stóra fiskinn Smári Jökull Jónsson skrifar 30. desember 2023 16:16 Scott Williams er skrautlegur á sviðinu í Alexandra Palace. Vísir/Getty Scott Williams, Dave Chisnall og Rob Cross eru komnir í 8-manna úrslit á heimsmeistaramótinu í pílukasti eftir þrjá skemmtilegar viðureignir í Alexandra Palace. Í fyrsta leik dagsins mættust skemmtikrafturinn Scott Williams og Þjóðverjinn Damon Heta. Williams vann fyrsta settið 3-2 en Heta byrjaði annað settið frábærlega. Í fyrsta leggnum átti hann 170 eftir en ákvað að sleppa því að reyna við miðjureitinn á píluspjaldinu þar sem Williams var ekki kominn í útskot. Áhorfendur voru ekki sérlega ánægðir með Heta og bauluðu á hann en þeir tóku gleði sína á ný strax í næsta legg þegar Williams gerði sér lítið fyrir og kláraði útskotið 170 sem oft er kallað „stóri fiskurinn“ enda hæsta talan sem hægt er að taka út með þremur pílum. 170 FROM WILLIAMS!! The crowd were up and Williams delivered... An incredible checkout from Scott Williams as he finds the big fish to send Ally Pally wild! pic.twitter.com/2FXnQj6FRj— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2023 Þrátt fyrir þetta var þeð Heta sem vann settið og jafnaði í 1-1. Williams hins vegar tók yfir eftir þetta. Hann komst í 3-1 og tryggði sér síðan sigur með því að vinna fimmta settið. Hann mætir Michael van Gerwen í afar áhugaverðum leik í 8-manna úrslitum. Í næstu viðureign mættust þeir Daryl Gurney og Dave Chisnall. Sá síðarnefndi byrjaði mun betur og komst í 2-0 í settum eftir að báðir höfðu misnotað fjölmörg tækifæri í oddalegg í öðru settinu til að tryggja sér sigurinn. Gurney kom hins vegar til baka og jafnaði í 2-2 en Chisnall beit frá sér á ný. Hann vann næstu tvö sett og tryggði sér 4-2 sigur í leiknum. Chisnall vann sex af síðustu sjö leggjunum og viðureignina þrátt fyrir að klikka á 26 pílum í útskoti í leiknum. "We told you it would be good..." Followed by three minutes of missed doubles Absolute commentators curse from Stuart Pyke but eventually Dave Chisnall gets over the line to lead 2-0! pic.twitter.com/awAGkGOMoH— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2023 Í þriðja leik dagsins mættust þeir Rob Cross og Jonny Clayton. Cross kláraði 140 stiga útskot í fyrsta leggnum og það gaf honum byr undir báða vængi. Hann vann fyrsta settið 3-1 og þar með kominn í 1-0. Cross hélt áfram að gera vel og var að klára útskotin sín mjög vel. Meðaltalið hjá báðum var svipað en Cross duglegri að finna tvöföldu reitina þegar á þurfti að halda. Hann vann annað og þriðja settið nokkuð þægilega og var kominn í 3-1. Í fjórða settinu komst hann í 2-1 og eftir að hafa klikkað á fimm pílum sem hefðu getað tryggt honum sigurinn náði hann því að lokum og vann leikinn 4-1. Clayton náði sér engan veginn á strik í leiknum og vann aðeins fjóra leggi í heildina. Pílukast Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjá meira
Í fyrsta leik dagsins mættust skemmtikrafturinn Scott Williams og Þjóðverjinn Damon Heta. Williams vann fyrsta settið 3-2 en Heta byrjaði annað settið frábærlega. Í fyrsta leggnum átti hann 170 eftir en ákvað að sleppa því að reyna við miðjureitinn á píluspjaldinu þar sem Williams var ekki kominn í útskot. Áhorfendur voru ekki sérlega ánægðir með Heta og bauluðu á hann en þeir tóku gleði sína á ný strax í næsta legg þegar Williams gerði sér lítið fyrir og kláraði útskotið 170 sem oft er kallað „stóri fiskurinn“ enda hæsta talan sem hægt er að taka út með þremur pílum. 170 FROM WILLIAMS!! The crowd were up and Williams delivered... An incredible checkout from Scott Williams as he finds the big fish to send Ally Pally wild! pic.twitter.com/2FXnQj6FRj— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2023 Þrátt fyrir þetta var þeð Heta sem vann settið og jafnaði í 1-1. Williams hins vegar tók yfir eftir þetta. Hann komst í 3-1 og tryggði sér síðan sigur með því að vinna fimmta settið. Hann mætir Michael van Gerwen í afar áhugaverðum leik í 8-manna úrslitum. Í næstu viðureign mættust þeir Daryl Gurney og Dave Chisnall. Sá síðarnefndi byrjaði mun betur og komst í 2-0 í settum eftir að báðir höfðu misnotað fjölmörg tækifæri í oddalegg í öðru settinu til að tryggja sér sigurinn. Gurney kom hins vegar til baka og jafnaði í 2-2 en Chisnall beit frá sér á ný. Hann vann næstu tvö sett og tryggði sér 4-2 sigur í leiknum. Chisnall vann sex af síðustu sjö leggjunum og viðureignina þrátt fyrir að klikka á 26 pílum í útskoti í leiknum. "We told you it would be good..." Followed by three minutes of missed doubles Absolute commentators curse from Stuart Pyke but eventually Dave Chisnall gets over the line to lead 2-0! pic.twitter.com/awAGkGOMoH— PDC Darts (@OfficialPDC) December 30, 2023 Í þriðja leik dagsins mættust þeir Rob Cross og Jonny Clayton. Cross kláraði 140 stiga útskot í fyrsta leggnum og það gaf honum byr undir báða vængi. Hann vann fyrsta settið 3-1 og þar með kominn í 1-0. Cross hélt áfram að gera vel og var að klára útskotin sín mjög vel. Meðaltalið hjá báðum var svipað en Cross duglegri að finna tvöföldu reitina þegar á þurfti að halda. Hann vann annað og þriðja settið nokkuð þægilega og var kominn í 3-1. Í fjórða settinu komst hann í 2-1 og eftir að hafa klikkað á fimm pílum sem hefðu getað tryggt honum sigurinn náði hann því að lokum og vann leikinn 4-1. Clayton náði sér engan veginn á strik í leiknum og vann aðeins fjóra leggi í heildina.
Pílukast Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjá meira